Telja rúmensk glæpagengi smygla matarsendlum inn í Ósló Agnar Már Másson skrifar 4. júní 2025 17:24 Rúmenum og rúmenskum bílum flæðir inn í Noreg og lögreglu grunar að glæpahópar stundi mansal í Ósló og ráði fórnarlömbin sem matarsendla, m.a. hjá Wolt. Mynd úr safni. Mika Baumeister Lögrelan í Ósló óttast að rúmensk glæpagengi séu búin að leggja undir sig matarsendlamarkaðinn í borginni. Rúmenum sem koma til Noregs hefur snarfjölgað og lögreglan óttast að mögulega sé um mansal að ræða. Norska ríkisútvarpið hefur eftir lögreglumönnum að glæpagengi reyni ítrekað að ráða rúmenska matarsendla til sín í vinnu. Glæpahóparnir safni gjarnan persónuupplýsingum og setji upp reikninga í nafni sendla ýmist hjá Wolt eða Foodora. Sendlarnir fari síðan í hefðbundna sendiferðir en höfuðpaurarnir fái geitt megni teknanna. Lögreglan segir að svokallaðir „reddarar“ ráði til sín fólk gegnum samfélagsmiðla og taki á móti því þegar þeir koma til Noregs. „Þá fá þeir hjálp við að skaffa sér d-númeri [bráðabirgðakennitölu], heimilisfangi, bifreið eða notendaaðgang til að vinna á,“ útskýrir Lasse Johnsen hjá lögreglunni í Ósló, í samtali við NRK. Norski ríkismiðillin segist hafa fundið fjölda rúmenskra Facebook-hópa þar sem fólk kaupir, selur eða leigir út sendlareikninga hjá Wolt eða Foodora. Yfirleitt hafa höfuðpaurar yfirsjón með fjárstreymi og halda öllum laun eða hluta af launum sendlanna fyrir sig, að sögn lögreglu. „Hér eru þetta oft viðkvæmir hópar sem koma til landsins og eru misnotaðir,“ segir Johnsen lögreglumaður, sem staðfestir enn fremur að lögreglan líti á þetta sem skipulagða glæpastarfsemi. Samkvæmt könnun NRK voru 280 af nýjum reikningum hjá sendlafyrirtækjum árið 2024 sem höfðu rúmenska eigendur. Margir sendlar eru einnig skráðir á sama heimilisfang. Á einu heimilisfangi í Ósló eru 40 sendlar skráðir. Sum „venjuleg“ heimilisföng eru ekki einu sinni heimili, að sögn miðilsins. Til dæmis séu fjöldi þeirra skráð heimilisfang félagsheimilis Kirkjunnar við Tøyen í Ósló. Norska ríkisútvarpið ræddi einnig við „Alexandru“, sem vann sem sendill í Ósló í fyrra og lýsir löngum vöktum og lágum launum. Eftir að hafa unnið nær alla daga í tvo mánuði hafi hann fengið samtals um þúsund evrur greiddar, eða 146 þúsund íslenskar krónur. „Það var ein mannekja í Rúmeníu sem stýrði öllu og önnur í Ósló sem var „bækistöð“ hans,“ hefur NRK eftir „Alexandru“. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Norska ríkisútvarpið hefur eftir lögreglumönnum að glæpagengi reyni ítrekað að ráða rúmenska matarsendla til sín í vinnu. Glæpahóparnir safni gjarnan persónuupplýsingum og setji upp reikninga í nafni sendla ýmist hjá Wolt eða Foodora. Sendlarnir fari síðan í hefðbundna sendiferðir en höfuðpaurarnir fái geitt megni teknanna. Lögreglan segir að svokallaðir „reddarar“ ráði til sín fólk gegnum samfélagsmiðla og taki á móti því þegar þeir koma til Noregs. „Þá fá þeir hjálp við að skaffa sér d-númeri [bráðabirgðakennitölu], heimilisfangi, bifreið eða notendaaðgang til að vinna á,“ útskýrir Lasse Johnsen hjá lögreglunni í Ósló, í samtali við NRK. Norski ríkismiðillin segist hafa fundið fjölda rúmenskra Facebook-hópa þar sem fólk kaupir, selur eða leigir út sendlareikninga hjá Wolt eða Foodora. Yfirleitt hafa höfuðpaurar yfirsjón með fjárstreymi og halda öllum laun eða hluta af launum sendlanna fyrir sig, að sögn lögreglu. „Hér eru þetta oft viðkvæmir hópar sem koma til landsins og eru misnotaðir,“ segir Johnsen lögreglumaður, sem staðfestir enn fremur að lögreglan líti á þetta sem skipulagða glæpastarfsemi. Samkvæmt könnun NRK voru 280 af nýjum reikningum hjá sendlafyrirtækjum árið 2024 sem höfðu rúmenska eigendur. Margir sendlar eru einnig skráðir á sama heimilisfang. Á einu heimilisfangi í Ósló eru 40 sendlar skráðir. Sum „venjuleg“ heimilisföng eru ekki einu sinni heimili, að sögn miðilsins. Til dæmis séu fjöldi þeirra skráð heimilisfang félagsheimilis Kirkjunnar við Tøyen í Ósló. Norska ríkisútvarpið ræddi einnig við „Alexandru“, sem vann sem sendill í Ósló í fyrra og lýsir löngum vöktum og lágum launum. Eftir að hafa unnið nær alla daga í tvo mánuði hafi hann fengið samtals um þúsund evrur greiddar, eða 146 þúsund íslenskar krónur. „Það var ein mannekja í Rúmeníu sem stýrði öllu og önnur í Ósló sem var „bækistöð“ hans,“ hefur NRK eftir „Alexandru“.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira