„Hún á að leyfa manni að koma sér almennilega inn á völlinn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. júní 2025 21:14 Fanndís Friðriksdóttir lék sinn fyrsta landsleik síðan 2020 í kvöld. Vísir/Anton Brink Fanndís Friðriksdóttir lék sinn fyrsta landsleik í um fimm ár er Ísland mátti þola 0-2 tap gegn Frökkum í Þjóðadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Fanndís kom inn af varamannabekknum þegar um stundarfjórðungur var eftir af leik kvöldsins, en hún var varla búin að koma sér í stöðu þegar fyrra mark Frakka kom. „Ég kom eiginlega inn á bara á sömu sekúndu og það var skorað. Ég var ekki almennilega komin í stöðu og ég var hálf hissa á að hún hafi flautað leikinn í gang á þessu mómenti,“ sagði Fanndís í viðtali við Ágúst Orra Arnarson í leikslok. „Hún á að leyfa manni að koma sér almennilega inn á völlinn, en það er bara eins og það er. Þetta var bara mjög svekkjandi.“ „Ég var allavega ekki komin í þá stöðu sem ég átti að vera í þegar innkastið var tekið. Þannig að já, hún flautaði aðeins of snemma.“ Hún segir að þó þetta hafi ekki verið hennar maður sem skapaði markið þá hafi þetta klárlega haft áhrif á varnarleik Íslands. „Nei, en ég hefði getað tvöfaldað með bakverðinum á kantmanninn.“ Þrátt fyrir svekkelsið er Fanndís hins vegar ánægð með að vera mætt aftur í landsliðið eftir fimm ára fjarveru. „Það er bara frábært. Það er eins og maður hafi aldrei farið.“ Hún segir það þó ekki áhyggjuefni að íslenska liðið sé nú án sigurs í tíu leikjum í röð, þrátt fyrir að EM sé á næsta leyti. „Auðvitað vill maður alltaf vinna leiki. Það munaði litlu fannst mér á móti Noregi þar sem við hefðum getað verið 2-0 yfir í hálfleik og þá hefði staðan kannski orðið öðruvísi. En það er alltaf þetta ef og hefði. En ekkert áhyggjuefni.“ „Það er bara nýtt mót að byrja, sem er EM, og það er allt hægt þar. Við erum ekkert að pæla í því hvort það hafi verið sigur í síðasta leik eða ekki.“ Að lokum vildi Fanndís þó aðeins gera sér hóflegar vonir um það að vera í EM-hópnum. „Ég hef ekkert spjallað við hann (Þorstein Halldórsson, landsliðsþjálfara) um það. Ég held bara áfram að gera mitt og svo bara sjáum við til,“ sagði Fanndís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Fanndís kom inn af varamannabekknum þegar um stundarfjórðungur var eftir af leik kvöldsins, en hún var varla búin að koma sér í stöðu þegar fyrra mark Frakka kom. „Ég kom eiginlega inn á bara á sömu sekúndu og það var skorað. Ég var ekki almennilega komin í stöðu og ég var hálf hissa á að hún hafi flautað leikinn í gang á þessu mómenti,“ sagði Fanndís í viðtali við Ágúst Orra Arnarson í leikslok. „Hún á að leyfa manni að koma sér almennilega inn á völlinn, en það er bara eins og það er. Þetta var bara mjög svekkjandi.“ „Ég var allavega ekki komin í þá stöðu sem ég átti að vera í þegar innkastið var tekið. Þannig að já, hún flautaði aðeins of snemma.“ Hún segir að þó þetta hafi ekki verið hennar maður sem skapaði markið þá hafi þetta klárlega haft áhrif á varnarleik Íslands. „Nei, en ég hefði getað tvöfaldað með bakverðinum á kantmanninn.“ Þrátt fyrir svekkelsið er Fanndís hins vegar ánægð með að vera mætt aftur í landsliðið eftir fimm ára fjarveru. „Það er bara frábært. Það er eins og maður hafi aldrei farið.“ Hún segir það þó ekki áhyggjuefni að íslenska liðið sé nú án sigurs í tíu leikjum í röð, þrátt fyrir að EM sé á næsta leyti. „Auðvitað vill maður alltaf vinna leiki. Það munaði litlu fannst mér á móti Noregi þar sem við hefðum getað verið 2-0 yfir í hálfleik og þá hefði staðan kannski orðið öðruvísi. En það er alltaf þetta ef og hefði. En ekkert áhyggjuefni.“ „Það er bara nýtt mót að byrja, sem er EM, og það er allt hægt þar. Við erum ekkert að pæla í því hvort það hafi verið sigur í síðasta leik eða ekki.“ Að lokum vildi Fanndís þó aðeins gera sér hóflegar vonir um það að vera í EM-hópnum. „Ég hef ekkert spjallað við hann (Þorstein Halldórsson, landsliðsþjálfara) um það. Ég held bara áfram að gera mitt og svo bara sjáum við til,“ sagði Fanndís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn