Áframhaldandi landris í Svartsengi Atli Ísleifsson skrifar 19. júní 2025 07:57 Aðeins rúmur helmingur þess kvikumagns sem var í hólfinu undir Svartsengi í apríl hefur safnast aftur. Vísir/Arnar Áframhaldandi landris mælist í Svartsengi en það hefur hins vegar hægt á sér. Líkur á eldgosi munu aukast með haustinu, ef kvikusöfnun heldur áfram. Aðeins rúmur helmingur þess kvikumagns sem var í hólfinu undir Svartsengi í apríl hefur safnast aftur. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar sem birt var í gær þar sem segir framvindunni á Reykjanesskaga. Þar segir að jarðskjálftavirkni sé stöðug á svæðinu og hafa að meðaltali verið um tíu smáskjálftar á dag. Hættumatskort hefur verið breytt með litlum breytingum og gildir það að óbreyttu til 15. júlí næstkomandi. „Aflögunargögn (GPS) sýna áframhaldandi landris í Svartsengi en dregið hefur úr hraða þess undanfarnar vikur. Vísindamenn Veðurstofunnar telja að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist með haustinu ef kvikusöfnun heldur áfram. Gert er ráð fyrir að sambærilegt magn kviku þurfi að safnast fyrir og í fyrri atburðum við Sundhnjúksgígaröðina,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að jarðskjálftavirkni hafi verið stöðug síðustu vikur, með um tíu smáskjálfta að meðaltali á dag. Flestir skjálftar séu staðsettir norðan við Grindavík. „Þótt eldgosið 1. apríl 2025 hafi verið langminnsta gosið hingað til á Sundhnjúksgígaröðinni þegar kemur að hraunrennsli, var atburðarásin umfangsmikil. Stærsti hluti atburðarins fólst í kvikuinnskoti sem fór til norðurs og náði allt norður fyrir Keili. Innskotið var sambærilegt því sem átti sér stað 10. nóvember 2023, nema að þá stefndi kvikuinnskotið að mestu til suðurs og náði undir Grindavík. Atburðurinn 1. apríl var því sá næststærsti á Sundhnjúkagígaröðinni þar sem einungis innskotið 10. nóvember 2023 var stærra. Aflögunarmynstur við kvikuhlaup Aflögunin sem mælist í kvikuhlaupum einkennist af sigdal sem myndast beint ofan á innskotinu. Sitt hvoru megin við ganginn færist jarðskorpan út frá því og lyftist (sjá FAGD GPS stöðina á mynd 3). Samhliða þessu mælist sig í Svartsengi þar sem kvika flæðir út úr kvikuhólfinu og fylgir kvikuganginum. Aflögunarmælingar nærri Svartsengi sýna því hvort tveggja: sig vegna kviku sem flæðir frá hólfinu undir Svartsengi og landris vegna myndunar kvikugangsins Á GPS stöðinni SENG (mynd 2) sést sig en miklu minna sig heldur en kvikuflæðið undan svartsengi veldur vegna áhrifa kvikugangsins. Þegar svo líkön eru gerð af kvikusöfnun undir Svartsengi þarf að leiðrétta fyrir aflögun sem verður þegar kvikugangur myndast. Vegna þessara áhrifa kvikugangsins hefur landris umhverfis Svartsengi nú þegar náð sömu stöðu og var fyrir 1. apríl. Hins vegar hefur aðeins rúmlega helmingur þess kvikumagns sem fór úr hólfinu þá safnast aftur í það (sjá mynd 1). Uppfært hættumat Hættumatskort hefur verið uppfært og gildir nú til 15. júlí 2025, að öllu óbreyttu. Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar frá fyrri útgáfu: Kortið gildir til 15. júlí 2025, að öllu óbreyttu.Veðurstofan Svæðið milli Vogaheiðar og Fagradals-Hagafells hefur verið fært úr flokki „nokkur hætta“ yfir í „lítil hætta“. Ástæða breytingarinnar eru leiðréttingar á vægi matsins varðandi mögulega gossprungu á svæðinu Sama á við suðvesturenda A-svæðis (Grindavík), þar sem hættumat hefur verið lækkað á sömu forsendum. Hætta vegna jarðfalls ofan í sprungu er nú metin möguleg á C-svæði (Vogar). Breytingin byggir á nýjum upplýsingum um sprungur sem mynduðust í kjölfar kvikugangsins 1. apríl og uppgötvuðust nýlega. Kvikugangurinn 1. apríl náði mun lengra til norðausturs, út fyrir Stóra Skógfell, en áður hafði sést. Þar hafa minni háttar sprungur nú greinst í suðausturhorni svæðisins. Mikilvægt að hafa í huga Hættumatskortið lýsir hættum sem eru nú þegar til staðar á svæðinu, sem og þeim sem gætu skapast við hugsanlega áframhaldandi virkni í Svartsengjakerfinu. Kortið gildir til 15. júlí 2025, að öllu óbreyttu, og næsta fréttauppfærsla verður 1. júlí,“ segir í tilkynningunni. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar sem birt var í gær þar sem segir framvindunni á Reykjanesskaga. Þar segir að jarðskjálftavirkni sé stöðug á svæðinu og hafa að meðaltali verið um tíu smáskjálftar á dag. Hættumatskort hefur verið breytt með litlum breytingum og gildir það að óbreyttu til 15. júlí næstkomandi. „Aflögunargögn (GPS) sýna áframhaldandi landris í Svartsengi en dregið hefur úr hraða þess undanfarnar vikur. Vísindamenn Veðurstofunnar telja að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist með haustinu ef kvikusöfnun heldur áfram. Gert er ráð fyrir að sambærilegt magn kviku þurfi að safnast fyrir og í fyrri atburðum við Sundhnjúksgígaröðina,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að jarðskjálftavirkni hafi verið stöðug síðustu vikur, með um tíu smáskjálfta að meðaltali á dag. Flestir skjálftar séu staðsettir norðan við Grindavík. „Þótt eldgosið 1. apríl 2025 hafi verið langminnsta gosið hingað til á Sundhnjúksgígaröðinni þegar kemur að hraunrennsli, var atburðarásin umfangsmikil. Stærsti hluti atburðarins fólst í kvikuinnskoti sem fór til norðurs og náði allt norður fyrir Keili. Innskotið var sambærilegt því sem átti sér stað 10. nóvember 2023, nema að þá stefndi kvikuinnskotið að mestu til suðurs og náði undir Grindavík. Atburðurinn 1. apríl var því sá næststærsti á Sundhnjúkagígaröðinni þar sem einungis innskotið 10. nóvember 2023 var stærra. Aflögunarmynstur við kvikuhlaup Aflögunin sem mælist í kvikuhlaupum einkennist af sigdal sem myndast beint ofan á innskotinu. Sitt hvoru megin við ganginn færist jarðskorpan út frá því og lyftist (sjá FAGD GPS stöðina á mynd 3). Samhliða þessu mælist sig í Svartsengi þar sem kvika flæðir út úr kvikuhólfinu og fylgir kvikuganginum. Aflögunarmælingar nærri Svartsengi sýna því hvort tveggja: sig vegna kviku sem flæðir frá hólfinu undir Svartsengi og landris vegna myndunar kvikugangsins Á GPS stöðinni SENG (mynd 2) sést sig en miklu minna sig heldur en kvikuflæðið undan svartsengi veldur vegna áhrifa kvikugangsins. Þegar svo líkön eru gerð af kvikusöfnun undir Svartsengi þarf að leiðrétta fyrir aflögun sem verður þegar kvikugangur myndast. Vegna þessara áhrifa kvikugangsins hefur landris umhverfis Svartsengi nú þegar náð sömu stöðu og var fyrir 1. apríl. Hins vegar hefur aðeins rúmlega helmingur þess kvikumagns sem fór úr hólfinu þá safnast aftur í það (sjá mynd 1). Uppfært hættumat Hættumatskort hefur verið uppfært og gildir nú til 15. júlí 2025, að öllu óbreyttu. Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar frá fyrri útgáfu: Kortið gildir til 15. júlí 2025, að öllu óbreyttu.Veðurstofan Svæðið milli Vogaheiðar og Fagradals-Hagafells hefur verið fært úr flokki „nokkur hætta“ yfir í „lítil hætta“. Ástæða breytingarinnar eru leiðréttingar á vægi matsins varðandi mögulega gossprungu á svæðinu Sama á við suðvesturenda A-svæðis (Grindavík), þar sem hættumat hefur verið lækkað á sömu forsendum. Hætta vegna jarðfalls ofan í sprungu er nú metin möguleg á C-svæði (Vogar). Breytingin byggir á nýjum upplýsingum um sprungur sem mynduðust í kjölfar kvikugangsins 1. apríl og uppgötvuðust nýlega. Kvikugangurinn 1. apríl náði mun lengra til norðausturs, út fyrir Stóra Skógfell, en áður hafði sést. Þar hafa minni háttar sprungur nú greinst í suðausturhorni svæðisins. Mikilvægt að hafa í huga Hættumatskortið lýsir hættum sem eru nú þegar til staðar á svæðinu, sem og þeim sem gætu skapast við hugsanlega áframhaldandi virkni í Svartsengjakerfinu. Kortið gildir til 15. júlí 2025, að öllu óbreyttu, og næsta fréttauppfærsla verður 1. júlí,“ segir í tilkynningunni.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira