Hvar er Khamenei? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. júní 2025 08:54 Íranir eru sagðir hafa nokkrar áhyggjur af velferð æðsta leiðtogans. Getty/Majid Saeedi „Fólk hefur áhyggjur af leiðtoganum. Getur þú sagt okkur hvar hann er?“ spurði sjónvarpsþáttastjórnandi í Íran í gær en gestur hans var Mehdi Fazaeli, starfsmaður Ayatollah Ali Khamenei. Þáttastjórnandinn sagði marga áhorfendur hafa sett sig í samband með þessa spurningu; hvar æðsti leiðtogi landsins væri, en þrátt fyrir miklar vendingar í málefnum Íran síðustu daga hefur ekkert heyrst frá Khamenei í um viku. Fazaeli svaraði að sjálfur hefði hann fengið fjölda fyrirspurna frá embættismönnum og fleirum, sem hefðu áhyggjur af Khamenei. Hann virtist þó ekki vilja, eða geta, svarað spurningunni beint. „Við ættum öll að biðja,“ sagði Fazaeli. „Þeir sem bera ábyrgð á því að vernda leiðtogann sinna hlutverki sínu vel. Ef guð lofar mun þjóð okkar fagna sigri við hlið leiðtoga síns. Ef guð lofar.“ Frá þessu greinir New York Times en frá því að síðast heyrðist frá Khamenei hafa Bandaríkin gert árásir á kjarnorkuinnviði Íran, Íran svarað fyrir sig með árás á herstöð Bandaríkjanna í Katar og Íran og Ísrael komist að samkomulagi um vopnahlé. Donald Trump Bandaríkjaforseti lét þau orð falla á dögunum að Bandaríkjamenn vissu hvar Khamenei hefðist við en að það væri ekki tímabært að ráða hann af dögum... ekki enn sem komið er. Þrátt fyrir þögn Khamenei eru engar vísbendingar uppi um að hann sé allur en samkvæmt New York Times hafa margir Íranir engu að síður töluverðar áhyggjur af leiðtoganum. Miðillinn segir ýmsar vangaveltur á lofti, meðal annars hvort dregið hafi úr völdum hans og hvort hann hafi átt aðkomu að ákvörðunum síðustu daga. Hamzeh Safavi, stjórnmálaskýrandi og sonur hershöfðingjans Yahya Safavi, sem er einn af helstu hernaðarráðgjöfum Khamenei, segir herinn hins vegar á því að Ísraelsmenn gætu enn freistað þess að ráða leiðtoganum bana og því sé hann í afar takmörkuðum samskiptum við „umheiminn“. Safavi segist þó telja að Khamenei komi að öllum lykilákvörðunum úr öruggri fjarlægð. New York Times hefur eftir háttsettum embættismönnum að stjórnmálamenn og herforingjar ynnu nú að því að mynda bandalög til að freista þess að ná völdum. Bandalögin hafi ólíka sýn á framtíð Íran en nú séu við stjórnvölinn menn sem hugnast helst hófsemi og friðarumleitanir. Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Þáttastjórnandinn sagði marga áhorfendur hafa sett sig í samband með þessa spurningu; hvar æðsti leiðtogi landsins væri, en þrátt fyrir miklar vendingar í málefnum Íran síðustu daga hefur ekkert heyrst frá Khamenei í um viku. Fazaeli svaraði að sjálfur hefði hann fengið fjölda fyrirspurna frá embættismönnum og fleirum, sem hefðu áhyggjur af Khamenei. Hann virtist þó ekki vilja, eða geta, svarað spurningunni beint. „Við ættum öll að biðja,“ sagði Fazaeli. „Þeir sem bera ábyrgð á því að vernda leiðtogann sinna hlutverki sínu vel. Ef guð lofar mun þjóð okkar fagna sigri við hlið leiðtoga síns. Ef guð lofar.“ Frá þessu greinir New York Times en frá því að síðast heyrðist frá Khamenei hafa Bandaríkin gert árásir á kjarnorkuinnviði Íran, Íran svarað fyrir sig með árás á herstöð Bandaríkjanna í Katar og Íran og Ísrael komist að samkomulagi um vopnahlé. Donald Trump Bandaríkjaforseti lét þau orð falla á dögunum að Bandaríkjamenn vissu hvar Khamenei hefðist við en að það væri ekki tímabært að ráða hann af dögum... ekki enn sem komið er. Þrátt fyrir þögn Khamenei eru engar vísbendingar uppi um að hann sé allur en samkvæmt New York Times hafa margir Íranir engu að síður töluverðar áhyggjur af leiðtoganum. Miðillinn segir ýmsar vangaveltur á lofti, meðal annars hvort dregið hafi úr völdum hans og hvort hann hafi átt aðkomu að ákvörðunum síðustu daga. Hamzeh Safavi, stjórnmálaskýrandi og sonur hershöfðingjans Yahya Safavi, sem er einn af helstu hernaðarráðgjöfum Khamenei, segir herinn hins vegar á því að Ísraelsmenn gætu enn freistað þess að ráða leiðtoganum bana og því sé hann í afar takmörkuðum samskiptum við „umheiminn“. Safavi segist þó telja að Khamenei komi að öllum lykilákvörðunum úr öruggri fjarlægð. New York Times hefur eftir háttsettum embættismönnum að stjórnmálamenn og herforingjar ynnu nú að því að mynda bandalög til að freista þess að ná völdum. Bandalögin hafi ólíka sýn á framtíð Íran en nú séu við stjórnvölinn menn sem hugnast helst hófsemi og friðarumleitanir.
Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira