Ný skýrsla: Bandaríkjunum mistókst að eyðileggja kjarnorkumannvirki Írana Agnar Már Másson skrifar 24. júní 2025 19:52 Gervihnattarmynd af auðgunarstöð Írana í Fordó eftir loftárás Bandaríkjamanna aðfaranótt sunnudags. AP/Planet Labs PBC Árásir Bandaríkjahers á þrjú kjarnorkumannvirki í Íran eyðilögðu ekki lykilinnviði kjarnorkuáætlunar landsins og seinkaði líklega áætlunum Írana aðeins um nokkra mánuði, samkvæmt frummati bandarísku leyniþjónustunnar. Ráðamenn í Hvíta húsinu segjast ósammála matinu. Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN greinir frá og segist hafa þetta eftir þremur ráðamönnum sem hafi lesið matið. New York Times greinir einnig frá matinu og segir að árásirnar hafi aðeins lokað fyrir innganga að tveimur kjarnorkumannvirkum, en ekki lagt þau í eyði. Bandaríkjamenn réðust á mannvirkin með risasprengjum sem eru hannaðar gegn neðanjarðarbyrgjum. Bandarísk stjórnvöld réttlættu árásirnar á kjarnorkustöðvar Írana með þeim rökum að klerkastjórnin hafi verið komin nálægt því að þróa kjarnorkuvopn. Það gengur þvert á álit bandarísku leyniþjónustunnar frá því í vor. Skýrslan hefur enn ekki verið birt opinberlega en var að sögn bandarískra miðla framkvæmd af leyniþjónustudeild varnarmálaráðuneytisins (DIA). Matið byggir á öðru mati sem aðgerðarstjórn Bandaríkjahers framkvæmdi í beinu framhaldi af árásunum. Stöðin í Fordó er grafin tugi metra ofan í fjall en þar eru Íranir sagðir auðga úran fyrir kjarnorkuáætlun sína. Gengur þvert á fullyrðingar Trumps Greining á skemmdum á svæðum og áhrifum árásanna á kjarnorkumarkmið Írans er enn í gangi og gæti breyst eftir því sem frekari upplýsingar berast. En þessar niðurstöður stangast á við fullyrðingar Donalds Trumps forseta um að árásirnar hafi „algjörlega og algjörlega útrýmt“ kjarnorkuauðgunarstöðvum Írans. Varnarmálaráðherrann Pete Hegseth sagði einnig á sunnudag að kjarnorkumarkmið Írans „hefðu verið þurrkuð út“. Tveir heimildarmenn CNN sögðu að úranbirgðir Írans hefðu ekki verið eyðilagðar. Annar sagði að þeytivindurnar væru að mestu leyti „óskemmdar“. „Þannig að mat [DIA] er að Bandaríkin hafi frestað þeim um kannski nokkra mánuði,“ bætti viðkomandi við í samtali við CNN. Í skýrslunni segi enn fremur að Íranar hafi fjarlægt meirihluta af úranbirgðum sínum áður en Bandaríkjamenn létu til skarar skríða. Hvíta húsið ósammála Hvíta húsið viðurkenndi tilvist matsins en sagðist ósammála því þegar CNN innti eftir viðbrögðum. Karoline Leavitt sagði við CNN að „þetta meinta mat“ væri „alrangt“ og að því hafi aðeins verið lekið af lágtsettum starfsmanni varnarmálaráðuneytisins til þess að gera lítið úr Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Allir vita hvað gerist þegar þú varpar fjórtán 30 þúsund punda sprengjum með nákvæmni á skotmörk: algjör útþurrkun,“ sagði Leavitt. Bandaríkjaherinn hefur auk þess sagt að aðgerðin „Miðnæturhamar“ hafi gengið gríðarlega vel. Að sögn Fox sagði Trump við Benjamín Netanjanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag að Bandaríkin hygðust ekki gera frekari árásir á Íran. Trump lenti í Haag á sjöunda tímanum síðfegis í dag þar sem leiðtogafundur Nató hefst á morgun. Donald Trump Íran Kjarnorka Ísrael Bandaríkin Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Húsleit gerð hjá utanríkisþjónustu ESB vegna meints misferlis Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN greinir frá og segist hafa þetta eftir þremur ráðamönnum sem hafi lesið matið. New York Times greinir einnig frá matinu og segir að árásirnar hafi aðeins lokað fyrir innganga að tveimur kjarnorkumannvirkum, en ekki lagt þau í eyði. Bandaríkjamenn réðust á mannvirkin með risasprengjum sem eru hannaðar gegn neðanjarðarbyrgjum. Bandarísk stjórnvöld réttlættu árásirnar á kjarnorkustöðvar Írana með þeim rökum að klerkastjórnin hafi verið komin nálægt því að þróa kjarnorkuvopn. Það gengur þvert á álit bandarísku leyniþjónustunnar frá því í vor. Skýrslan hefur enn ekki verið birt opinberlega en var að sögn bandarískra miðla framkvæmd af leyniþjónustudeild varnarmálaráðuneytisins (DIA). Matið byggir á öðru mati sem aðgerðarstjórn Bandaríkjahers framkvæmdi í beinu framhaldi af árásunum. Stöðin í Fordó er grafin tugi metra ofan í fjall en þar eru Íranir sagðir auðga úran fyrir kjarnorkuáætlun sína. Gengur þvert á fullyrðingar Trumps Greining á skemmdum á svæðum og áhrifum árásanna á kjarnorkumarkmið Írans er enn í gangi og gæti breyst eftir því sem frekari upplýsingar berast. En þessar niðurstöður stangast á við fullyrðingar Donalds Trumps forseta um að árásirnar hafi „algjörlega og algjörlega útrýmt“ kjarnorkuauðgunarstöðvum Írans. Varnarmálaráðherrann Pete Hegseth sagði einnig á sunnudag að kjarnorkumarkmið Írans „hefðu verið þurrkuð út“. Tveir heimildarmenn CNN sögðu að úranbirgðir Írans hefðu ekki verið eyðilagðar. Annar sagði að þeytivindurnar væru að mestu leyti „óskemmdar“. „Þannig að mat [DIA] er að Bandaríkin hafi frestað þeim um kannski nokkra mánuði,“ bætti viðkomandi við í samtali við CNN. Í skýrslunni segi enn fremur að Íranar hafi fjarlægt meirihluta af úranbirgðum sínum áður en Bandaríkjamenn létu til skarar skríða. Hvíta húsið ósammála Hvíta húsið viðurkenndi tilvist matsins en sagðist ósammála því þegar CNN innti eftir viðbrögðum. Karoline Leavitt sagði við CNN að „þetta meinta mat“ væri „alrangt“ og að því hafi aðeins verið lekið af lágtsettum starfsmanni varnarmálaráðuneytisins til þess að gera lítið úr Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Allir vita hvað gerist þegar þú varpar fjórtán 30 þúsund punda sprengjum með nákvæmni á skotmörk: algjör útþurrkun,“ sagði Leavitt. Bandaríkjaherinn hefur auk þess sagt að aðgerðin „Miðnæturhamar“ hafi gengið gríðarlega vel. Að sögn Fox sagði Trump við Benjamín Netanjanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag að Bandaríkin hygðust ekki gera frekari árásir á Íran. Trump lenti í Haag á sjöunda tímanum síðfegis í dag þar sem leiðtogafundur Nató hefst á morgun.
Donald Trump Íran Kjarnorka Ísrael Bandaríkin Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Húsleit gerð hjá utanríkisþjónustu ESB vegna meints misferlis Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira