Tryggði sig á heimsleikana en endaði á sjúkrahúsi tveimur dögum síðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2025 08:30 Alex Gazan er komin með farseðilinn á heimsleikana en nú er spurning hvort hún geti keppt. @alexgazan_ CrossFit konan Alex Gazan er ein af fáum sem hafa tryggt sig inn á heimsleikana í CrossFit en heppnin var hins vegar ekki með henni tveimur dögum eftir að farseðillinn á leikana var tryggður. Umboðsmaður Alex Gazan er Íslendingurinn Snorri Barón Jónsson og hann sendi skjólstæðingi sínum baráttukveðjur eftir færslu hennar á samfélagsmiðlum. Snorri Barón Jónsson sendi Alex Gazan kveðju.@snorribaron Alex Gazan tryggði sér sæti á heimsleikunum með því að standa sig frábærlega og vinna NorCal Classic undanúrslitamótið um síðustu helgi. Aðeins tveimur dögum síðar lenti hún í bílslysi með eiginmanni sínum Jake. Gazan fótbrotnaði í slysinu og þessi meiðsli eru líkleg til að koma í veg fyrir að hún verði með á heimsleikunum í ágúst. Það eru bara tveir mánuðir í leikana og ólíklegt að hún verði búin að ná sér og komin í keppnisform þá. Þetta er auðvitað mjög svekkjandi fyrir hana enda búin að sýna og sanna að hún er í frábæru formi þessi misserin. Þetta hefði samt getað farið mun verr og það er því líka hægt að horfa á björtu hliðarnar líka. Gazan sagði frá slysinu á samfélagsmiðlum eins og lesa má hér fyrir neðan. „Það sem byrjaði sem skemmtilegt ferðalag breyttist fljótt í mína mest ógnvekjandi lífsreynslu,“ skrifaði Alex Gazan. „Ég þakka guði fyrir að vera enn á lífi og hvernig hann passaði upp á okkur því þetta hefði auðveldlega verið banaslys. Ég og Jake erum í lagi og útskrifuð af spítalanum,“ skrifaði Gazan. „Ég er með lítið brot í dálkinum og fóturinn er líka mjög mikið bólginn. Það voru líka glerbrot þar gler á ekki að vera. Ég vonast samt eftir að ná sér sem fyrst og að ég geti aftur farið að gera það ég elska mest að gera,“ skrifaði Gazan. Það er kostnaðarsamt að enda á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum og hún biðlar því til þeirra góðhjörtuðu sem geta styrkt þau skötuhjúin í því að borga sjúkrahúsreikninga sína. Þeir sem hafa áhuga geta styrkt þau hér. View this post on Instagram A post shared by Alex Gazan (@alexgazan_) CrossFit Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sjá meira
Umboðsmaður Alex Gazan er Íslendingurinn Snorri Barón Jónsson og hann sendi skjólstæðingi sínum baráttukveðjur eftir færslu hennar á samfélagsmiðlum. Snorri Barón Jónsson sendi Alex Gazan kveðju.@snorribaron Alex Gazan tryggði sér sæti á heimsleikunum með því að standa sig frábærlega og vinna NorCal Classic undanúrslitamótið um síðustu helgi. Aðeins tveimur dögum síðar lenti hún í bílslysi með eiginmanni sínum Jake. Gazan fótbrotnaði í slysinu og þessi meiðsli eru líkleg til að koma í veg fyrir að hún verði með á heimsleikunum í ágúst. Það eru bara tveir mánuðir í leikana og ólíklegt að hún verði búin að ná sér og komin í keppnisform þá. Þetta er auðvitað mjög svekkjandi fyrir hana enda búin að sýna og sanna að hún er í frábæru formi þessi misserin. Þetta hefði samt getað farið mun verr og það er því líka hægt að horfa á björtu hliðarnar líka. Gazan sagði frá slysinu á samfélagsmiðlum eins og lesa má hér fyrir neðan. „Það sem byrjaði sem skemmtilegt ferðalag breyttist fljótt í mína mest ógnvekjandi lífsreynslu,“ skrifaði Alex Gazan. „Ég þakka guði fyrir að vera enn á lífi og hvernig hann passaði upp á okkur því þetta hefði auðveldlega verið banaslys. Ég og Jake erum í lagi og útskrifuð af spítalanum,“ skrifaði Gazan. „Ég er með lítið brot í dálkinum og fóturinn er líka mjög mikið bólginn. Það voru líka glerbrot þar gler á ekki að vera. Ég vonast samt eftir að ná sér sem fyrst og að ég geti aftur farið að gera það ég elska mest að gera,“ skrifaði Gazan. Það er kostnaðarsamt að enda á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum og hún biðlar því til þeirra góðhjörtuðu sem geta styrkt þau skötuhjúin í því að borga sjúkrahúsreikninga sína. Þeir sem hafa áhuga geta styrkt þau hér. View this post on Instagram A post shared by Alex Gazan (@alexgazan_)
CrossFit Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sjá meira