Hundrað ára afmæli bílsins í uppnámi eftir brunann Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2025 22:25 Bíllinn verður hundrað ára gamall 2. júlí 2026. Talsverðar skemmdir urðu á honum í brunanum. Facebook Níutíu og níu ára gamall bíll brann þegar eldur kviknaði í bílskúr á Álftanesi á þriðjudag. Eigandi hugðist halda upp á hundrað ára afmæli bílsins í júlí á næsta ári en er þó ekki alveg tilbúinn að afskrifa hann. Bragi Guðmundsson lýsir því í samtali við fréttastofu hvernig bilskúrshurðarkerfi í húsinu hans bilaði og gaf frá sér neista með þeim afleiðingum að eldur kviknaði í skúrnum. „Slökkviliðið barðist við eldinn, við horfðum dofin á, þetta var óraunverulegt.“ Flest hafi brunnið sem gat brunnið, þar með talið tilfinningalegir munir. Einn þeirra muna sé 99 ára gamall Austin bíll sem Bragi keypti árið 2005. Nostraði við bílinn kvöldið áður „Ég sá hann auglýstan úti í Ameríku og flutti hann heim. Ég tók hann í sundur, niður í ekki neitt og skrúfaði hann upp. Ég á í honum hverja skrúfu ásamt vinum mínum og vandamönnum,“ segir Bragi í samtali við fréttastofu. Tuttugu árum síðar hafi bíllinn enn verið í notkun. Iðulega hafi hann dregið hann fram og montað sig af honum í góðu veðri. „Farið með frúna, fengið ís og notið þess að eiga hann,“ segir Bragi. Bragi tók bílinn í sundur og gerði hann upp frá grunni eftir að hann keypti hann. Facebook „Ég ók dóttur mína í kirkjuna á honum þegar hún gifti sig. Og tengdasonur minn ók hana frá kirkjunni, dómkirkjunni. Á fallegasta degi sumarsins í júlí 2008.“ Fjölskylda hans eigi því rík tilfinningaleg tengsl við bílinn. Hann hafði nostrað við að bóna og undirbúa bílinn fyrir rúnta sumarsins kvöldið fyrir brunann. Til stóð að taka rúnt á 17. júní og mögulega eitthvað síðar í sumar. „En nú verður ekkert úr því,“ segir Bragi, sem þó er ekki tilbúinn að gefa hann upp á bátinn ennþá. „Ég ætla ekki að afskrifa hann alveg strax, þó það verði kannski í annarri mynd. Ég ætla að gefa honum annan séns. Hann er hluti af fjölskyldunni.“ Bragi segir allt sem gat brunnið hafa brunnið.Facebook Sem fyrr segir bíllinn 99 ára gamall. Eftir rúmt ár, 2. júlí 2026, verður bíllinn hundrað ára gamall. Bragi segir afmælisveislu þegar hafa verið í farvatninu, dagsetningin sé honum sérlega persónuleg þar sem um afmælisdag móður hans ræðir. „Þetta er að sjálfsögðu mikið tilfinningamál. Það reiknar auðvitað enginn með því að það kvikni í hjá sér. En þetta er engum að kenna og ekkert sem við gátum gert.“ Bílar Slökkvilið Garðabær Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Bragi Guðmundsson lýsir því í samtali við fréttastofu hvernig bilskúrshurðarkerfi í húsinu hans bilaði og gaf frá sér neista með þeim afleiðingum að eldur kviknaði í skúrnum. „Slökkviliðið barðist við eldinn, við horfðum dofin á, þetta var óraunverulegt.“ Flest hafi brunnið sem gat brunnið, þar með talið tilfinningalegir munir. Einn þeirra muna sé 99 ára gamall Austin bíll sem Bragi keypti árið 2005. Nostraði við bílinn kvöldið áður „Ég sá hann auglýstan úti í Ameríku og flutti hann heim. Ég tók hann í sundur, niður í ekki neitt og skrúfaði hann upp. Ég á í honum hverja skrúfu ásamt vinum mínum og vandamönnum,“ segir Bragi í samtali við fréttastofu. Tuttugu árum síðar hafi bíllinn enn verið í notkun. Iðulega hafi hann dregið hann fram og montað sig af honum í góðu veðri. „Farið með frúna, fengið ís og notið þess að eiga hann,“ segir Bragi. Bragi tók bílinn í sundur og gerði hann upp frá grunni eftir að hann keypti hann. Facebook „Ég ók dóttur mína í kirkjuna á honum þegar hún gifti sig. Og tengdasonur minn ók hana frá kirkjunni, dómkirkjunni. Á fallegasta degi sumarsins í júlí 2008.“ Fjölskylda hans eigi því rík tilfinningaleg tengsl við bílinn. Hann hafði nostrað við að bóna og undirbúa bílinn fyrir rúnta sumarsins kvöldið fyrir brunann. Til stóð að taka rúnt á 17. júní og mögulega eitthvað síðar í sumar. „En nú verður ekkert úr því,“ segir Bragi, sem þó er ekki tilbúinn að gefa hann upp á bátinn ennþá. „Ég ætla ekki að afskrifa hann alveg strax, þó það verði kannski í annarri mynd. Ég ætla að gefa honum annan séns. Hann er hluti af fjölskyldunni.“ Bragi segir allt sem gat brunnið hafa brunnið.Facebook Sem fyrr segir bíllinn 99 ára gamall. Eftir rúmt ár, 2. júlí 2026, verður bíllinn hundrað ára gamall. Bragi segir afmælisveislu þegar hafa verið í farvatninu, dagsetningin sé honum sérlega persónuleg þar sem um afmælisdag móður hans ræðir. „Þetta er að sjálfsögðu mikið tilfinningamál. Það reiknar auðvitað enginn með því að það kvikni í hjá sér. En þetta er engum að kenna og ekkert sem við gátum gert.“
Bílar Slökkvilið Garðabær Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira