Klóra sér í kollinum yfir stórri reikistjörnu á braut um litla stjörnu Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2025 10:49 Teikning listamanns af gasrisanum á braut um rauða dverginn TOI-6894. Parið er í stjörnumerkinu ljóninu, um 240 ljósárum frá jörðinni. Rannsóknir á því voru gerðar með TESS-geimsjónauka NASA og VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO). Háskólinn í Warwick Stjörnufræðingar gætu þurft að endurskoða hugmyndir sínar um hvernig reikistjörnur myndast eftir að þeir uppgötvuðu stóra reikistjörnu á braut um litla stjörnu. Stjarnan er sú minnsta sem vitað er til að hýsi svo stóra reikistjörnu. Fram að þessu hefur tilgáta stjarnfræðinga um reikistjörnumyndun verið sú að í kringum litlar stjörnur sé ekki nægilegur efniviður til þess að stærri reikistjörnur nái að myndast. Því ættu aðeins reikistjörnur á stærð við jörðina eða Mars að finnast í kringum smærri stjörnur. Því kom uppgötvunin á gasrisa á stærð við Satúrnus á braut um rauðu dvergstjörnuna TOI-6894 þeim verulega á óvart. Móðurstjarnan er fjörutíu prósent minni en minnstu stjörnurnar með stórar reikistjörnur sem vitað var um áður. Hún hefur um fimmtung af massa sólarinnar okkar en um 250 sinnum daufari. „Þessi uppgötvun vekur þá spurningu hvernig svona lítil stjarna getur hýst svo stóra reikistjörnu og við eigum eftir að svara henni,“ segir Edward Bryant, stjörnufræðingur við Háskólann í Warwick á Englandi og aðalhöfundur greinar um uppgötvunina, við Reuters-fréttastofuna. Gasrisar í Vetrarbrautinni gætu verið mun fleiri en talið var Gasrisinn sem gengur um TOI-6894 er aðeins stærri að þvermáli en Satúrnus en nokkuð minni en Júpíter. Hann er hins vegar mun massaminni en þessir tveir risar sólkerfisins okkar, með um 56 prósent af massa Satúrnusar en aðeins sautján prósent af massa Júpíters. Árið á reikistjörnunni er aðeins þrír dagar en hún er um fjörutíu sinnum nær móðurstjörnu sinni en jörðin er við sólina. Þótt að heitt sé við yfirborð reikistjörnunnar fellur hún þó ekki undir skilgreiningu á svonefndum heitum Júpíterum, gasrisum sem ganga þétt utan um móðurstjörnur sínar. Bryant segir að uppgötvunin þýði að mun fleiri gasrisar gætu verið í Vetrarbrautinni en áður var talið enda eru rauðar dvergstjörnur þær algengustu í henni. „Þessar niðurstöður gefa til kynna að jafnvel minnstu stjörnurnar í alheiminum geti í sumum tilfellum myndað mjög stórar reikistjörnur. Þetta þvingar okkur til þess að hugsa upp á nýtt sum líkön okkar um reikistjörnumyndun,“ segir Vincent Van Eylen frá Mullard-geimvísisindarannsóknarstofu University College í London og einn meðhöfundanna greinarinnar um rannsóknina. Til stendur að rannsaka efnasamsetningu reikistjörnunnar með James Webb-geimsjónaukanum á næsta ári. Bryant segist reikna með að hún sé með risavaxninn kjarna en gaslögin utan um hann séu aðallega úr vetni og helíni. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Fjarreikistjarna sem er að gufa upp og skilur eftir sig hala utan um móðurstjörnu sína er sögð gefa vísindamönnum einstakt tækifæri til þess að rannsaka efnasamsetningu bergreikistjarna. Aðeins örfáar deyjandi reikistjörnur af þessu tagi hafa fundist til þessa. 23. apríl 2025 14:27 Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Skotvindur á fjarlægri fjarreikistjörnu er sá sterkasti sem nokkru sinni hefur mælst, yfir níu kílómetrar á sekúndu. Ný tækni er sögð gera stjörnufræðingum kleift að gera nákvæmari athuganir á veðri á fjarreikistjörnum á næstu árum. 21. janúar 2025 13:03 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Fram að þessu hefur tilgáta stjarnfræðinga um reikistjörnumyndun verið sú að í kringum litlar stjörnur sé ekki nægilegur efniviður til þess að stærri reikistjörnur nái að myndast. Því ættu aðeins reikistjörnur á stærð við jörðina eða Mars að finnast í kringum smærri stjörnur. Því kom uppgötvunin á gasrisa á stærð við Satúrnus á braut um rauðu dvergstjörnuna TOI-6894 þeim verulega á óvart. Móðurstjarnan er fjörutíu prósent minni en minnstu stjörnurnar með stórar reikistjörnur sem vitað var um áður. Hún hefur um fimmtung af massa sólarinnar okkar en um 250 sinnum daufari. „Þessi uppgötvun vekur þá spurningu hvernig svona lítil stjarna getur hýst svo stóra reikistjörnu og við eigum eftir að svara henni,“ segir Edward Bryant, stjörnufræðingur við Háskólann í Warwick á Englandi og aðalhöfundur greinar um uppgötvunina, við Reuters-fréttastofuna. Gasrisar í Vetrarbrautinni gætu verið mun fleiri en talið var Gasrisinn sem gengur um TOI-6894 er aðeins stærri að þvermáli en Satúrnus en nokkuð minni en Júpíter. Hann er hins vegar mun massaminni en þessir tveir risar sólkerfisins okkar, með um 56 prósent af massa Satúrnusar en aðeins sautján prósent af massa Júpíters. Árið á reikistjörnunni er aðeins þrír dagar en hún er um fjörutíu sinnum nær móðurstjörnu sinni en jörðin er við sólina. Þótt að heitt sé við yfirborð reikistjörnunnar fellur hún þó ekki undir skilgreiningu á svonefndum heitum Júpíterum, gasrisum sem ganga þétt utan um móðurstjörnur sínar. Bryant segir að uppgötvunin þýði að mun fleiri gasrisar gætu verið í Vetrarbrautinni en áður var talið enda eru rauðar dvergstjörnur þær algengustu í henni. „Þessar niðurstöður gefa til kynna að jafnvel minnstu stjörnurnar í alheiminum geti í sumum tilfellum myndað mjög stórar reikistjörnur. Þetta þvingar okkur til þess að hugsa upp á nýtt sum líkön okkar um reikistjörnumyndun,“ segir Vincent Van Eylen frá Mullard-geimvísisindarannsóknarstofu University College í London og einn meðhöfundanna greinarinnar um rannsóknina. Til stendur að rannsaka efnasamsetningu reikistjörnunnar með James Webb-geimsjónaukanum á næsta ári. Bryant segist reikna með að hún sé með risavaxninn kjarna en gaslögin utan um hann séu aðallega úr vetni og helíni.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Fjarreikistjarna sem er að gufa upp og skilur eftir sig hala utan um móðurstjörnu sína er sögð gefa vísindamönnum einstakt tækifæri til þess að rannsaka efnasamsetningu bergreikistjarna. Aðeins örfáar deyjandi reikistjörnur af þessu tagi hafa fundist til þessa. 23. apríl 2025 14:27 Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Skotvindur á fjarlægri fjarreikistjörnu er sá sterkasti sem nokkru sinni hefur mælst, yfir níu kílómetrar á sekúndu. Ný tækni er sögð gera stjörnufræðingum kleift að gera nákvæmari athuganir á veðri á fjarreikistjörnum á næstu árum. 21. janúar 2025 13:03 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Fjarreikistjarna sem er að gufa upp og skilur eftir sig hala utan um móðurstjörnu sína er sögð gefa vísindamönnum einstakt tækifæri til þess að rannsaka efnasamsetningu bergreikistjarna. Aðeins örfáar deyjandi reikistjörnur af þessu tagi hafa fundist til þessa. 23. apríl 2025 14:27
Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Skotvindur á fjarlægri fjarreikistjörnu er sá sterkasti sem nokkru sinni hefur mælst, yfir níu kílómetrar á sekúndu. Ný tækni er sögð gera stjörnufræðingum kleift að gera nákvæmari athuganir á veðri á fjarreikistjörnum á næstu árum. 21. janúar 2025 13:03