„Við lifum ekki á friðartímum“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. júní 2025 13:27 Þórdísi Kolbrúnu líst ekki á gang málanna í Mið-Austurlöndunum. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki lítast á nýjustu vendingar eftir árásir Bandaríkjamanna á Íran. Hún kallar eftir enn sterkara sambandi við bandamenn Íslands, þar á meðal Bandaríkin. „Auðvitað líst manni ekkert á stöðuna eins og hún er. Þetta er allt það nýskeð að maður reynir að lesa eins og maður getur,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, í Sprengisandi í dag. Þar ræddi hún við Kristján Kristjánsson, stjórnanda Sprengisands, nýjustu vendingar eftir að Bandaríkin tóku þátt í árásum Ísraela á Íran. Föstudaginn 13. júní hófu Ísraelar árásir á Íran og hafa ríkin skotið hvort á annað síðan þá. Það var síðan á laugardagskvöld sem Bandaríkjamenn tóku þátt í átökunum með árásum hersins á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar Írans. Þórdís Kolbrún segir viðbrögð embættismanna Bandaríkjanna afar mismunandi. Demókratar séu almennt óánægðir með að þingið hafði ekkert að segja um árásirnar. „Ég held að allir séu sammála um að það megi ekki leyfa því að gerast að Íran þrói kjarnorkuvopn af illum hug og sem brot á alþjóðasamningum.“ Hún segir þessa ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta, vera einn eina vísbendinguna um hraðvaxandi stigmögnun í heiminum. „Þetta eru ekki diplómatísku leiðirnar sem eru alltaf betri en hinar.“ Mikilvægt að vera í góðu sambandi við bandamenn Þórdís Kolbrún kallar eftir nánara samstarfi með öðrum Evrópuríkjum en það megi samt sem áður ekki vera á kostnað sambands Íslands við Bandaríkin. „Þetta segir okkur að við verðum að taka þessu alvarlega, vinna okkar heimavinnu og vera í góðu og þéttu sambandi við alla okkar bandamenn. Hvort sem það eru Bandaríkin og Kanada, Evrópusambandsríki og ríki í Evrópu sem ekki eru í Evrópusambandinu,“ segir hún. „Það fer auðvitað eftir því, hvað ætla Bandaríkin að gera? Auðvitað hefur maður áhyggjur af því hvernig menn talar þar.“ Það varði hagsmuni Íslands að vera með sterkt samstarf við aðrar þjóðir og byggja samskiptin á diplómatískum leiðum. „Við erum litlir leikendur í þróun alþjóðamála, um það eru allir sammála. En það breytir ekki því að við erum ónæm fyrir því sem gerist. Við auðvitað njótum þess að vera landfræðilega staðsett sem við erum, það hefur ekki breyst. Við lifum ekki á friðartímum og þá eðli máli samkvæmt þýðir það að við munum þurfa að gera hluti sem við höfum ekki þurft að gera í mjög langan tíma.“ Farið var yfir víðan völl í Sprengisandi en viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan: Utanríkismál Íran Bandaríkin Sprengisandur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
„Auðvitað líst manni ekkert á stöðuna eins og hún er. Þetta er allt það nýskeð að maður reynir að lesa eins og maður getur,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, í Sprengisandi í dag. Þar ræddi hún við Kristján Kristjánsson, stjórnanda Sprengisands, nýjustu vendingar eftir að Bandaríkin tóku þátt í árásum Ísraela á Íran. Föstudaginn 13. júní hófu Ísraelar árásir á Íran og hafa ríkin skotið hvort á annað síðan þá. Það var síðan á laugardagskvöld sem Bandaríkjamenn tóku þátt í átökunum með árásum hersins á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar Írans. Þórdís Kolbrún segir viðbrögð embættismanna Bandaríkjanna afar mismunandi. Demókratar séu almennt óánægðir með að þingið hafði ekkert að segja um árásirnar. „Ég held að allir séu sammála um að það megi ekki leyfa því að gerast að Íran þrói kjarnorkuvopn af illum hug og sem brot á alþjóðasamningum.“ Hún segir þessa ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta, vera einn eina vísbendinguna um hraðvaxandi stigmögnun í heiminum. „Þetta eru ekki diplómatísku leiðirnar sem eru alltaf betri en hinar.“ Mikilvægt að vera í góðu sambandi við bandamenn Þórdís Kolbrún kallar eftir nánara samstarfi með öðrum Evrópuríkjum en það megi samt sem áður ekki vera á kostnað sambands Íslands við Bandaríkin. „Þetta segir okkur að við verðum að taka þessu alvarlega, vinna okkar heimavinnu og vera í góðu og þéttu sambandi við alla okkar bandamenn. Hvort sem það eru Bandaríkin og Kanada, Evrópusambandsríki og ríki í Evrópu sem ekki eru í Evrópusambandinu,“ segir hún. „Það fer auðvitað eftir því, hvað ætla Bandaríkin að gera? Auðvitað hefur maður áhyggjur af því hvernig menn talar þar.“ Það varði hagsmuni Íslands að vera með sterkt samstarf við aðrar þjóðir og byggja samskiptin á diplómatískum leiðum. „Við erum litlir leikendur í þróun alþjóðamála, um það eru allir sammála. En það breytir ekki því að við erum ónæm fyrir því sem gerist. Við auðvitað njótum þess að vera landfræðilega staðsett sem við erum, það hefur ekki breyst. Við lifum ekki á friðartímum og þá eðli máli samkvæmt þýðir það að við munum þurfa að gera hluti sem við höfum ekki þurft að gera í mjög langan tíma.“ Farið var yfir víðan völl í Sprengisandi en viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:
Utanríkismál Íran Bandaríkin Sprengisandur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira