Tugir missa vinnuna í sumar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. júní 2025 21:00 Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC á Bakka. Sýn Forstjóri PCC á Bakka vonar að þeir tugir starfsmanna verksmiðjunnar sem missa vinnuna í sumar þreyi þorrann þar til hægt verði að hefja rekstur að nýju og ráði sig aftur til PCC. Stjórnvöld hafa sett á fót nefnd sem fjallar um mál PCC. Forstjórinn segir nauðsynlegt að stemma stigu við ríkisstyrktum innflutningi á kínverskum málmi. „Það er bara ákaflega þungbært og svo vitum við í rauninni ekki hvað stöðvunin mun vara lengi. Þetta er náttúrulega gríðarlegt högg fyrir samfélagið allt, Húsavík og Norðurþing ekki síst en líka bara fyrir ísland, land og þjóð,“ segir Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC á Bakka. Þegar tilkynnt var um hina tímabundnu rekstrarstöðvun í maí síðastliðnum var vísað til erfiðleika á mörkuðum með kísilmálma og raskana vegna tollastríðs. Ódýr innflutningur á ríkisstyrktum kísilmálmi frá Kína skekki verulega samkepnni. Stjórnvöld hafa sett á fót nefnd sem fjallar um málefni PCC. „Fyrst og fremst að markaðirnir batni en til þess að það gerist þá þurfa stjórnvöld bæði a íslandi og ekki síður í Evrópusambandinu að stíga inn i og koma í veg fyrir, að við teljum, þennan ólöglega innflutning frá Kína, sem er kominn til vegna gríðarlegra ríkisstyrkja þar i landi. Þetta er bara ójöfn samkeppni, við viljum bara keppa á eðlilegum forsendum við samkeppnisaðila í Evrópu og annars staðar í heminum en ekki óeðlilega samkeppni, það gengur ekki til lengdar. Þetta mun hafa áhrif á fleiri í Evrópu ef ekki verður brugðist við og stigið fast niður.“ Kæra innflutning kínverskra málma Forsvarsmenn PCC hafa kært innflutning á ríkisstyrktum kínverskum málmi til fjármálaráðuneytisins en Kári kveðst bjartsýnn á jákvæða niðurstöðu. Þá hafi nýliðinn NATO fundur einnig verið gott innlegg. „Fólk verður að skilja að þessi málmar sem við erum að framleiða og fleiri, þetta er bara mjög mikilvægt í stratigískum tilgangi fyrir álfuna sjálfa að geta verið sjálfbær, þannig að ég er mjög bjartsýnn á að við fáum jákvæða niðurstöðu í þessu og getum farið að keppa á eðlilegum samkeppnisgrundvelli við aðra … ég er ákaflega bjartsýnn að þetta muni fara allt saman af stað áður en langt um líður þó það sé ólíklegt að það verði fyrr en í byrjun næsta árs.“ PCC er gríðarlega mikilvægur vinnuveitandi í öllu Norðurþingi. „Stærsti útsvarsgreiðandi á svæðinu og ákaflega stoltir af því að allir starfsmennirnir hérna eru búnir að vera hjá okkur lengi, vilja koma og starfa hjá okkur aftur og ég hef mikla trú á því að megnið af starfsmönnunum muni þreyja þorrann yfir nokkra mánuði yfir vetrartímann um leið og það er hægt.“ Norðurþing Kína Vinnumarkaður Tengdar fréttir 134 sagt upp í þremur hópuppsögnum Alls var 134 manns sagt upp í þremur hópuppsögnum í nýliðnum maímánuði. 2. júní 2025 13:33 Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Verkalýðsforingi á Húsavík segir fyrirhugaða lokun kísilversins á Bakka reiðarslag fyrir samfélagið. Það sé með ólíkindum að íslenskir framleiðendur velji frekar ódýran kínverskan kísilmálm. 27. maí 2025 20:02 Draga úr framkvæmdum um meira en fjórðung vegna rekstrarstöðvunar PCC Framkvæmdir og fjárfestingar í samstæðu Norðurþings verða skornar niður um meira en fjórðung til þess að mæta tekjutapi sveitarfélagsins vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka. Þá verður hagrætt um 160 milljónir króna á fleiri sviðum hjá sveitarfélaginu. 13. júní 2025 13:11 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
„Það er bara ákaflega þungbært og svo vitum við í rauninni ekki hvað stöðvunin mun vara lengi. Þetta er náttúrulega gríðarlegt högg fyrir samfélagið allt, Húsavík og Norðurþing ekki síst en líka bara fyrir ísland, land og þjóð,“ segir Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC á Bakka. Þegar tilkynnt var um hina tímabundnu rekstrarstöðvun í maí síðastliðnum var vísað til erfiðleika á mörkuðum með kísilmálma og raskana vegna tollastríðs. Ódýr innflutningur á ríkisstyrktum kísilmálmi frá Kína skekki verulega samkepnni. Stjórnvöld hafa sett á fót nefnd sem fjallar um málefni PCC. „Fyrst og fremst að markaðirnir batni en til þess að það gerist þá þurfa stjórnvöld bæði a íslandi og ekki síður í Evrópusambandinu að stíga inn i og koma í veg fyrir, að við teljum, þennan ólöglega innflutning frá Kína, sem er kominn til vegna gríðarlegra ríkisstyrkja þar i landi. Þetta er bara ójöfn samkeppni, við viljum bara keppa á eðlilegum forsendum við samkeppnisaðila í Evrópu og annars staðar í heminum en ekki óeðlilega samkeppni, það gengur ekki til lengdar. Þetta mun hafa áhrif á fleiri í Evrópu ef ekki verður brugðist við og stigið fast niður.“ Kæra innflutning kínverskra málma Forsvarsmenn PCC hafa kært innflutning á ríkisstyrktum kínverskum málmi til fjármálaráðuneytisins en Kári kveðst bjartsýnn á jákvæða niðurstöðu. Þá hafi nýliðinn NATO fundur einnig verið gott innlegg. „Fólk verður að skilja að þessi málmar sem við erum að framleiða og fleiri, þetta er bara mjög mikilvægt í stratigískum tilgangi fyrir álfuna sjálfa að geta verið sjálfbær, þannig að ég er mjög bjartsýnn á að við fáum jákvæða niðurstöðu í þessu og getum farið að keppa á eðlilegum samkeppnisgrundvelli við aðra … ég er ákaflega bjartsýnn að þetta muni fara allt saman af stað áður en langt um líður þó það sé ólíklegt að það verði fyrr en í byrjun næsta árs.“ PCC er gríðarlega mikilvægur vinnuveitandi í öllu Norðurþingi. „Stærsti útsvarsgreiðandi á svæðinu og ákaflega stoltir af því að allir starfsmennirnir hérna eru búnir að vera hjá okkur lengi, vilja koma og starfa hjá okkur aftur og ég hef mikla trú á því að megnið af starfsmönnunum muni þreyja þorrann yfir nokkra mánuði yfir vetrartímann um leið og það er hægt.“
Norðurþing Kína Vinnumarkaður Tengdar fréttir 134 sagt upp í þremur hópuppsögnum Alls var 134 manns sagt upp í þremur hópuppsögnum í nýliðnum maímánuði. 2. júní 2025 13:33 Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Verkalýðsforingi á Húsavík segir fyrirhugaða lokun kísilversins á Bakka reiðarslag fyrir samfélagið. Það sé með ólíkindum að íslenskir framleiðendur velji frekar ódýran kínverskan kísilmálm. 27. maí 2025 20:02 Draga úr framkvæmdum um meira en fjórðung vegna rekstrarstöðvunar PCC Framkvæmdir og fjárfestingar í samstæðu Norðurþings verða skornar niður um meira en fjórðung til þess að mæta tekjutapi sveitarfélagsins vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka. Þá verður hagrætt um 160 milljónir króna á fleiri sviðum hjá sveitarfélaginu. 13. júní 2025 13:11 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
134 sagt upp í þremur hópuppsögnum Alls var 134 manns sagt upp í þremur hópuppsögnum í nýliðnum maímánuði. 2. júní 2025 13:33
Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Verkalýðsforingi á Húsavík segir fyrirhugaða lokun kísilversins á Bakka reiðarslag fyrir samfélagið. Það sé með ólíkindum að íslenskir framleiðendur velji frekar ódýran kínverskan kísilmálm. 27. maí 2025 20:02
Draga úr framkvæmdum um meira en fjórðung vegna rekstrarstöðvunar PCC Framkvæmdir og fjárfestingar í samstæðu Norðurþings verða skornar niður um meira en fjórðung til þess að mæta tekjutapi sveitarfélagsins vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka. Þá verður hagrætt um 160 milljónir króna á fleiri sviðum hjá sveitarfélaginu. 13. júní 2025 13:11
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent