Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2025 22:01 LeBron James, Tom Brady og Michael Jordan áttu allir frábæran feril í sinni íþrótt og eru alltaf í umræðunni um þann besta í sögunni. Getty Hver er besti körfuboltamaður allra tíma? Þetta er spurningin sem svo margir körfuboltaáhugamenn hafa mikla skoðun á. Hjá flestum stendur valið á milli þeirra Michael Jordan og LeBron James. Tom Brady er aftur á móti, talinn af langflestum, vera besti leikmaður allra tíma í NFL deild ameríska fótboltans. Hann átti ótrúlegan feril og varð sjö sinnum meistari á árunum 2002 til 2021. Brady blandaði sér nýverið í umræðuna um besta körfuboltamann sögunnar. Brady er fæddur árið 1977 og upplifði því bæði yfirburðastöðu og áhrif Michael Jordan sem og magnaðan feril LeBrons James. Brady er hins vegar á því að LeBron James sé besti leikmaður allra tíma en ekki Jordan. „Þið fáið að vera vitni af besta leikmanni allra tíma spila og ég vona að þið kunnið að meta það,“ sagði Tom Brady um LeBron James. Brady hrósaði LeBron fyrir það að gera alltaf það rétta í stöðunni sama í hvaða liði hann er. Það verður þó að taka það fram að LeBron James sat við hliðina á Brady þegar hann lét þessi orð falla eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan. Jordan varð sex sinnum NBA meistari, tíu sinnum stigakóngur deildarinnar og fimm sinnum var hann valinn mikilvægasti leikmaður ársins. Meðaltöl Jordan voru 30,1 stig, 6,2 fráköst og 5,3 stoðsendingar í leik. LeBron hefur orðið fjórum sinnum NBA meistari, einu sinni stigakóngur deildarinnar og fjórum sinnum var hann valinn mikilvægasti leikmaður ársins. Meðaltöl James eru 27,0 stig, 7,5 fráköst og 7,4 stoðsendingar í leik. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri stig á NBA ferlinum en James. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports) NBA NFL Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Tom Brady er aftur á móti, talinn af langflestum, vera besti leikmaður allra tíma í NFL deild ameríska fótboltans. Hann átti ótrúlegan feril og varð sjö sinnum meistari á árunum 2002 til 2021. Brady blandaði sér nýverið í umræðuna um besta körfuboltamann sögunnar. Brady er fæddur árið 1977 og upplifði því bæði yfirburðastöðu og áhrif Michael Jordan sem og magnaðan feril LeBrons James. Brady er hins vegar á því að LeBron James sé besti leikmaður allra tíma en ekki Jordan. „Þið fáið að vera vitni af besta leikmanni allra tíma spila og ég vona að þið kunnið að meta það,“ sagði Tom Brady um LeBron James. Brady hrósaði LeBron fyrir það að gera alltaf það rétta í stöðunni sama í hvaða liði hann er. Það verður þó að taka það fram að LeBron James sat við hliðina á Brady þegar hann lét þessi orð falla eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan. Jordan varð sex sinnum NBA meistari, tíu sinnum stigakóngur deildarinnar og fimm sinnum var hann valinn mikilvægasti leikmaður ársins. Meðaltöl Jordan voru 30,1 stig, 6,2 fráköst og 5,3 stoðsendingar í leik. LeBron hefur orðið fjórum sinnum NBA meistari, einu sinni stigakóngur deildarinnar og fjórum sinnum var hann valinn mikilvægasti leikmaður ársins. Meðaltöl James eru 27,0 stig, 7,5 fráköst og 7,4 stoðsendingar í leik. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri stig á NBA ferlinum en James. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports)
NBA NFL Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira