Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. september 2025 00:03 Höfuðstöðvar Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, og höfuðstöðvar Sýnar, sem rekur meðal annars fréttastofu Sýnar, Vísis og Bylgjunnar. Vísir Árvakur hf. og Sýn hf. hafa bæði skilað inn umsögn til Alþingis og lagst gegn frumvarpi menningar-, háskóla og nýsköpunarráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Með frumvarpinu er lagt til að hámarkshlutfall fjárveitinga til verkefna lækki úr 25 prósentum niður í 22 prósent, og myndi það þýða að styrkir til fjölmiðla á vegum Sýnar og Árvakurs myndu lækka. Fjölmiðlafrumvarpið sem lagt var fram á síðasta þingi hefur nú verið endurflutt og hefur nú öllum umsögnum verið skilað inn öðru sinni. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á styrkveitingarkerfi til einkarekinna fjölmiðla á Íslandi, þannig að styrkir til stærri miðla eins og fréttastofu Sýnar og Morgunblaðsins lækka, á meðan þeir hækka til minni miðla eins og staðbundinna landsbyggðarmiðla. Íslenski ríkisfjölmiðillinn í sérflokki Í umsögn Árvakurs segir að í greinargerð frumvarpsins þar sem fjallað er um samanburð við Danmörku, Noreg og Svíþjóð, vanti mikið upp á svo að samanburðurinn sé fullnægjandi. „Eitt af því sem alveg vantar inn í þann samanburð er að íslenskir einkareknir miðlar keppa við ríkisfjölmiðilinn á auglýsingamarkaði, en það gera einkareknir miðlar í öðrum löndum ekki.“ „Í þessu sambandi er athyglisvert að í umræddri greinargerð er ekki minnst orði á Ríkisútvarpið, en starfsemi þess er þó ein helsta ástæða styrkja til einkareknu miðlanna.“ „Væri Ríkisútvarpið ekki jafn fyrirferðarmikið á auglýsingamarkaði og raun ber vitni væri rekstrarumhverfi innlendra miðla mun betra, ekki síst stærri miðlanna sem helst eiga í samkeppni við ríkisfyrirtækið,“ segir í umsögn Árvakurs. Danskir og norskir fjölmiðlar sleppi við virðisaukaskatt Þá segir einnig í umsögn Árvakurs að í samanburðinn við Norðurlöndin vanti einnig umfjöllun um skattaívilnanir sem teknar hafa verið upp þar, og hafa nýst vel. „Þar má sérstaklega nefna að dagblöð í Danmörku greiða engan virðisaukaskatt (d. nulmoms). Sama gildir í Noregi og greiða því útgefendur engan virðisaukaskatt vegna prentmiðla og rafrænna útgáfa þeirra.“ Stuðningskerfið taki ekki á rót vandans Í umsögn Sýnar segir að stuðningskerfið sem slíkt sé einungis viðbragð við einkennum en taki ekki á rót vandans hvað rekstrarumhverfi fjölmiðla varðar. Rótin sé sú gríðarlega samkeppnislega röskun sem stafi af fyrirferð RÚV á auglýsingamarkaði. „Að mati Sýnar er löngu tímabært að Alþingi grípi til raunhæfra aðgerða til að draga úr þessari samkeppnisröskun. Þótt um langa hríð hafi verið umræða um að takmarka alfarið heimildir RÚV til auglýsingasölu, er ljóst að slíkt krefst pólitísks vilja sem ekki hefur verið fyrir hendi,“ segir í umsögn Sýnar. Í fundargerð stjórnar RÚV sem birt var í dag er áætlað að RÚV hafi verið rekið með 160 milljóna króna halla á fyrstu sex mánuðum ársins. Von sé á umtalsverðum hallarekstri á næsta ári og að óbreyttu þurfi að grípa til frekari ráðstafana. Blaðamannafélag Íslands leggur einnig til í umsögn sinni að RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði. „Lagt er til að taka RÚV af auglýsingamarkaði sem BÍ telur nauðsynlegt skref í átt til hagfelldara rekstrarumhverfis fyrir einkarekna fjölmiðla. BÍ leggur þó áherslu á að rekstur stofnunarinnar verði tryggður með auknum fjárveitingum úr ríkissjóði sem vega á móti tekjutapi.“ Vísir er í eigu Sýnar Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Sýn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarpið sem lagt var fram á síðasta þingi hefur nú verið endurflutt og hefur nú öllum umsögnum verið skilað inn öðru sinni. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á styrkveitingarkerfi til einkarekinna fjölmiðla á Íslandi, þannig að styrkir til stærri miðla eins og fréttastofu Sýnar og Morgunblaðsins lækka, á meðan þeir hækka til minni miðla eins og staðbundinna landsbyggðarmiðla. Íslenski ríkisfjölmiðillinn í sérflokki Í umsögn Árvakurs segir að í greinargerð frumvarpsins þar sem fjallað er um samanburð við Danmörku, Noreg og Svíþjóð, vanti mikið upp á svo að samanburðurinn sé fullnægjandi. „Eitt af því sem alveg vantar inn í þann samanburð er að íslenskir einkareknir miðlar keppa við ríkisfjölmiðilinn á auglýsingamarkaði, en það gera einkareknir miðlar í öðrum löndum ekki.“ „Í þessu sambandi er athyglisvert að í umræddri greinargerð er ekki minnst orði á Ríkisútvarpið, en starfsemi þess er þó ein helsta ástæða styrkja til einkareknu miðlanna.“ „Væri Ríkisútvarpið ekki jafn fyrirferðarmikið á auglýsingamarkaði og raun ber vitni væri rekstrarumhverfi innlendra miðla mun betra, ekki síst stærri miðlanna sem helst eiga í samkeppni við ríkisfyrirtækið,“ segir í umsögn Árvakurs. Danskir og norskir fjölmiðlar sleppi við virðisaukaskatt Þá segir einnig í umsögn Árvakurs að í samanburðinn við Norðurlöndin vanti einnig umfjöllun um skattaívilnanir sem teknar hafa verið upp þar, og hafa nýst vel. „Þar má sérstaklega nefna að dagblöð í Danmörku greiða engan virðisaukaskatt (d. nulmoms). Sama gildir í Noregi og greiða því útgefendur engan virðisaukaskatt vegna prentmiðla og rafrænna útgáfa þeirra.“ Stuðningskerfið taki ekki á rót vandans Í umsögn Sýnar segir að stuðningskerfið sem slíkt sé einungis viðbragð við einkennum en taki ekki á rót vandans hvað rekstrarumhverfi fjölmiðla varðar. Rótin sé sú gríðarlega samkeppnislega röskun sem stafi af fyrirferð RÚV á auglýsingamarkaði. „Að mati Sýnar er löngu tímabært að Alþingi grípi til raunhæfra aðgerða til að draga úr þessari samkeppnisröskun. Þótt um langa hríð hafi verið umræða um að takmarka alfarið heimildir RÚV til auglýsingasölu, er ljóst að slíkt krefst pólitísks vilja sem ekki hefur verið fyrir hendi,“ segir í umsögn Sýnar. Í fundargerð stjórnar RÚV sem birt var í dag er áætlað að RÚV hafi verið rekið með 160 milljóna króna halla á fyrstu sex mánuðum ársins. Von sé á umtalsverðum hallarekstri á næsta ári og að óbreyttu þurfi að grípa til frekari ráðstafana. Blaðamannafélag Íslands leggur einnig til í umsögn sinni að RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði. „Lagt er til að taka RÚV af auglýsingamarkaði sem BÍ telur nauðsynlegt skref í átt til hagfelldara rekstrarumhverfis fyrir einkarekna fjölmiðla. BÍ leggur þó áherslu á að rekstur stofnunarinnar verði tryggður með auknum fjárveitingum úr ríkissjóði sem vega á móti tekjutapi.“ Vísir er í eigu Sýnar
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Sýn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira