Dóttirin talar íslensku: Í úrslitum NBA og meira tengd Íslandi en áður Aron Guðmundsson skrifar 17. júní 2025 12:00 Jenny, sem varð Íslandsmeistari á sínum tíma með Keflavík, stendur nú í ströngu með liði Indiana Pacers í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar. Vísir/Samsett mynd Íslandsmeistari með kvennaliði Keflavíkur í körfubolta árið 1998 stendur þessa dagana í ströngu með liði sínu í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar vestanhafs og er tveimur sigurleikjum frá NBA meistaratitlinum. Hún segir tengingu sína við Ísland sterkari en nokkru sinni áður. Jenny Boucek endaði sinn feril sem leikmaður með liði Keflavíkur vorið 1998 en með Jenny innanborðs varð Keflavík bæði Íslands- og bikarmeistari. Síðan þá hefur hún fetað veg þjálfarans, meðal annars í sterkustu kvennadeild í heimi, WNBA deildinni og svo í NBA deildinni sem aðstoðarþjálfari liða á borð við Sacramento Kings, Dallas Mavericks og nú Indiana Pacers undir stjórn Rick Carlisle en Indiana er nú aðeins tveimur leikjum frá NBA meistaratitlinum. Tenging Jenny við Ísland hefur haldist sterk síðan að hún lék hér á landi og þá einkum í gegnum keflvísku goðsagnirnar og hjónin Fal Harðarson og Margréti Sturlaugsdóttur sem og dætur þeirra, tenging sem dóttir Jenny nýtur góðs af. „Ég er meira tengd Íslandi núna en nokkru sinni áður. Þetta er mitt annað heimaland. Ég held haldið sambandi og vinaböndum með meirihluta minna fyrrverandi liðsfélaga,“ segir Jenny í viðtali við Hörð Unnsteinsson hjá íþróttadeild Sýnar sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Íslandsmeistari í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar „Dóttir mín hefur lært Íslensku frá því að hún var mánaðargömul eða frá því að dætur Fals og Margrétar komu til okkar og dvöldu hjá okkur um tíma. Hún lærði öll íslensku barnalögin, horfði á íslenskt barnaefni. Hún lítur á Íslendinga sem sína fjölskyldu. „Ég hef meira að segja hýst Íslendinga sem koma til Indiana og ég hafði ekkert þekkt fyrir. Ef þú ert frá Íslandi þá lít ég á þig sem mína fjölskyldu.“ Lið Indiana Pacers stendur í ströngu í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar gegn Oklahoma City Thunder. Oklahoma leiðir einvígið 3-2 eftir leik næturinnar og getur með sigri í næsta leik tryggt sér meistaratitilinn. NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Jenny Boucek endaði sinn feril sem leikmaður með liði Keflavíkur vorið 1998 en með Jenny innanborðs varð Keflavík bæði Íslands- og bikarmeistari. Síðan þá hefur hún fetað veg þjálfarans, meðal annars í sterkustu kvennadeild í heimi, WNBA deildinni og svo í NBA deildinni sem aðstoðarþjálfari liða á borð við Sacramento Kings, Dallas Mavericks og nú Indiana Pacers undir stjórn Rick Carlisle en Indiana er nú aðeins tveimur leikjum frá NBA meistaratitlinum. Tenging Jenny við Ísland hefur haldist sterk síðan að hún lék hér á landi og þá einkum í gegnum keflvísku goðsagnirnar og hjónin Fal Harðarson og Margréti Sturlaugsdóttur sem og dætur þeirra, tenging sem dóttir Jenny nýtur góðs af. „Ég er meira tengd Íslandi núna en nokkru sinni áður. Þetta er mitt annað heimaland. Ég held haldið sambandi og vinaböndum með meirihluta minna fyrrverandi liðsfélaga,“ segir Jenny í viðtali við Hörð Unnsteinsson hjá íþróttadeild Sýnar sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Íslandsmeistari í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar „Dóttir mín hefur lært Íslensku frá því að hún var mánaðargömul eða frá því að dætur Fals og Margrétar komu til okkar og dvöldu hjá okkur um tíma. Hún lærði öll íslensku barnalögin, horfði á íslenskt barnaefni. Hún lítur á Íslendinga sem sína fjölskyldu. „Ég hef meira að segja hýst Íslendinga sem koma til Indiana og ég hafði ekkert þekkt fyrir. Ef þú ert frá Íslandi þá lít ég á þig sem mína fjölskyldu.“ Lið Indiana Pacers stendur í ströngu í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar gegn Oklahoma City Thunder. Oklahoma leiðir einvígið 3-2 eftir leik næturinnar og getur með sigri í næsta leik tryggt sér meistaratitilinn.
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira