Gefðu blóð, gefðu von: saman björgum við lífum Davíð Stefán Guðmundsson skrifar 14. júní 2025 15:01 Þann 14. júní ár hvert sameinast heimurinn í að fagna Alþjóðlega blóðgjafadeginum. Á þeim degi er þakklæti sýnt þeim sem gefa blóð af fúsum og frjálsum vilja. Dagurinn er einnig nýttur til að vekja athygli á brýnni þörf fyrir fjölgun á blóðgjöfum. Þema dagsins í ár er: „Gefðu blóð, gefðu von: saman björgum við lífum“og undirstrikar það mikilvægi þess að blóðgjafar bjarga mannslífum og mikilvægi samfélagslegrar samstöðu. Af hverju skiptir blóðgjöf máli? – Hver dropi telur Blóðgjöf er ein af undirstöðum heilbrigðiskerfisins og gegnir lykilhlutverki við: Lífshættulegar aðgerðir Krabbameinsmeðferðir Bráðatilvik tengd fæðingum Meðhöndlun nýbura og langveikra sjúklinga Slys, náttúruhamfarir og neyðartilvik Blóðgjöfum fækkar – en þörfin eykst Á hverjum degi þarf Blóðbankinn um 70 blóðgjafa til að tryggja mikilvægar undirstöður í íslensku heilbrigðiskerfi. Á hverju ári þarf Blóðbankinn um 2.000 nýja blóðgjafa - en aðeins einu sinni á síðustu 5 árum hafa nýir blóðgjafar náð 2.000. Blóðgjöfum er því að fækka á Íslandi, en við ætlum að breyta því með þinni hjálp. Með hærri meðalaldri þjóðarinnar eykst þörfin stöðugt. Við verðum að tryggja nægilegt framboð af heilbrigðum og virkum blóðgjöfum til framtíðar. Brýn þörf fyrir fleiri konur og ungt fólk í blóðgjöf Vilt þú gerast blóðgjafi ? Við erum sérstaklega að leita að einstaklingum sem eru 18 ára og eldri og langar að láta gott af sér leiða. Konur eru sérstaklega velkomnar í hópinn, en á Íslandi eru einungis um 30% blóðgjafa konur. Þetta er mun lægra hlutfall en á öðrum Norðurlöndum - vilt þú hjálpa okkur að breyta því ? Hraustir og heilbrigðir einstaklingar frá 18 ára aldri eru hvattir til að gerast blóðgjafar. Það hefur aldrei verið auðveldara að gerast blóðgjafi Með samstarfi Blóðgjafafélags Íslands, Blóðbankans, Landspítala og Noona.is hefur aldrei verið einfaldara að gerast blóðgjafi : Farðu á Noona.is eða opnaðu Noona-appið Leitaðu að Blóðbankinn Reykjavík eða Akureyri Veldu dag og tíma Sýni tekið og ef öll blóðgildi og heilsufar eru í lagi hefur þú tekið fyrsta skrefið í að bjarga mannslífum Einnig er hægt að mæta í fyrstu sýnatöku í Blóðbankann á Snorrabraut (543 5500), í Blóðbankann á Glerártorgi (5435560) eða í Blóðbankabílinn. Við þurfum á þér að halda – aftur og aftur Blóðgjöf tekur stuttan tíma en bjargar lífum. Af hverju ekki að gera blóðgjöf hluta af þínum lífsstíl ?. Hvernig getur þú lagt þitt af mörkum í dag? Gefðu blóð – einn skammtur getur bjargað allt að þremur lífum. Hvettu aðra – sérstaklega konur og ungt fólk. Skipuleggðu hópgjöf með vinnustað eða vinum. Deildu þinni sögu – hvetur aðra til dáða. Saman björgum við lífum Hvort sem þú ert að gefa í fyrsta skipti eða ert reglulegur gjafi, þá er blóðgjöf tákn um samfélagslega samstöðu og von. Komdu í hópinn, þú veist aldrei hvenær þú eða einhver nákominn þér þarf á blóðgjöf að halda. Ekki bíða. Skráðu þig í dag. Hvettu aðra. Saman björgum við lífum. Höfundur er formaður Blóðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðgjöf Góðverk Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 14. júní ár hvert sameinast heimurinn í að fagna Alþjóðlega blóðgjafadeginum. Á þeim degi er þakklæti sýnt þeim sem gefa blóð af fúsum og frjálsum vilja. Dagurinn er einnig nýttur til að vekja athygli á brýnni þörf fyrir fjölgun á blóðgjöfum. Þema dagsins í ár er: „Gefðu blóð, gefðu von: saman björgum við lífum“og undirstrikar það mikilvægi þess að blóðgjafar bjarga mannslífum og mikilvægi samfélagslegrar samstöðu. Af hverju skiptir blóðgjöf máli? – Hver dropi telur Blóðgjöf er ein af undirstöðum heilbrigðiskerfisins og gegnir lykilhlutverki við: Lífshættulegar aðgerðir Krabbameinsmeðferðir Bráðatilvik tengd fæðingum Meðhöndlun nýbura og langveikra sjúklinga Slys, náttúruhamfarir og neyðartilvik Blóðgjöfum fækkar – en þörfin eykst Á hverjum degi þarf Blóðbankinn um 70 blóðgjafa til að tryggja mikilvægar undirstöður í íslensku heilbrigðiskerfi. Á hverju ári þarf Blóðbankinn um 2.000 nýja blóðgjafa - en aðeins einu sinni á síðustu 5 árum hafa nýir blóðgjafar náð 2.000. Blóðgjöfum er því að fækka á Íslandi, en við ætlum að breyta því með þinni hjálp. Með hærri meðalaldri þjóðarinnar eykst þörfin stöðugt. Við verðum að tryggja nægilegt framboð af heilbrigðum og virkum blóðgjöfum til framtíðar. Brýn þörf fyrir fleiri konur og ungt fólk í blóðgjöf Vilt þú gerast blóðgjafi ? Við erum sérstaklega að leita að einstaklingum sem eru 18 ára og eldri og langar að láta gott af sér leiða. Konur eru sérstaklega velkomnar í hópinn, en á Íslandi eru einungis um 30% blóðgjafa konur. Þetta er mun lægra hlutfall en á öðrum Norðurlöndum - vilt þú hjálpa okkur að breyta því ? Hraustir og heilbrigðir einstaklingar frá 18 ára aldri eru hvattir til að gerast blóðgjafar. Það hefur aldrei verið auðveldara að gerast blóðgjafi Með samstarfi Blóðgjafafélags Íslands, Blóðbankans, Landspítala og Noona.is hefur aldrei verið einfaldara að gerast blóðgjafi : Farðu á Noona.is eða opnaðu Noona-appið Leitaðu að Blóðbankinn Reykjavík eða Akureyri Veldu dag og tíma Sýni tekið og ef öll blóðgildi og heilsufar eru í lagi hefur þú tekið fyrsta skrefið í að bjarga mannslífum Einnig er hægt að mæta í fyrstu sýnatöku í Blóðbankann á Snorrabraut (543 5500), í Blóðbankann á Glerártorgi (5435560) eða í Blóðbankabílinn. Við þurfum á þér að halda – aftur og aftur Blóðgjöf tekur stuttan tíma en bjargar lífum. Af hverju ekki að gera blóðgjöf hluta af þínum lífsstíl ?. Hvernig getur þú lagt þitt af mörkum í dag? Gefðu blóð – einn skammtur getur bjargað allt að þremur lífum. Hvettu aðra – sérstaklega konur og ungt fólk. Skipuleggðu hópgjöf með vinnustað eða vinum. Deildu þinni sögu – hvetur aðra til dáða. Saman björgum við lífum Hvort sem þú ert að gefa í fyrsta skipti eða ert reglulegur gjafi, þá er blóðgjöf tákn um samfélagslega samstöðu og von. Komdu í hópinn, þú veist aldrei hvenær þú eða einhver nákominn þér þarf á blóðgjöf að halda. Ekki bíða. Skráðu þig í dag. Hvettu aðra. Saman björgum við lífum. Höfundur er formaður Blóðgjafafélags Íslands.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun