Þungi færist í árásir Rússa: „Þetta er orðið partur af okkar lífi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. júní 2025 14:27 Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og blaðamaður er búsettur í Úkraínu. Vísir/Elín Margrét Íslendingur í Kænugarði hefur ekki farið varhluta af auknum þunga árásum Rússa á borgina undanfarna daga. Árás Rússa á Kænugarð í Úkraínu í nótt var ein sú harðasta frá upphafi stríðsins. Hundruð dróna ullu skemmdum í sjö af tíu hverfum borgarinnar, og þá féllu tveir í árásum Rússa í Odessa. Rússar skutu yfir þrjú hundruð drónum og fleiri gerðum sprengja á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu í nótt. Þessu eru íbúar borgarinnar nokkuð vanir en í nótt voru sprengjurnar fleiri og lætin meiri en oft áður. Óskar Hallgrímsson blaðamaður sem búsettur er í Kænugarði fór ekki varhluta af þessu en hann og konan hans hafa jafnvel varið nóttinni inni á baðherbergi til að vera fjarri gluggum. Öflugar loftvarnir lykilatriði Nýtt met hafi verið slegið í árásum á Kænugarð nær daglega síðustu daga, ekki síður í framhaldi af árás Úkraínuhers á herflugvelli í byrjun mánaðar. „Þeir virðast geta framleitt mikið magn af þessum fyrrum írönsku drónum, en núna eiginlega alfarið rússneskir drónar sem voru kallaðir Shahed, nú eru þeir kallaðir GERAN-2, rússneska útgáfan,“ segir Óskar. „Þeir virðast geta framleitt mjög mikið magn af þeim, miðað við magnið sem þeir senda inn til Úkraínu. Núna yfir helgina og þá væntanlega með gærdeginum erum við að tala um alla veganna þúsund mismunandi fljúgandi hluti, hvort sem það eru skotflaugar, stýriflaugar eða drónar sem að eru að fljúga inn fyrir landamæri Úkraínu.“ Drónarnir séu alltaf að verða fullkomnari og þrátt fyrir að aukinn þungi hafi færst í árásir að undanförnu hafa loftvarnir í Kænugarði haldist nokkuð sterkar. Til að mynda hafi tilkoma eftirlitsflugvélar frá Saab í Svíþjóð hjálpað mikið til við að bera kennsl á hættuna og staðsetja flýgildi óvinarins svo auðveldara sé að skjóta þau niður. „Þú getur séð töluna, hún er að hækka hvað valdar fjölda dróna og hlutir sem eru sendir inn. En á móti kemur að í hverri árás þá er, miðað við töluna, mjög lítið um mannfall, og nánast ekki neitt, ég held að enginn hafi dáið í Kíev í nótt til dæmis,“ segir Óskar. Svefnleysið venjist aldrei Önnur áhrif þessa geri borgarbúum þó lífið einnig erfitt. „Þetta er bara orðið partur af okkar lífi, en eitthvað sem þú getur ekki vanist er að sofa fjóra, fimm tíma margar nætur í röð. Það er bara eitthvað sem maður getur ekki vanist. Maður finnur virkilega fyrir því að svefnleysið er gífurlega erfitt.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku? Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira
Rússar skutu yfir þrjú hundruð drónum og fleiri gerðum sprengja á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu í nótt. Þessu eru íbúar borgarinnar nokkuð vanir en í nótt voru sprengjurnar fleiri og lætin meiri en oft áður. Óskar Hallgrímsson blaðamaður sem búsettur er í Kænugarði fór ekki varhluta af þessu en hann og konan hans hafa jafnvel varið nóttinni inni á baðherbergi til að vera fjarri gluggum. Öflugar loftvarnir lykilatriði Nýtt met hafi verið slegið í árásum á Kænugarð nær daglega síðustu daga, ekki síður í framhaldi af árás Úkraínuhers á herflugvelli í byrjun mánaðar. „Þeir virðast geta framleitt mikið magn af þessum fyrrum írönsku drónum, en núna eiginlega alfarið rússneskir drónar sem voru kallaðir Shahed, nú eru þeir kallaðir GERAN-2, rússneska útgáfan,“ segir Óskar. „Þeir virðast geta framleitt mjög mikið magn af þeim, miðað við magnið sem þeir senda inn til Úkraínu. Núna yfir helgina og þá væntanlega með gærdeginum erum við að tala um alla veganna þúsund mismunandi fljúgandi hluti, hvort sem það eru skotflaugar, stýriflaugar eða drónar sem að eru að fljúga inn fyrir landamæri Úkraínu.“ Drónarnir séu alltaf að verða fullkomnari og þrátt fyrir að aukinn þungi hafi færst í árásir að undanförnu hafa loftvarnir í Kænugarði haldist nokkuð sterkar. Til að mynda hafi tilkoma eftirlitsflugvélar frá Saab í Svíþjóð hjálpað mikið til við að bera kennsl á hættuna og staðsetja flýgildi óvinarins svo auðveldara sé að skjóta þau niður. „Þú getur séð töluna, hún er að hækka hvað valdar fjölda dróna og hlutir sem eru sendir inn. En á móti kemur að í hverri árás þá er, miðað við töluna, mjög lítið um mannfall, og nánast ekki neitt, ég held að enginn hafi dáið í Kíev í nótt til dæmis,“ segir Óskar. Svefnleysið venjist aldrei Önnur áhrif þessa geri borgarbúum þó lífið einnig erfitt. „Þetta er bara orðið partur af okkar lífi, en eitthvað sem þú getur ekki vanist er að sofa fjóra, fimm tíma margar nætur í röð. Það er bara eitthvað sem maður getur ekki vanist. Maður finnur virkilega fyrir því að svefnleysið er gífurlega erfitt.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku? Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira