Aðgerðasinninn látinn laus en Hvíta húsið hyggst brottvísa Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júní 2025 09:17 Khalil útskrifaðist með meistaragráðu frá háskólanum og eignaðist son meðan hann sat inni. AP Mahmoud Khalil aðgerðasinni og forsprakki mótmæla fyrir Palestínu í Columbia-háskóla í Bandaríkjunum hefur verið látinn laus eftir að hafa setið í fangelsi í þrjá mánuði. Ríkisstjórn Trump segist hafa beint spjótum sínum að „rangri manneskju“ í tengslum við mótmæli háskólanema þar í landi. Khalil var handtekinn í byrjun mars og sakaður um gyðingaandúð vegna mótmæla sem hann stóð fyrir. Til stendur að vísa honum úr landi, þrátt fyrir að hann sé með varanlegt dvalarleyfi, eða svokallað „grænt kort“. Khalil hefur höfðað mál og sagt brotið á tjáningarfrelsi sínu. Í úrskurði Michael Farbiarz héraðsdómara frá því í gær segir að Khalil sé ekki hættulegur umhverfi sínu og því sé engin ástæða til að halda honum lengur í varðhaldi. Hann verður áfram á skilorði. „Réttlæti hefur verið náð, en það tók allt of langan tíma,“ sagði Khalil við blaðamenn fyrir utan fangelsið í Louisiana í gær eftir að honum var sleppt eftir 104 daga í varðhaldi. Þá gagnrýndi hann ríkisstjórn Trump fyrir að hafa vegið að tjáningarfrelsi hans með þessum hætti. „Það ætti enginn að þurfa að sitja inni fyrir að mótmæla þjóðarmorði.“ Í yfirlýsingu vegna málsins sakaði Abigail Jackson, talskona Hvíta hússins, Khalil um svik og rógburð auk þess að skaða hagsmuni Bandaríkjanna í utanríkismálum. Þá kom fram að Michael Farbiarz dómari hefði ekki valdheimildir til að fyrirskipa að Khalil yrði látinn laus. „Við gerum ráð fyrir að úrskurðinum verði snúið við eftir áfrýjun, og hlökkum til að brottvísa Khalil úr Bandaríkjunum.“ Háskólar Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið og hyggjast flytja úr landi mann sem fór fyrir mótmælaaðgerðum gegn stríðinu á Gasa á skólalóð Columbia-háskóla í fyrra. 13. mars 2025 06:49 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Khalil var handtekinn í byrjun mars og sakaður um gyðingaandúð vegna mótmæla sem hann stóð fyrir. Til stendur að vísa honum úr landi, þrátt fyrir að hann sé með varanlegt dvalarleyfi, eða svokallað „grænt kort“. Khalil hefur höfðað mál og sagt brotið á tjáningarfrelsi sínu. Í úrskurði Michael Farbiarz héraðsdómara frá því í gær segir að Khalil sé ekki hættulegur umhverfi sínu og því sé engin ástæða til að halda honum lengur í varðhaldi. Hann verður áfram á skilorði. „Réttlæti hefur verið náð, en það tók allt of langan tíma,“ sagði Khalil við blaðamenn fyrir utan fangelsið í Louisiana í gær eftir að honum var sleppt eftir 104 daga í varðhaldi. Þá gagnrýndi hann ríkisstjórn Trump fyrir að hafa vegið að tjáningarfrelsi hans með þessum hætti. „Það ætti enginn að þurfa að sitja inni fyrir að mótmæla þjóðarmorði.“ Í yfirlýsingu vegna málsins sakaði Abigail Jackson, talskona Hvíta hússins, Khalil um svik og rógburð auk þess að skaða hagsmuni Bandaríkjanna í utanríkismálum. Þá kom fram að Michael Farbiarz dómari hefði ekki valdheimildir til að fyrirskipa að Khalil yrði látinn laus. „Við gerum ráð fyrir að úrskurðinum verði snúið við eftir áfrýjun, og hlökkum til að brottvísa Khalil úr Bandaríkjunum.“
Háskólar Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið og hyggjast flytja úr landi mann sem fór fyrir mótmælaaðgerðum gegn stríðinu á Gasa á skólalóð Columbia-háskóla í fyrra. 13. mars 2025 06:49 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið og hyggjast flytja úr landi mann sem fór fyrir mótmælaaðgerðum gegn stríðinu á Gasa á skólalóð Columbia-háskóla í fyrra. 13. mars 2025 06:49