Húseigandinn Jón dansari segist koma af fjöllum Agnar Már Másson skrifar 19. júní 2025 15:19 Lögregla og sérsveit réðust í umfangsmikla húsleit á Aðalbraut 37 á Raufarhöfn en húsnæðið er í eigu Jóns Gotts ehf., sem er nefnt í höfuð á eiganda sínum Jóni Eyþór Gottskálkssyni, sem er betur þekktur sem Jón dansari. Vísir/Samsett Jón Eyþór Gottskálksson, eða Jón dansari, er eigandi húsnæðisins á Raufarhöfn þar sem sérsveit réðst í húsleit í gær í tengslum við umfangsmikla rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi og fíkniefnaframleiðslu. Hann segist ekki kannast við málið. Lögreglan á Norðurlandi réðst í gærmorgun í aðgerð í samstarfi við fleiri lögreglumbætti víða á landinu í tengslum við rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi sem er sögð tengjast fíkniefnaframleiðslu. Lögreglan sagði í tilkynningu að húsleit hafi verið framkvæmd á nokkrum stöðum. Vísir greindi frá því í morgun að húsleit hafi meðal annras verið gerð í húsi að Raufarhöfn, nánar tiltekið Aðalbraut 37. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra tóku um 40 lögreglumenn víða um landið þátt í aðgerðinni, en lögregla vill ekki gefa ekki upp hversu margir hafi verið handteknir. Íbúðahúsnæðið liggur að Aðalbraut 37 en þar var áður leikskóli. Skjáskot/Ja.is „Ég kem af fjöllum“ Húsnæðið er í eigu fyrirtækis er nefnist Jón Gott ehf., sem er í eigu Jóns Eyþórs Gottskálkssonar dansara, sem gerði garðinn frægan í þáttunum Allir geta dansað árið 2018. Fyrirtækið er skráð til húsa á lögheimili föður Jóns í Kópavogi en Jón er búsettur á Seltjarnarnesi. Samkvæmt heimildum Vísis keypti Jón húsnæðið í mars 2024. Tilgangur félagsins er samkvæmt ársreikningi frá 2023 „akstur sendibíla, farþegaflutningar í ferðaþjónustu, smíðavinna, danskennsla, lánastarfsemi, rekstur húsnæðis og annar skyldur rekstur.“ Blaðamaður kom Jóni dansara í opna skjöldu þegar hann sló á þráðinn hjá honum í dag. Jón hváði og blaðamaður útskýrði þá tildrög símtalsins. „Ég kem alveg af fjöllum,“ sagði Jón í samtali við fréttastofu um klukkan 13 í dag og bað um að fá að heyra í blaðamanni síðar. Jón hefur ekki svarað símtölum blaðamanns síðan þá. Íbúar á Raufarhöfn sem fréttastofa hefur rætt við lýsa því að erlendur maður hafi búið í húsinu síðasta árið, líklega austurevrópskur. Einhverjir heimamenn segja það hafa komið sér á óvart að þarna hafi maður yfir höfuð búið, svo lítið hafi farið fyrir honum. Löggan vill lítið segja Lögregluaðgerðin fór varla fram hjá neinum í bænum, hvað þá nágrönnunum. Lögregla heldur spilunum þétt að sér og hefur lítið viljað tjá sig um málið. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum í dag en fjöldi sakborninga liggur ekki fyrir. Skarphéðinn Aðalsteinsson hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vildi ekkert tjá sig þegar fréttastofa hafði samband, en nefndi þó að eitthvað hafi verið haldlagt í gær. Athygli vekur að sjö mál hafi verið á dagskrá á heimasíðu héraðsdóms Norðurlands eystra í dag, í öllum tilfellum er lögreglan stefnandi, þar af sex mál á borði sama saksóknarans. Veistu meira? Áttu myndir? Þú getur sent okkur ábendingar á ritstjorn@visir.is. Frétt hefur verið leiðrétt: Fyrirtækið Jón Gott ehf. er skráð til húsa við lögheimili föður Jóns Eyþórs í Kópavogi, ekki við lögheimili Jóns á Seltjarnarnesi. Lögreglumál Norðurþing Fíkniefnabrot Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi réðst í gærmorgun í aðgerð í samstarfi við fleiri lögreglumbætti víða á landinu í tengslum við rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi sem er sögð tengjast fíkniefnaframleiðslu. Lögreglan sagði í tilkynningu að húsleit hafi verið framkvæmd á nokkrum stöðum. Vísir greindi frá því í morgun að húsleit hafi meðal annras verið gerð í húsi að Raufarhöfn, nánar tiltekið Aðalbraut 37. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra tóku um 40 lögreglumenn víða um landið þátt í aðgerðinni, en lögregla vill ekki gefa ekki upp hversu margir hafi verið handteknir. Íbúðahúsnæðið liggur að Aðalbraut 37 en þar var áður leikskóli. Skjáskot/Ja.is „Ég kem af fjöllum“ Húsnæðið er í eigu fyrirtækis er nefnist Jón Gott ehf., sem er í eigu Jóns Eyþórs Gottskálkssonar dansara, sem gerði garðinn frægan í þáttunum Allir geta dansað árið 2018. Fyrirtækið er skráð til húsa á lögheimili föður Jóns í Kópavogi en Jón er búsettur á Seltjarnarnesi. Samkvæmt heimildum Vísis keypti Jón húsnæðið í mars 2024. Tilgangur félagsins er samkvæmt ársreikningi frá 2023 „akstur sendibíla, farþegaflutningar í ferðaþjónustu, smíðavinna, danskennsla, lánastarfsemi, rekstur húsnæðis og annar skyldur rekstur.“ Blaðamaður kom Jóni dansara í opna skjöldu þegar hann sló á þráðinn hjá honum í dag. Jón hváði og blaðamaður útskýrði þá tildrög símtalsins. „Ég kem alveg af fjöllum,“ sagði Jón í samtali við fréttastofu um klukkan 13 í dag og bað um að fá að heyra í blaðamanni síðar. Jón hefur ekki svarað símtölum blaðamanns síðan þá. Íbúar á Raufarhöfn sem fréttastofa hefur rætt við lýsa því að erlendur maður hafi búið í húsinu síðasta árið, líklega austurevrópskur. Einhverjir heimamenn segja það hafa komið sér á óvart að þarna hafi maður yfir höfuð búið, svo lítið hafi farið fyrir honum. Löggan vill lítið segja Lögregluaðgerðin fór varla fram hjá neinum í bænum, hvað þá nágrönnunum. Lögregla heldur spilunum þétt að sér og hefur lítið viljað tjá sig um málið. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum í dag en fjöldi sakborninga liggur ekki fyrir. Skarphéðinn Aðalsteinsson hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vildi ekkert tjá sig þegar fréttastofa hafði samband, en nefndi þó að eitthvað hafi verið haldlagt í gær. Athygli vekur að sjö mál hafi verið á dagskrá á heimasíðu héraðsdóms Norðurlands eystra í dag, í öllum tilfellum er lögreglan stefnandi, þar af sex mál á borði sama saksóknarans. Veistu meira? Áttu myndir? Þú getur sent okkur ábendingar á ritstjorn@visir.is. Frétt hefur verið leiðrétt: Fyrirtækið Jón Gott ehf. er skráð til húsa við lögheimili föður Jóns Eyþórs í Kópavogi, ekki við lögheimili Jóns á Seltjarnarnesi.
Lögreglumál Norðurþing Fíkniefnabrot Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent