Karlar, piltar og strákar Jón Pétur Zimsen skrifar 3. júní 2025 16:02 Eftir að hafa lesið góðan pistil Þráins Farestveit, afbrotafræðings og framkvæmdastjóra Verndar, í Morgunblaðinu langar mig að stinga niður penna og taka saman nokkrar tölfræðiupplýsingar sem byggja á opinberum tölum og rannsóknum frá Hagstofu Íslands, Fangelsismálastofnun, Landlæknisembættinu og Vinnueftirlitinu (sjá að neðan). Það er ljóst að karlar og drengir standa frammi fyrir áskorunum sem nauðsynlegt er að ávarpa því ekki margir leggja sig fram við að vera málsvarar þessa hóps þó stór sé. Hér er ekki verið að fórnarlambsvæða karla heldur að benda á tölfræði sem almennt hefur fengið litla athygli, hvað þá aðgerðir. Öll tengjumst við sonum, dætrum, mæðrum, feðrum, öfum og ömmum sem gætu átt undir högg að sækja. Þá á kyn ekki að skipta máli hvort við látum okkur málin varða. 90% allra fanga eru karlar. Karla fá lengri dóma fyrir sömu brot (Norðurlönd, Bretland og Frakkland). Karlar lifa að meðaltali 3,1 ári skemur en konur. Forsjá barna eftir skilnað: Konur fá yfir 80% tilfella aðal forsjá. Skilnaðartíðni og áhrif: Karlar missa oftar tengsl við börn sín og upplifa félagslega vanlíðan. Tíðni sjálfsvíga karla er tvöföld á við kvenna. 85% alvarlegra vinnuslysa lenda á körlum. Aðeins 31,3% karla 25–34 ára hafa lokið háskólanámi. Karlar eru oftar atvinnulausir. 71% heimilislausra eru karlar. Skertur aðgangur að félagsþjónustu sem tekur mið af þörfum karla. 3,5x fleiri karlar eru ekki í skóla né vinnu (NEED) á aldrinum 16-20 ára. 47% stráka eru undir lágmarksviðmiði í lesskilningi við lok grunnskóla. Strákar fá oftar greiningar á ADHD og eiga í meiri hegðunarvanda í skólum. Brottfall úr framhaldsskóla er hærra meðal stráka en stelpna. Lítið hlutfall karla í kennslu (undir 15% í leikskólum) dregur úr fyrirmyndum í skólum. Menntunarskortur hefur áhrif á framtíðartekjur, sjálfstraust og heilsu. Samantektin sýnir að karlar og drengir á Íslandi standa frammi fyrir alvarlegum og kerfislægum áskorunum. Karlar geta gert ýmislegt til að bæta aðstæður sínar sjálfir eins og konur en viðurkenning á áskorunum þeirra er töluvert skemur komin á veg en áskorunum kvenna, á meðan heldur þessi vonda tölfræði að raungerast. Markviss inngrip í menntakerfi, heilbrigðisþjónustu og félagskerfi eru nauðsynleg til að snúa við þessari þróun og tryggja öllum eins jöfn tækifæri og mögulegt er. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Eftir að hafa lesið góðan pistil Þráins Farestveit, afbrotafræðings og framkvæmdastjóra Verndar, í Morgunblaðinu langar mig að stinga niður penna og taka saman nokkrar tölfræðiupplýsingar sem byggja á opinberum tölum og rannsóknum frá Hagstofu Íslands, Fangelsismálastofnun, Landlæknisembættinu og Vinnueftirlitinu (sjá að neðan). Það er ljóst að karlar og drengir standa frammi fyrir áskorunum sem nauðsynlegt er að ávarpa því ekki margir leggja sig fram við að vera málsvarar þessa hóps þó stór sé. Hér er ekki verið að fórnarlambsvæða karla heldur að benda á tölfræði sem almennt hefur fengið litla athygli, hvað þá aðgerðir. Öll tengjumst við sonum, dætrum, mæðrum, feðrum, öfum og ömmum sem gætu átt undir högg að sækja. Þá á kyn ekki að skipta máli hvort við látum okkur málin varða. 90% allra fanga eru karlar. Karla fá lengri dóma fyrir sömu brot (Norðurlönd, Bretland og Frakkland). Karlar lifa að meðaltali 3,1 ári skemur en konur. Forsjá barna eftir skilnað: Konur fá yfir 80% tilfella aðal forsjá. Skilnaðartíðni og áhrif: Karlar missa oftar tengsl við börn sín og upplifa félagslega vanlíðan. Tíðni sjálfsvíga karla er tvöföld á við kvenna. 85% alvarlegra vinnuslysa lenda á körlum. Aðeins 31,3% karla 25–34 ára hafa lokið háskólanámi. Karlar eru oftar atvinnulausir. 71% heimilislausra eru karlar. Skertur aðgangur að félagsþjónustu sem tekur mið af þörfum karla. 3,5x fleiri karlar eru ekki í skóla né vinnu (NEED) á aldrinum 16-20 ára. 47% stráka eru undir lágmarksviðmiði í lesskilningi við lok grunnskóla. Strákar fá oftar greiningar á ADHD og eiga í meiri hegðunarvanda í skólum. Brottfall úr framhaldsskóla er hærra meðal stráka en stelpna. Lítið hlutfall karla í kennslu (undir 15% í leikskólum) dregur úr fyrirmyndum í skólum. Menntunarskortur hefur áhrif á framtíðartekjur, sjálfstraust og heilsu. Samantektin sýnir að karlar og drengir á Íslandi standa frammi fyrir alvarlegum og kerfislægum áskorunum. Karlar geta gert ýmislegt til að bæta aðstæður sínar sjálfir eins og konur en viðurkenning á áskorunum þeirra er töluvert skemur komin á veg en áskorunum kvenna, á meðan heldur þessi vonda tölfræði að raungerast. Markviss inngrip í menntakerfi, heilbrigðisþjónustu og félagskerfi eru nauðsynleg til að snúa við þessari þróun og tryggja öllum eins jöfn tækifæri og mögulegt er. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar