Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júní 2025 14:20 Samstaða er meðal Akureyringa um stóra umferðarljósamálið. Baldur Kristjáns/Vísir/Markaðsstofa Norðurlands Bæjarstjóri á Akureyri getur ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórn leggist gegn tillögu Vegagerðarinnar um að fjarlægja hjartalöguð umferðarljós í bænum. Fulltrúi í skipulagsráði bæjarins segir sín fyrstu viðbrögð hafa verið að henda tillögunni í ruslið. „Við eigum náttúrlega eftir að fá þetta til umfjöllunar. Ég get ekki trúað öðru en að við munum hafna þessu alfarið,“ segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri í samtali við fréttastofu. Hún segir að það kæmi henni mjög á óvart ef einhver í bæjarstjórn tæki afstöðu með ósk Vegagerðarinnar. „Óskiljanlegt að þetta sé forgangsatriði“ Greint var frá því í gær að Vegagerðin hefði óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtun yrðu fjarlægð. Stofnunin hafi fengið ábendingar um að þau ógni umferðaröryggi. „Þetta er búið að vera í sautján ár og það er óskiljanlegt að þetta sé forgangsatriði hjá Vegagerðinni,“ segir Ásthildur. Sindri S. Kristjánsson varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri situr í skipulagsráði bæjarins, sem tók við erindinu. Hann tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum í dag. Fyrstu viðbrögð að henda bréfinu í ruslið „Mín fyrstu viðbrögð voru að henda þessu bréfi í ruslið, slíkt er glóruleysið að mínu mati. En það er víst ekki góð stjórnsýsla. Þannig að afgreiðslu málsins var frestað á meðan við ráðum ráðum okkar. Það kemur engan veginn til greina af minni hálfu að verða við þessari kröfu Vegagerðarinnar. Við eyðum ekki af yfirborði jarðar einu helsta kennileiti bæjarins, hérlendis og erlendis, byggt á einu bréfi,“ skrifar Sindri á Facebook. Í fundargerð skipulagsráðsins síðan í fyrradag segir að ráðið fresti afgreiðslu á málinu. Sindri vekur athygli á að á síðasta fundi skipulagsráðsins hafi verið kynnt áttatíu blaðsíðna löng drög að nýrri umferðaröryggisáætlun fyrir Akureyri, unnum af verkfræðistofunni Eflu. Hvergi í drögunum sé minnst á umferðarljósin. Rögnvaldur Már Helgason verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands birti í gær grein á vef Markaðsstofunnar þar sem saga umferðarljósanna er rekin. „Forsaga hjartanna nær til ársins 2008 en það sumar tók hátíðin Ein með öllu sem haldin er um verslunarmannahelgi miklum breytingum sem fjölskylduhátíð. Eitt af því sem gert var til að leggja áherslu á gildi hátíðarinnar var að setja rauð hjörtu í umferðaljósin og vöktu þau mikla lukku,“ segir í greininni sem rituð er af Agli Bjarnasyni. Þess má geta að sumarið áður skók Lúkasarmálið alræmda Akureyri. Málið vakti miklar umræður um flökkusögur og dómstól götunnar. Hvort Lúkasarmálið hafi haft áhrif á breyttar áherslur hátíðarinnar skal þó látið liggja milli hluta. Ríkulegur þáttur í sögu bæjarins. Í efnahagshruninu 2008 hafi Akureyrarstofa sett af stað átak að nafni „Brostu með hjartanu“ og hjartað fest sig í sessi sem eitt einkenni bæjarins. „Það er algjör tilviljun að ég birti þessa færslu fyrir hádegi en eftir hádegi fyllist Facebook hjá mér af færslum um þessi rauðu hjörtu. Ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri í gangi,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. „Það er skrítið að þetta sé allt í einu núna komið í umræðuna. Við höfum verið að segja þessa sögu um hjörtun í mörg ár og hún slær alltaf í gegn.“ Hjörtun séu ríkulegur þáttur af sögu Akureyrarbæjar, sem hann vonast til að geta haldið áfram að segja ferðamönnum, blaðamönnum, ferðaskrifstofufólki og öðrum gestum. Rögnvaldur finnur fyrir miklum samhug meðal Akureyringa um að ljósin skuli standa. „Facebook feedið mitt fylltist af færslum frá fólki sem vill ekki að þau fari. Þetta hefur auðvitað aldrei verið neitt annað en jákvæð skilaboð.“ Akureyri Menning Umferðaröryggi Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
„Við eigum náttúrlega eftir að fá þetta til umfjöllunar. Ég get ekki trúað öðru en að við munum hafna þessu alfarið,“ segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri í samtali við fréttastofu. Hún segir að það kæmi henni mjög á óvart ef einhver í bæjarstjórn tæki afstöðu með ósk Vegagerðarinnar. „Óskiljanlegt að þetta sé forgangsatriði“ Greint var frá því í gær að Vegagerðin hefði óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtun yrðu fjarlægð. Stofnunin hafi fengið ábendingar um að þau ógni umferðaröryggi. „Þetta er búið að vera í sautján ár og það er óskiljanlegt að þetta sé forgangsatriði hjá Vegagerðinni,“ segir Ásthildur. Sindri S. Kristjánsson varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri situr í skipulagsráði bæjarins, sem tók við erindinu. Hann tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum í dag. Fyrstu viðbrögð að henda bréfinu í ruslið „Mín fyrstu viðbrögð voru að henda þessu bréfi í ruslið, slíkt er glóruleysið að mínu mati. En það er víst ekki góð stjórnsýsla. Þannig að afgreiðslu málsins var frestað á meðan við ráðum ráðum okkar. Það kemur engan veginn til greina af minni hálfu að verða við þessari kröfu Vegagerðarinnar. Við eyðum ekki af yfirborði jarðar einu helsta kennileiti bæjarins, hérlendis og erlendis, byggt á einu bréfi,“ skrifar Sindri á Facebook. Í fundargerð skipulagsráðsins síðan í fyrradag segir að ráðið fresti afgreiðslu á málinu. Sindri vekur athygli á að á síðasta fundi skipulagsráðsins hafi verið kynnt áttatíu blaðsíðna löng drög að nýrri umferðaröryggisáætlun fyrir Akureyri, unnum af verkfræðistofunni Eflu. Hvergi í drögunum sé minnst á umferðarljósin. Rögnvaldur Már Helgason verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands birti í gær grein á vef Markaðsstofunnar þar sem saga umferðarljósanna er rekin. „Forsaga hjartanna nær til ársins 2008 en það sumar tók hátíðin Ein með öllu sem haldin er um verslunarmannahelgi miklum breytingum sem fjölskylduhátíð. Eitt af því sem gert var til að leggja áherslu á gildi hátíðarinnar var að setja rauð hjörtu í umferðaljósin og vöktu þau mikla lukku,“ segir í greininni sem rituð er af Agli Bjarnasyni. Þess má geta að sumarið áður skók Lúkasarmálið alræmda Akureyri. Málið vakti miklar umræður um flökkusögur og dómstól götunnar. Hvort Lúkasarmálið hafi haft áhrif á breyttar áherslur hátíðarinnar skal þó látið liggja milli hluta. Ríkulegur þáttur í sögu bæjarins. Í efnahagshruninu 2008 hafi Akureyrarstofa sett af stað átak að nafni „Brostu með hjartanu“ og hjartað fest sig í sessi sem eitt einkenni bæjarins. „Það er algjör tilviljun að ég birti þessa færslu fyrir hádegi en eftir hádegi fyllist Facebook hjá mér af færslum um þessi rauðu hjörtu. Ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri í gangi,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. „Það er skrítið að þetta sé allt í einu núna komið í umræðuna. Við höfum verið að segja þessa sögu um hjörtun í mörg ár og hún slær alltaf í gegn.“ Hjörtun séu ríkulegur þáttur af sögu Akureyrarbæjar, sem hann vonast til að geta haldið áfram að segja ferðamönnum, blaðamönnum, ferðaskrifstofufólki og öðrum gestum. Rögnvaldur finnur fyrir miklum samhug meðal Akureyringa um að ljósin skuli standa. „Facebook feedið mitt fylltist af færslum frá fólki sem vill ekki að þau fari. Þetta hefur auðvitað aldrei verið neitt annað en jákvæð skilaboð.“
Akureyri Menning Umferðaröryggi Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira