Strandveiðisjómenn vilji aftur fá kvóta sem þeir hafi selt frá sér Bjarki Sigurðsson skrifar 5. júní 2025 23:15 Ólafur Adolfsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Sigurjón Dæmi eru um að strandveiðisjómenn séu aftur komnir með kvóta í hendurnar sem þeir höfðu selt dýrum dómum til útgerða. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins óttast að hlutirnir þróist þannig að strandveiðipotturinn stækki enn frekar. Strandveiðifrumvarp atvinnuvegaráðherra þykir gríðarlega umdeilt og fyrsta umræða um það hefur tekið tvo daga. Eftir rúma átta tíma af umræðum um málið í gær var þingfundi slitið korteri fyrir eitt í nótt. Það sem stjórnarandstöðunni líkar hvað verst við frumvarpið er að farið sé gegn ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um fiskveiðiheimildir. Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að umframaflinn muni skerða aflaheimildir næstu ára. Fjölmörg dæmi eru um strandveiðisjómenn sem áður áttu kvóta, en seldu hann síðan til útgerðanna á margar milljónir, að sögn Ólafs Adolfssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Með þessu fyrirkomulagi sé verið að að afhenda söluaðilanum kvótann aftur endurgjaldslaust, á kostnað þess sem keypti hann. „Ég ætla að segja að það er væntanlega ekki ánægja hjá þeim sem hafa keypt kvótann af þessum aðilum, að mæta þeim síðan þar sem þeir eru að krefjast viðbótarkvóta. Og eru í rauninni að gera kröfu um að fá til baka það sem þeir voru að selja,“ segir Ólafur. Hann telur frumvarp atvinnuvegaráðherra gallað. „Hún hefur vísað til þess að þetta verði tekið úr 5,3 prósent pottinum. En enga síður hafa þau einnig boðað að það verði ekki skerðingar til dæmis á almenna byggðakvótanum, sértæka byggðakvótanum eða á rækju- og skelbátum. Þá spyr maður sig, hvaðan á þessi fiskur að koma?“ spyr Ólafur. Verði 48 daga kerfinu haldið áfram verði áhugi fólks á að taka þátt í strandveiðum meiri. „Það er öllum ljóst að það þýðir bara aukin veiði hjá þessum hópi. Það verður að sækja það einhvers staðar, það er þá væntanlega af heildarkvótanum,“ segir Ólafur. Strandveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Hafið Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Strandveiðifrumvarp atvinnuvegaráðherra þykir gríðarlega umdeilt og fyrsta umræða um það hefur tekið tvo daga. Eftir rúma átta tíma af umræðum um málið í gær var þingfundi slitið korteri fyrir eitt í nótt. Það sem stjórnarandstöðunni líkar hvað verst við frumvarpið er að farið sé gegn ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um fiskveiðiheimildir. Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að umframaflinn muni skerða aflaheimildir næstu ára. Fjölmörg dæmi eru um strandveiðisjómenn sem áður áttu kvóta, en seldu hann síðan til útgerðanna á margar milljónir, að sögn Ólafs Adolfssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Með þessu fyrirkomulagi sé verið að að afhenda söluaðilanum kvótann aftur endurgjaldslaust, á kostnað þess sem keypti hann. „Ég ætla að segja að það er væntanlega ekki ánægja hjá þeim sem hafa keypt kvótann af þessum aðilum, að mæta þeim síðan þar sem þeir eru að krefjast viðbótarkvóta. Og eru í rauninni að gera kröfu um að fá til baka það sem þeir voru að selja,“ segir Ólafur. Hann telur frumvarp atvinnuvegaráðherra gallað. „Hún hefur vísað til þess að þetta verði tekið úr 5,3 prósent pottinum. En enga síður hafa þau einnig boðað að það verði ekki skerðingar til dæmis á almenna byggðakvótanum, sértæka byggðakvótanum eða á rækju- og skelbátum. Þá spyr maður sig, hvaðan á þessi fiskur að koma?“ spyr Ólafur. Verði 48 daga kerfinu haldið áfram verði áhugi fólks á að taka þátt í strandveiðum meiri. „Það er öllum ljóst að það þýðir bara aukin veiði hjá þessum hópi. Það verður að sækja það einhvers staðar, það er þá væntanlega af heildarkvótanum,“ segir Ólafur.
Strandveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Hafið Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira