Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. júní 2025 08:41 Donald Trump Bandaríkjaforseti baunaði á æðstaklerkinn Khameini vegna yfirlýsinga hans um sigur Írans. Í dag syrgja Íranir þá sem féllu í átökunum við Ísrael. AP/Getty Írönsk yfirvöld halda í dag jarðarför fyrir um sextíu manns, þar á meðal herforingja og kjarnorkuvísindamenn, sem létust í tólf daga átökunum við Ísrael sem lauk með vopnahléi í vikunni. Donald Trump segir Khameini æðstaklerk ljúga um sigur Írans og segist Trump hafa bjargað lífi æðstaklerksins. Jarðarförin fer fram í Tehran í dag og má þar sjá líkkistur þaktar íranska fánanum og stórar myndir af látnum herforingjum. Þúsundir svartklæddra syrgjenda hafa safnast saman í Enghelab-torgi í miðborg höfuðborgarinnar til að fylgja hinum látnu til grafar. Meðal þeirra sem verða bornir til grafar eru Mohammad Bagheri, sem var yfirmaður herforingjaráðs íranska hersins; Hossein Salami, sem var yfirmaður íranska byltingarvarðarins og kjarnorkuvísindamaðurinn Mohammad Mehdi Tehranchi, sem var rektor Azad-háskóla í Tehran. Íranski æðstiklerkurinn Ali Khamenei fagnaði sigri Írans á Ísraelum í fyrradag og sagði Íran hafa greitt Bandaríkjunum „þungt högg í andlitið“. Í gær var svo greint frá því að hreinsanir væru hafnar í Íran, fjöldi manns hefði verið handtekinn og margir teknir af lífi vegna meintra tengsla við ísraelsku leyniþjónustuna. Hafi bjargað æðstaklerknum frá „ljótum og smánarlegum“ dauða Donald Trump Bandaríkjaforseti brást ókvæða við yfirlýsingum æðstaklerksins í gær, sagðist hafa bjargað lífi æðstaklerksins og að Bandaríkin myndu ekki hika við að varpa sprengjum á Íran ef þess þyrfti. „Af hverju myndi hinn svokallaði „Æðsti leiðtogi,“ Ayataollah Ali Khameini, frá hinu stríðshrjáða Íran, segja svona blygðunarlaust og kjánalega að hann hafi unnið stríðið við Ísrael þegar hann veit að yfirlýsing sín er lygi, það er ekki svo. Sem mjög trúaður maður á hann ekki að ljúga,“ sagði Trump í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, fyrir utan Hvíta húsið.EPA „Landið hans var gjöreyðilagt, hans þrjár illu kjarnorkustöðvar voru þurrkaðar út og ég veit nákvæmlega hvar hann faldi sig og kom í veg fyrir að Ísrael eða bandaríski herinn, sá langbesti og öflugasti í heiminum, myndu taka hann af lífi. Ég bjargaði honum frá mjög ljótum og smánarlegum dauða og hann þarf ekki að segja, ,Þakka þér, forseti Trump',“ sagði hann einnig í færslunni. Þá sagðist hann einnig hafa komið í veg fyrir stórfellda árás Ísraela sem hefði hugsanlega verið lokahöggið. Hann hafi unnið að því að afnema refsiaðgerðir í garð Írans en fái að þökk ummæli æðstaklerksins sem einkennist af reiði og hatri. Á blaðamannafundi í gærkvöldi sagði Trump síðan að hann myndi „algjörlega“ íhuga að varpa sprengjum á Íran ef það lægi fyrir að Íranir væru að auðga úran. Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, vandar Trump ekki kveðjuna.Vísir/EPA Utanríkisráðherra Írans, Abbas Araghchi, varaði Trump við því að viðhafa „ruddaleg“ ummæli um æðstaklerkinn sem segir loftárásir bæði Bandaríkjanna og Ísrael hafa haft lítil áhrif. „Ef Trump forseti er einlægur í að vilja semja ætti hann að hætta þessum ruddalega og óásættanlega tóni í garð æðsta leiðtoga Írans, Ayatollah Khamenei,“ skrifaði Araghchi á samfélagsmiðilinn X. „Hin mikla og öfluga íranska þjóð, sem sýndi heiminum að stjórn Ísraels gat ekki annað en hlaupið til ,pabba' til að verða ekki flött út af eldflaugum okkar, tekur ekki vel í ógnanir og móðganir,“ sagði Araghchi einnig í færslunni. Hann gekkst hins vegar við því að kjarnorkumannvirki Írana hefðu orðið fyrir töluverðum skaða í loftárásunum. The complexity and tenacity of Iranians is famously known in our magnificent carpets, woven through countless hours of hard work and patience. But as a people, our basic premise is very simple and straightforward: we know our worth, value our independence, and never allow anyone…— Seyed Abbas Araghchi (@araghchi) June 27, 2025 Íran Bandaríkin Ísrael Donald Trump Tengdar fréttir Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin Íranskir miðlar hafa birt myndskeið af Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga landsins, þar sem hann segir meðal annars að Íran hafi greitt Bandaríkjunum „þungt högg í andlitið“. 26. júní 2025 12:11 „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Forstöðumaður bandarísku leyniþjónustunnar segir stofnunina búa yfir áreiðanlegum gögnum um að kjarnorkuinnviðir Írans og geta þeirra til framleiðslu á kjarnorkuvopnum hafi verið „verulega skert“ af loftárásum Bandaríkjanna. 26. júní 2025 10:58 Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fulltrúar Bandaríkjanna og Íran muni hittast í næstu viku og hefja viðræður um mögulegan kjarnorkusamning. Hann segir þó skipta litlu máli hvort samkomulag náist þar sem þegar væri búið að eyðileggja kjarnorkuáætlun Íran. 25. júní 2025 20:13 Tók í spaðann á Trump: „Hann er nú heillandi, karlinn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sat leiðtogafund Atlantshafsbandalagsríkjanna í Haag í dag ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Þá ræddi hún við fulltrúa ýmissa þjóða, þar á meðal Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún tók einnig í spaðann á Donald Trump forseta Bandaríkjanna, sem hún lýsir sem heillandi. 25. júní 2025 18:12 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Húsleit gerð hjá utanríkisþjónustu ESB vegna meints misferlis Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Jarðarförin fer fram í Tehran í dag og má þar sjá líkkistur þaktar íranska fánanum og stórar myndir af látnum herforingjum. Þúsundir svartklæddra syrgjenda hafa safnast saman í Enghelab-torgi í miðborg höfuðborgarinnar til að fylgja hinum látnu til grafar. Meðal þeirra sem verða bornir til grafar eru Mohammad Bagheri, sem var yfirmaður herforingjaráðs íranska hersins; Hossein Salami, sem var yfirmaður íranska byltingarvarðarins og kjarnorkuvísindamaðurinn Mohammad Mehdi Tehranchi, sem var rektor Azad-háskóla í Tehran. Íranski æðstiklerkurinn Ali Khamenei fagnaði sigri Írans á Ísraelum í fyrradag og sagði Íran hafa greitt Bandaríkjunum „þungt högg í andlitið“. Í gær var svo greint frá því að hreinsanir væru hafnar í Íran, fjöldi manns hefði verið handtekinn og margir teknir af lífi vegna meintra tengsla við ísraelsku leyniþjónustuna. Hafi bjargað æðstaklerknum frá „ljótum og smánarlegum“ dauða Donald Trump Bandaríkjaforseti brást ókvæða við yfirlýsingum æðstaklerksins í gær, sagðist hafa bjargað lífi æðstaklerksins og að Bandaríkin myndu ekki hika við að varpa sprengjum á Íran ef þess þyrfti. „Af hverju myndi hinn svokallaði „Æðsti leiðtogi,“ Ayataollah Ali Khameini, frá hinu stríðshrjáða Íran, segja svona blygðunarlaust og kjánalega að hann hafi unnið stríðið við Ísrael þegar hann veit að yfirlýsing sín er lygi, það er ekki svo. Sem mjög trúaður maður á hann ekki að ljúga,“ sagði Trump í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, fyrir utan Hvíta húsið.EPA „Landið hans var gjöreyðilagt, hans þrjár illu kjarnorkustöðvar voru þurrkaðar út og ég veit nákvæmlega hvar hann faldi sig og kom í veg fyrir að Ísrael eða bandaríski herinn, sá langbesti og öflugasti í heiminum, myndu taka hann af lífi. Ég bjargaði honum frá mjög ljótum og smánarlegum dauða og hann þarf ekki að segja, ,Þakka þér, forseti Trump',“ sagði hann einnig í færslunni. Þá sagðist hann einnig hafa komið í veg fyrir stórfellda árás Ísraela sem hefði hugsanlega verið lokahöggið. Hann hafi unnið að því að afnema refsiaðgerðir í garð Írans en fái að þökk ummæli æðstaklerksins sem einkennist af reiði og hatri. Á blaðamannafundi í gærkvöldi sagði Trump síðan að hann myndi „algjörlega“ íhuga að varpa sprengjum á Íran ef það lægi fyrir að Íranir væru að auðga úran. Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, vandar Trump ekki kveðjuna.Vísir/EPA Utanríkisráðherra Írans, Abbas Araghchi, varaði Trump við því að viðhafa „ruddaleg“ ummæli um æðstaklerkinn sem segir loftárásir bæði Bandaríkjanna og Ísrael hafa haft lítil áhrif. „Ef Trump forseti er einlægur í að vilja semja ætti hann að hætta þessum ruddalega og óásættanlega tóni í garð æðsta leiðtoga Írans, Ayatollah Khamenei,“ skrifaði Araghchi á samfélagsmiðilinn X. „Hin mikla og öfluga íranska þjóð, sem sýndi heiminum að stjórn Ísraels gat ekki annað en hlaupið til ,pabba' til að verða ekki flött út af eldflaugum okkar, tekur ekki vel í ógnanir og móðganir,“ sagði Araghchi einnig í færslunni. Hann gekkst hins vegar við því að kjarnorkumannvirki Írana hefðu orðið fyrir töluverðum skaða í loftárásunum. The complexity and tenacity of Iranians is famously known in our magnificent carpets, woven through countless hours of hard work and patience. But as a people, our basic premise is very simple and straightforward: we know our worth, value our independence, and never allow anyone…— Seyed Abbas Araghchi (@araghchi) June 27, 2025
Íran Bandaríkin Ísrael Donald Trump Tengdar fréttir Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin Íranskir miðlar hafa birt myndskeið af Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga landsins, þar sem hann segir meðal annars að Íran hafi greitt Bandaríkjunum „þungt högg í andlitið“. 26. júní 2025 12:11 „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Forstöðumaður bandarísku leyniþjónustunnar segir stofnunina búa yfir áreiðanlegum gögnum um að kjarnorkuinnviðir Írans og geta þeirra til framleiðslu á kjarnorkuvopnum hafi verið „verulega skert“ af loftárásum Bandaríkjanna. 26. júní 2025 10:58 Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fulltrúar Bandaríkjanna og Íran muni hittast í næstu viku og hefja viðræður um mögulegan kjarnorkusamning. Hann segir þó skipta litlu máli hvort samkomulag náist þar sem þegar væri búið að eyðileggja kjarnorkuáætlun Íran. 25. júní 2025 20:13 Tók í spaðann á Trump: „Hann er nú heillandi, karlinn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sat leiðtogafund Atlantshafsbandalagsríkjanna í Haag í dag ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Þá ræddi hún við fulltrúa ýmissa þjóða, þar á meðal Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún tók einnig í spaðann á Donald Trump forseta Bandaríkjanna, sem hún lýsir sem heillandi. 25. júní 2025 18:12 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Húsleit gerð hjá utanríkisþjónustu ESB vegna meints misferlis Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin Íranskir miðlar hafa birt myndskeið af Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga landsins, þar sem hann segir meðal annars að Íran hafi greitt Bandaríkjunum „þungt högg í andlitið“. 26. júní 2025 12:11
„Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Forstöðumaður bandarísku leyniþjónustunnar segir stofnunina búa yfir áreiðanlegum gögnum um að kjarnorkuinnviðir Írans og geta þeirra til framleiðslu á kjarnorkuvopnum hafi verið „verulega skert“ af loftárásum Bandaríkjanna. 26. júní 2025 10:58
Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fulltrúar Bandaríkjanna og Íran muni hittast í næstu viku og hefja viðræður um mögulegan kjarnorkusamning. Hann segir þó skipta litlu máli hvort samkomulag náist þar sem þegar væri búið að eyðileggja kjarnorkuáætlun Íran. 25. júní 2025 20:13
Tók í spaðann á Trump: „Hann er nú heillandi, karlinn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sat leiðtogafund Atlantshafsbandalagsríkjanna í Haag í dag ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Þá ræddi hún við fulltrúa ýmissa þjóða, þar á meðal Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún tók einnig í spaðann á Donald Trump forseta Bandaríkjanna, sem hún lýsir sem heillandi. 25. júní 2025 18:12