Efla samstarf Háskóla Íslands og Íslenskrar erfðagreiningar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. júní 2025 18:22 Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri ÍE, Daníel F. Guðbjartsson, yfirmaður rannsókna hjá Íslenskri Erfðagreiningu, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Kristinn Ingvarsson/HÍ Háskóli Íslands og Íslensk erfðagreining hafa undirritað fimm ára samstarfssamning sem miðar að því að styrkja enn frekar tengsl og samstarf á sviði erfðafræðirannsókna og þjálfun ungs vísindafólks. Frá þessu er greint í tilkynningu en þar kemur fram að Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, Unnur Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri ÍE, og Daníel F. Guðbjartsson yfirmaður vísindarannsókna hjá ÍE, hafi undirritað samninginn nýverið í húsakynnum Háskólans. Námskeið ÍE metin til eininga Samkvæmt samningnum getur Íslensk Erfðagreining boðið nemendum námskeið og málstofur sem metnar verða til eininga í ákveðnum námsleiðum við Háskóla Íslands. Þá gefist nemendum skólans kostur á að vinna rannsóknarverkefni innan ÍE undir leiðsögn vísindamanna fyrirtækisins auk þess sem Háskólinn muni bjóða vísindamönnum ÍE stöðu rannsóknarkennara við tilteknar deildir háskólans, þar sem gerður erður sérsamningur um hvert slíkt gestakennarastarf. „HÍ og ÍE hafa um árabil átt í nánu vísindasamstarfi sem meðal annars hefur falist í sameiginlegri birtingu vísindagreina í mörgum af fremstu vísindatímaritum heims. Þá hafa verið mikil tengsl á milli beggja stofnana þar sem vísindafólk HÍ hefur starfað hjá ÍE og öfugt, auk þess sem sérfræðingar og vísindafólk frá ÍE hafa komið að leiðsögn framhaldsnema við HÍ,“ segir í fréttatilkynningunni. „Markmið samstarfssamningsins er að efla og styrkja enn frekar samstarf HÍ og ÍE um og auka nýtingu gagna til vísindarannsókna í erfðafræði og þjálfun háskólanema á því sviði. Áhersla er lögð á grunnrannsóknir sem byggja á umfangsmiklum gagnasöfnum ÍE á sviði mannerfðafræði, auk nýtingar öflugrar rannsóknaraðstöðu sem hvor aðili um sig býr yfir.“ Við undirritun samningsins.Kristinn Ingvarsson/HÍ „Við hjá Íslenskri erfðagreiningum höfum í gegnum árin lagt áherslu á að bjóða framúrskarandi nemendum við Háskóla Íslands tækifæri til að vinna með og læra af okkar fremsta vísindafólki og taka beinan þátt í öflugu rannsóknarstarfi,“ er haft eftir Unni Þorsteinsdóttur framkvæmdastjóra ÍE. „Náið samstarf ÍE og HÍ á sviði rannsókna skiptir miklu máli. Það er mikilvæg fyrir háskólanema að kynnast hagnýtu rannsóknarstarfi frá fyrstu hendi og með þessum samningi gefst okkur hjá Íslenskri erfðagreiningu tækifæri til að nýta á ábyrgan hátt þau verðmætu gögn sem þjóðin hefur treyst okkur fyrir í samstarfi við vísindafólk og háskólanema við Háskóla Íslands“, segir Daníel F. Guðbjartsson, yfirmaður rannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu. „Íslensk erfðagreining hefur rekið afar öflugar vísindastarfsemi undanfarna áratugi og samstarf við Háskóla Íslands hefur verið náið á þeim tíma. Með þessum nýja samningi, sem ég fagna mjög, er verið að formgera enn öflugra samstarf á næstu misserum en með þróun í tölvugreindartækni og gríðargögnum koma sífellt fram nýir samstarfsmöguleikar. Ég hlakka því sannarlega til framhaldsins,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Íslensk erfðagreining Háskólar Skóla- og menntamál Vísindi Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu en þar kemur fram að Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, Unnur Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri ÍE, og Daníel F. Guðbjartsson yfirmaður vísindarannsókna hjá ÍE, hafi undirritað samninginn nýverið í húsakynnum Háskólans. Námskeið ÍE metin til eininga Samkvæmt samningnum getur Íslensk Erfðagreining boðið nemendum námskeið og málstofur sem metnar verða til eininga í ákveðnum námsleiðum við Háskóla Íslands. Þá gefist nemendum skólans kostur á að vinna rannsóknarverkefni innan ÍE undir leiðsögn vísindamanna fyrirtækisins auk þess sem Háskólinn muni bjóða vísindamönnum ÍE stöðu rannsóknarkennara við tilteknar deildir háskólans, þar sem gerður erður sérsamningur um hvert slíkt gestakennarastarf. „HÍ og ÍE hafa um árabil átt í nánu vísindasamstarfi sem meðal annars hefur falist í sameiginlegri birtingu vísindagreina í mörgum af fremstu vísindatímaritum heims. Þá hafa verið mikil tengsl á milli beggja stofnana þar sem vísindafólk HÍ hefur starfað hjá ÍE og öfugt, auk þess sem sérfræðingar og vísindafólk frá ÍE hafa komið að leiðsögn framhaldsnema við HÍ,“ segir í fréttatilkynningunni. „Markmið samstarfssamningsins er að efla og styrkja enn frekar samstarf HÍ og ÍE um og auka nýtingu gagna til vísindarannsókna í erfðafræði og þjálfun háskólanema á því sviði. Áhersla er lögð á grunnrannsóknir sem byggja á umfangsmiklum gagnasöfnum ÍE á sviði mannerfðafræði, auk nýtingar öflugrar rannsóknaraðstöðu sem hvor aðili um sig býr yfir.“ Við undirritun samningsins.Kristinn Ingvarsson/HÍ „Við hjá Íslenskri erfðagreiningum höfum í gegnum árin lagt áherslu á að bjóða framúrskarandi nemendum við Háskóla Íslands tækifæri til að vinna með og læra af okkar fremsta vísindafólki og taka beinan þátt í öflugu rannsóknarstarfi,“ er haft eftir Unni Þorsteinsdóttur framkvæmdastjóra ÍE. „Náið samstarf ÍE og HÍ á sviði rannsókna skiptir miklu máli. Það er mikilvæg fyrir háskólanema að kynnast hagnýtu rannsóknarstarfi frá fyrstu hendi og með þessum samningi gefst okkur hjá Íslenskri erfðagreiningu tækifæri til að nýta á ábyrgan hátt þau verðmætu gögn sem þjóðin hefur treyst okkur fyrir í samstarfi við vísindafólk og háskólanema við Háskóla Íslands“, segir Daníel F. Guðbjartsson, yfirmaður rannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu. „Íslensk erfðagreining hefur rekið afar öflugar vísindastarfsemi undanfarna áratugi og samstarf við Háskóla Íslands hefur verið náið á þeim tíma. Með þessum nýja samningi, sem ég fagna mjög, er verið að formgera enn öflugra samstarf á næstu misserum en með þróun í tölvugreindartækni og gríðargögnum koma sífellt fram nýir samstarfsmöguleikar. Ég hlakka því sannarlega til framhaldsins,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.
Íslensk erfðagreining Háskólar Skóla- og menntamál Vísindi Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira