Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Sindri Sverrisson skrifar 26. júní 2025 10:33 Birkir Bjarnason lék með Brescia á Ítalíu í vetur en mikil óvissa ríkir hjá félaginu eftir að það var dæmt niður um deild vegna skulda. Getty „Ég er ótrúlega ánægður með það sem ég hef gert og ef ég tek þá ákvörðun að hætta þá væri ég sáttur. Það styttist í að ég ákveði mig,“ segir Birkir Bjarnason, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands í fótbolta frá upphafi. Hann liggur undir feldi eftir stormasama lokadaga hjá félagi hans Brescia á Ítalíu. Birkir, sem er 37 ára, gæti hafa spilað sinn síðasta leik á farsælum ferli þegar hann fagnaði 2-1 sigri með Brescia gegn Reggiana 13. maí. Sigri sem átti að halda Brescia í ítölsku B-deildinni en svo voru stig tekin af félaginu vegna fjárhagsvandræða, það dæmt niður um deild og algjör óvissa ríkir um framtíð þess. Hið sama má segja um framtíðina hjá Birki: „Staðan er svolítið óskýr ennþá. Það var leiðinlegt að þetta skyldi fara eins og þetta fór hjá Brescia því ég var kominn í starf hjá þeim,“ segir Birkir sem átti að taka við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Berscia. „Ég átti að taka eitt ár með manninum sem var yfirmaður knattspyrnumála, á meðan ég væri að taka prófið og læra af honum, og taka svo við. Þetta var mjög spennandi en því miður fór sem fór. Ef ég hefði farið í þetta þá hefði ég lagt skóna á hilluna,“ segir Birkir. Birkir Bjarnason á að baki 113 A-landsleiki, flesta allra íslenskra knattspyrnukarla.Getty/Alex Grimm Hann hefur nú verið rúma viku í sumarfríi á Íslandi með konu sinni, frönsku fyrirsætunni Sophie Gordon, og eins árs gamalli dóttur þeirra, Sofiu Lív. Þó að dagarnir í húsi þeirra í Kópavogi, og nú hjá ömmu og afa Birkis á Akureyri, séu nýttir í að slappa af og njóta lífsins þá er Birkir einnig að velta næsta skrefi fyrir sér og hvort nógu spennandi símtal berist frá umboðsmanninum: „Núna er ég aðeins að kíkja í kringum mig og skoða hvað er í boði. Ég þarf náttúrulega að fara að taka ákvörðun um hvort ég ætli að halda áfram að spila eða ekki. Það þarf að vera eitthvað mjög spennandi, annars mun ég ekki nenna því. Ég ákveð þetta í rólegheitunum,“ segir Birkir en eins og fyrr segir reiknaði hann einfaldlega með því að hætta og hefja nýjan starfsferil hjá Brescia, áður en allt fór þar í skrúfuna: „Þetta kom mjög á óvart. Við héldum okkur uppi með sigri í síðustu umferðinni en svo komu þessar fréttir. Mér skilst að ítalska sambandið hafi vitað þetta síðan í mars, að það hefði eitthvað verið að greiðslu frá Brescia, en mér hefur verið sagt að klúbburinn hafi ekkert fengið að vita fyrr en 3-4 dögum fyrir síðasta leik. En ég svo sem þekki ekki alla söguna. Þetta fór alla vega þannig að það voru tekin af okkur stig þannig að við féllum, og Sampdoria hélt sér uppi. Þannig að það eru alls konar orðrómar í gangi varðandi það,“ segir Birkir. Birkir Bjarnason fagnar markinu gegn Portúgal á EM 2016, fyrsta marki Íslands á stórmóti.Getty/Simon Hofmann Birkir hefur aldrei spilað með meistaraflokki hér á landi og flutti ungur frá Akureyri til Noregs, eftir að hafa æft með yngri flokkum KA. Fari svo að hann haldi áfram að spila, kæmi þá til greina að það yrði á Íslandi? „Ég hef svo sem ekkert pælt í því. Ég ætla bara að sjá hvað er í boði. Ég er með umboðsmenn sem að gætu haft samband allt í einu og tek mína ákvörðun þegar eitthvað gerist.“ Fari svo að Birkir leggi skóna á hilluna þá gerir hann það eins og fyrr segir sem leikjahæsti landsliðskarl Íslands frá upphafi, með 113 A-landsleiki en hann lék síðast með landsliðinu árið 2022. Ítalski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Félagið hans Birkis Bjarna gjaldþrota Fornfrægt ítalskt fótboltafélag er farið á hausinn eftir 114 tímabil í ítalska boltanum. Leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, Birkir Bjarnason, lék með liðinu undanfarin tvö ár. 8. júní 2025 09:32 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Sjá meira
Birkir, sem er 37 ára, gæti hafa spilað sinn síðasta leik á farsælum ferli þegar hann fagnaði 2-1 sigri með Brescia gegn Reggiana 13. maí. Sigri sem átti að halda Brescia í ítölsku B-deildinni en svo voru stig tekin af félaginu vegna fjárhagsvandræða, það dæmt niður um deild og algjör óvissa ríkir um framtíð þess. Hið sama má segja um framtíðina hjá Birki: „Staðan er svolítið óskýr ennþá. Það var leiðinlegt að þetta skyldi fara eins og þetta fór hjá Brescia því ég var kominn í starf hjá þeim,“ segir Birkir sem átti að taka við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Berscia. „Ég átti að taka eitt ár með manninum sem var yfirmaður knattspyrnumála, á meðan ég væri að taka prófið og læra af honum, og taka svo við. Þetta var mjög spennandi en því miður fór sem fór. Ef ég hefði farið í þetta þá hefði ég lagt skóna á hilluna,“ segir Birkir. Birkir Bjarnason á að baki 113 A-landsleiki, flesta allra íslenskra knattspyrnukarla.Getty/Alex Grimm Hann hefur nú verið rúma viku í sumarfríi á Íslandi með konu sinni, frönsku fyrirsætunni Sophie Gordon, og eins árs gamalli dóttur þeirra, Sofiu Lív. Þó að dagarnir í húsi þeirra í Kópavogi, og nú hjá ömmu og afa Birkis á Akureyri, séu nýttir í að slappa af og njóta lífsins þá er Birkir einnig að velta næsta skrefi fyrir sér og hvort nógu spennandi símtal berist frá umboðsmanninum: „Núna er ég aðeins að kíkja í kringum mig og skoða hvað er í boði. Ég þarf náttúrulega að fara að taka ákvörðun um hvort ég ætli að halda áfram að spila eða ekki. Það þarf að vera eitthvað mjög spennandi, annars mun ég ekki nenna því. Ég ákveð þetta í rólegheitunum,“ segir Birkir en eins og fyrr segir reiknaði hann einfaldlega með því að hætta og hefja nýjan starfsferil hjá Brescia, áður en allt fór þar í skrúfuna: „Þetta kom mjög á óvart. Við héldum okkur uppi með sigri í síðustu umferðinni en svo komu þessar fréttir. Mér skilst að ítalska sambandið hafi vitað þetta síðan í mars, að það hefði eitthvað verið að greiðslu frá Brescia, en mér hefur verið sagt að klúbburinn hafi ekkert fengið að vita fyrr en 3-4 dögum fyrir síðasta leik. En ég svo sem þekki ekki alla söguna. Þetta fór alla vega þannig að það voru tekin af okkur stig þannig að við féllum, og Sampdoria hélt sér uppi. Þannig að það eru alls konar orðrómar í gangi varðandi það,“ segir Birkir. Birkir Bjarnason fagnar markinu gegn Portúgal á EM 2016, fyrsta marki Íslands á stórmóti.Getty/Simon Hofmann Birkir hefur aldrei spilað með meistaraflokki hér á landi og flutti ungur frá Akureyri til Noregs, eftir að hafa æft með yngri flokkum KA. Fari svo að hann haldi áfram að spila, kæmi þá til greina að það yrði á Íslandi? „Ég hef svo sem ekkert pælt í því. Ég ætla bara að sjá hvað er í boði. Ég er með umboðsmenn sem að gætu haft samband allt í einu og tek mína ákvörðun þegar eitthvað gerist.“ Fari svo að Birkir leggi skóna á hilluna þá gerir hann það eins og fyrr segir sem leikjahæsti landsliðskarl Íslands frá upphafi, með 113 A-landsleiki en hann lék síðast með landsliðinu árið 2022.
Ítalski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Félagið hans Birkis Bjarna gjaldþrota Fornfrægt ítalskt fótboltafélag er farið á hausinn eftir 114 tímabil í ítalska boltanum. Leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, Birkir Bjarnason, lék með liðinu undanfarin tvö ár. 8. júní 2025 09:32 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Sjá meira
Félagið hans Birkis Bjarna gjaldþrota Fornfrægt ítalskt fótboltafélag er farið á hausinn eftir 114 tímabil í ítalska boltanum. Leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, Birkir Bjarnason, lék með liðinu undanfarin tvö ár. 8. júní 2025 09:32