Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2025 16:01 Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington-borg. Dómarar þar færðu sitjandi forseta stóran sigur í hendur í dag. AP/J. Scott Applewhite Hæstiréttur Bandaríkjanna sló eitt helsta lagalega vopnið úr höndum andstæðinga Bandaríkjaforseta í dag þegar hann komst að þeirri niðurstöðu að lægri dómsstólar hefðu ekki vald til þess að leggja lögbann á landsvísu á stjórnarathafnir forsetans. Dómari sem var á öndverðum meiði sagði niðurstöðuna ógna réttarríkinu í Bandaríkjunum. Dómurinn í dag féll í máli sem varðaði tilskipun sem Bandaríkjaforseti gaf út á fyrsta degi sínum í embætti og svipti einstaklinga sem fæðast í Bandaríkjunum ríkisborgararétti ef foreldrar þeirra voru dvöldu ólöglega eða á skammtímadvalarleyfi í landinu. Niðurstaðan þýðir að forsetinn getur framfylgt tilskipunininni að óbreyttu og að einstaka dómarar á lægri dómstigum geta ekki lengur gefið út lögbönn á landsvísu. Hæstiréttur tók ekki endanlega afstöðu til lögmætis tilskipunarinnar um ríkisborgararétt. Vísaði meirihlutinn því til lægri dómstiga að taka afstöðu til þess hvort ástæða væri til þess að setja lögbann á tilskipunina á landsvísu ef stjórnir einstakra ríkja höfðuðu mál til þess. Engin nýjung en færst í aukana Alríkisdómarar vítt og breitt um Bandaríkin hafa gefið út tímabundin lögbönn við fjölda aðgerða ríkisstjórnar repúblikana frá forsetaskiptum í janúar. Þessi lögbönn hafa verið þyrnir í augum forsetans og bandamanna hans. Alríkisumdæmisdómstólar komu í veg fyrir að tilskipu forsetans um ríkisborgararétt tæki gildi með lögbanni á landsvísu þar sem þeir töldu hana þverbrjóta fjórtánda viðaukann við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Hann kveður á um að allir þeir sem fæðast í Bandaríkjunum teljist ríkisborgarar. Tilskipunin samræmdist heldur ekki dómafordæmi hæstaréttar. Lögbönn á landsvísu af þessu tagi eru ekki nýjung þótt þau hafi orðið tíðari á fyrstu mánuðum sitjandi ríkisstjórnar. Dómarar beittu þeim í tuga skipta gegn ríkisstjórn Joe Biden, fyrrverandi forseta, og á fyrra kjörtímabili núverandi forseta. Saka réttinn um að afsala sér skyldum sínum Í rökstuðningi sínum sögðu sex íhaldsmennirnir við hæstarétt, sem voru allir skipaðir af repúblikönum, að umdæmisdómarar gætu aðeins veitt einstaklingum eða hópum sem höfðuðu mál lögbann. Þeir mættu ekki veita öðrum þá vernd nema í hópmálsóknum. Þessu andmæltu frjálslyndu dómarar þrír við réttinn harðlega. Í minnihlutaáliti þeirra sagði að allir dómstólar sem hefðu tekið tilskipun forsetans fyrir hefðu komist að þeirri niðurstöðu að hún bryti klárlega gegn stjórnarskránni. Hæstiréttur hefði vikið sér undan skyldu sinni að halda uppi lögum. Í þessu ljósi reyndi Bandaríkjastjórn ekki einu sinni að halda því fram að tilskipunin stæðist stjórnarskrá heldur bæði hún réttinn um að komast að þeirri niðurstöðu að „sama hversu ólögleg lög eða stefna er megi dómstólar aldrei einfaldlega segja framkvæmdavaldinu að hætta að framfylgja henni gagnvart öllum“. Ketanji Brown Jackson sem Joe BIden skipaði hæstaréttardómara.AP/J. Scott Applewhite Sonya Sotomayor, dómarinn sem skrifaði minnihlutaálitið, las það upp í dómsal en slíkt er sagt afar fátítt og til marks um hversu áköf andstaða minnihlutans var. Ketanji Brown Jackson, einn dómaranna þriggja, bætti um betur í öðru séráliti. Þar tók hún undir með frjálslyndum félögum sínum en bætti við að ákvörðun réttarins að leyfa framkvæmdastjórninni að brjóta stjórnarskrárvarin réttindi allra þeirra sem ekki hefðu höfðað mál fyrir dómstólum sjálfir væri „tilvistarleg ógn við réttarríkið“. Valdatilfærsla til framkvæmdavaldsins Pam Bondi, dómsmálaráðherra, fagnaði niðurstöðunni og að hæstiréttur hefði skipað dómstólum að hætta að taka fram fyrir hendurnar á forsetanum. Ráðuneyti hennar ætli að halda áfram að verja stefnumál hans og rétt til að framfylgja þeim af hörku. Demókratar deila hart á dómarana og saka þá um að ganga erinda Repúblikanaflokksins sem skipaði þá. Niðurstaðan leiddi til þess að brotið yrði á réttindum landsmanna til fjölda ára og framkvæmdavaldið fengi enn meiri völd í hendur. Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Dómurinn í dag féll í máli sem varðaði tilskipun sem Bandaríkjaforseti gaf út á fyrsta degi sínum í embætti og svipti einstaklinga sem fæðast í Bandaríkjunum ríkisborgararétti ef foreldrar þeirra voru dvöldu ólöglega eða á skammtímadvalarleyfi í landinu. Niðurstaðan þýðir að forsetinn getur framfylgt tilskipunininni að óbreyttu og að einstaka dómarar á lægri dómstigum geta ekki lengur gefið út lögbönn á landsvísu. Hæstiréttur tók ekki endanlega afstöðu til lögmætis tilskipunarinnar um ríkisborgararétt. Vísaði meirihlutinn því til lægri dómstiga að taka afstöðu til þess hvort ástæða væri til þess að setja lögbann á tilskipunina á landsvísu ef stjórnir einstakra ríkja höfðuðu mál til þess. Engin nýjung en færst í aukana Alríkisdómarar vítt og breitt um Bandaríkin hafa gefið út tímabundin lögbönn við fjölda aðgerða ríkisstjórnar repúblikana frá forsetaskiptum í janúar. Þessi lögbönn hafa verið þyrnir í augum forsetans og bandamanna hans. Alríkisumdæmisdómstólar komu í veg fyrir að tilskipu forsetans um ríkisborgararétt tæki gildi með lögbanni á landsvísu þar sem þeir töldu hana þverbrjóta fjórtánda viðaukann við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Hann kveður á um að allir þeir sem fæðast í Bandaríkjunum teljist ríkisborgarar. Tilskipunin samræmdist heldur ekki dómafordæmi hæstaréttar. Lögbönn á landsvísu af þessu tagi eru ekki nýjung þótt þau hafi orðið tíðari á fyrstu mánuðum sitjandi ríkisstjórnar. Dómarar beittu þeim í tuga skipta gegn ríkisstjórn Joe Biden, fyrrverandi forseta, og á fyrra kjörtímabili núverandi forseta. Saka réttinn um að afsala sér skyldum sínum Í rökstuðningi sínum sögðu sex íhaldsmennirnir við hæstarétt, sem voru allir skipaðir af repúblikönum, að umdæmisdómarar gætu aðeins veitt einstaklingum eða hópum sem höfðuðu mál lögbann. Þeir mættu ekki veita öðrum þá vernd nema í hópmálsóknum. Þessu andmæltu frjálslyndu dómarar þrír við réttinn harðlega. Í minnihlutaáliti þeirra sagði að allir dómstólar sem hefðu tekið tilskipun forsetans fyrir hefðu komist að þeirri niðurstöðu að hún bryti klárlega gegn stjórnarskránni. Hæstiréttur hefði vikið sér undan skyldu sinni að halda uppi lögum. Í þessu ljósi reyndi Bandaríkjastjórn ekki einu sinni að halda því fram að tilskipunin stæðist stjórnarskrá heldur bæði hún réttinn um að komast að þeirri niðurstöðu að „sama hversu ólögleg lög eða stefna er megi dómstólar aldrei einfaldlega segja framkvæmdavaldinu að hætta að framfylgja henni gagnvart öllum“. Ketanji Brown Jackson sem Joe BIden skipaði hæstaréttardómara.AP/J. Scott Applewhite Sonya Sotomayor, dómarinn sem skrifaði minnihlutaálitið, las það upp í dómsal en slíkt er sagt afar fátítt og til marks um hversu áköf andstaða minnihlutans var. Ketanji Brown Jackson, einn dómaranna þriggja, bætti um betur í öðru séráliti. Þar tók hún undir með frjálslyndum félögum sínum en bætti við að ákvörðun réttarins að leyfa framkvæmdastjórninni að brjóta stjórnarskrárvarin réttindi allra þeirra sem ekki hefðu höfðað mál fyrir dómstólum sjálfir væri „tilvistarleg ógn við réttarríkið“. Valdatilfærsla til framkvæmdavaldsins Pam Bondi, dómsmálaráðherra, fagnaði niðurstöðunni og að hæstiréttur hefði skipað dómstólum að hætta að taka fram fyrir hendurnar á forsetanum. Ráðuneyti hennar ætli að halda áfram að verja stefnumál hans og rétt til að framfylgja þeim af hörku. Demókratar deila hart á dómarana og saka þá um að ganga erinda Repúblikanaflokksins sem skipaði þá. Niðurstaðan leiddi til þess að brotið yrði á réttindum landsmanna til fjölda ára og framkvæmdavaldið fengi enn meiri völd í hendur.
Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira