Veður

Skúrir víða um land og lægð nálgast

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður víða á bilinu sjö til fjórtán stig.
Hiti á landinu verður víða á bilinu sjö til fjórtán stig. Vísir/Anton Brink

Útlit er fyrir fremur norðvestlæga átt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu og hvassast syðst á landinu. Víða má gera ráð fyrir skúrum, en það verður að mestu bjart suðvestanlands.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þar segir að hiti verði víða á bilinu sjö til fjórtán stig, hlýjast suðvestantil.

„Lægð sem nú er í myndun á Grænlandshafi nálgast landið á morgun. Þá snýst í sunnan golu eða kalda með dálítilli rigningu á Suður- og Vesturlandi, en úrkomuminna norðaustantil á landinu og hlýnar heldur þar,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Sunnan 3-10 m/s, hvassast vestantil. Rigning með köflum, en stöku skúrir um landið norðaustanvert. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á fimmtudag: Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Dálítil rigning með köflum, en síðdegisskúrir norðaustanlands. Hiti 10 til 16 stig.

Á föstudag: Fremur hæg breytileg átt og bjart með köflum, en líkur skúrum fyrir norðan. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Á laugardag: Breytileg átt 3-8, skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag: Snýst í norðlæga átt með vætu fyrir norðan, en bjartara sunnan heiða. Hiti 5 til 15 stig, mildast syðst.

Á mánudag: Útlit fyrir vestlæga átt og léttir til norðanlands. Hlýnar í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×