Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa 24. júlí 2025 08:03 Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við hjá ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni beinum við sjónum okkar að tölfræði um kynferðisofbeldi, með gögnum frá Embætti landlæknis, Ríkislögreglustjóra og Ríkissaksóknara. Þegar litið er til OECD samanburðar um kynbundið ofbeldi sést að við eigum langt í land með að ná fullu kynjajafnrétti og stöndum okkur síst betur en aðrar þjóðir. Sjálfsákvörðunarréttur kvenna yfir líkama sínum er ein af grundvallarforsendum kynjajafnréttis en konur á Íslandi búa enn við ógn af kynbundnu- og kynferðislegu áreiti og ofbeldi. Hvað er kynbundið ofbeldi? Í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna er kynbundið ofbeldi skilgreint sem „[o]fbeldi á grundvelli kyns sem leiðir til eða gæti leitt til líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir því verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi.“ Kynbundið ofbeldi hefur svo víðtæk áhrif á öryggi og lífsgæði kvenna og stúlkna að OECD hefur skilgreint það sem heimfaraldur sem sé viðhaldið með samfélagslegu samþykki. Þó flestar ef ekki allar konur og stúlkur séu meðvitaðar um þá ógn sem þeim stafar af kynbundnu ofbeldi eru fatlaðar konur, konur af erlendum uppruna og kynsegin konur í mestri hættu að verða fyrir ofbeldi. Fjórða hver kona er brotaþoli kynferðisofbeldis Í könnun Embættis landlæknis um Heilsu og líðan árið 2022 kom fram að um fjórðungur kvenna hefur verið beittur kynferðisofbeldi á lífsleiðinni en 9% karla. Fleiri karlar en konur hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi en fleiri konur en karlar hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi. Á myndinni má sjá kyn og aldursskiptingu svara við spurningunni um hvort fólk hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, t.d. verið þvingað til kynferðislegra athafna, svo sem samfara eða snertingar, gegn vilja sínum. Mynd 1: Hlutfall kvenna og karla sem hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi einu sinni eða oftar um ævina - eftir aldri Eins og sést á myndinni er yngra fólk líklegra til að verða fyrir kynferðisofbeldi en eldra fólk og konur eru í miklum meirihluta brotaþola. Rannsóknin Áfallasaga kvenna sýnir sama aldursmynstur meðal kvenna en þar er þó hlutfall kvenna sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi mun hærra í öllum aldurshópum, nema í þeim yngstu þar sem það er svipað, samaborið við könnunina Heilsa og líðan. Þegar spurt er hver hafi beitt ofbeldinu kemur fram að flest hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu einhverra sem þau þekkja en miklu fleiri konur en karlar hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í nánum samböndum eða af hálfu fyrrum maka eða kærasta. Ekki var spurt um kyn geranda. Karlar eru oftast gerendur í kynferðisbrotamálum Samkvæmt Ríkislögreglustjóra voru 568 kynferðisbrot skráð hjá lögregluembættum landsins árið 2024. Mynd 2: Fjöldi skráðra kynferðisbrota hjá lögreglunni, 2024 Þegar litið er til kyns brotaþola og gerenda eru konur í miklum meirihluta brotaþola og karlar í miklum meirihluta gerenda. Kynjahlutföllin eru enn ýktari vegna nauðgunarbrota. Mynd 3: Hlutfall brotaþola kynferðisbrota eftir kyni, 2024 Mynd 4: Hlutfall grunaðra gerenda í kynferðisbrotamálum eftir kyni, 2024 Flestir af grunuðum gerendum eru karlar á aldrinum 18-35 ára og er þetta í samræmi við tölfræði frá Stígamótum um gerendur. Frekari upplýsingar um gerendur er að finna í skýrslu samtakanna um ofbeldismenn sem gefin var út árið 2023. Fæst kynferðisbrot komast til dómstóla Að meðaltali voru 544 kynferðisbrot skráð árlega hjá lögreglu 2014-2023. Á sama tímabili rötuðu að meðaltali 312 kynferðisbrot á borð ákæruvaldsins samkvæmt ársskýrslum Ríkissaksóknara. Mynd 5: Fjöldi kynferðisbrotamála sem afgreidd voru af ákæruvaldinu á árunum 2014-2023 og fjöldi mála sem leiddu til ákæru Að meðaltali leiddu 43% þeirra kynferðisbrotamála sem ákæruvaldið afgreiddi á árunum 2014-2023 til ákæru en árin 2018 og 2019 skera sig úr bæði vegna fjölda mála og þess að meirihluti mála leiddi til ákæru. Alls leiddu 1.420 mál til ákæru á árunum 2014-2023. Um afdrif þeirra fyrir dómstólum vitum við ekki því þær upplýsingar er ekki er hægt að nálgast miðlægt á vefnum. Kröfur Kvennaárs og Druslugangan Kröfur Kvennaárs snúa m.a. að því að endurskoða lög um nauðganir og kynferðisbrot og stórauka fræðslu dómara, ákærenda og lögreglu um kynbundið ofbeldi og afleiðingar þess. Kröfurnar endurspegla þann raunveruleika að fjórðungur kvenna verður fyrir kynferðisofbeldi, mun lægra hlutfall brotanna kemur inn á borð lögreglu og enn færri mál til dómstóla. Án breytinga erum við að viðhalda heimsfaraldri kynbundins ofbeldis. Druslugangan fer fram laugardaginn 26. júlí. Við hvetjum öll til að taka þátt í göngunni, taka afstöðu gegn kynferðisofbeldi og krefjast samfélags þar sem konur og stúlkur geta lifað óhultar. Höfundar eru Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB, og Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Steinunn Bragadóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við hjá ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni beinum við sjónum okkar að tölfræði um kynferðisofbeldi, með gögnum frá Embætti landlæknis, Ríkislögreglustjóra og Ríkissaksóknara. Þegar litið er til OECD samanburðar um kynbundið ofbeldi sést að við eigum langt í land með að ná fullu kynjajafnrétti og stöndum okkur síst betur en aðrar þjóðir. Sjálfsákvörðunarréttur kvenna yfir líkama sínum er ein af grundvallarforsendum kynjajafnréttis en konur á Íslandi búa enn við ógn af kynbundnu- og kynferðislegu áreiti og ofbeldi. Hvað er kynbundið ofbeldi? Í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna er kynbundið ofbeldi skilgreint sem „[o]fbeldi á grundvelli kyns sem leiðir til eða gæti leitt til líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir því verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi.“ Kynbundið ofbeldi hefur svo víðtæk áhrif á öryggi og lífsgæði kvenna og stúlkna að OECD hefur skilgreint það sem heimfaraldur sem sé viðhaldið með samfélagslegu samþykki. Þó flestar ef ekki allar konur og stúlkur séu meðvitaðar um þá ógn sem þeim stafar af kynbundnu ofbeldi eru fatlaðar konur, konur af erlendum uppruna og kynsegin konur í mestri hættu að verða fyrir ofbeldi. Fjórða hver kona er brotaþoli kynferðisofbeldis Í könnun Embættis landlæknis um Heilsu og líðan árið 2022 kom fram að um fjórðungur kvenna hefur verið beittur kynferðisofbeldi á lífsleiðinni en 9% karla. Fleiri karlar en konur hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi en fleiri konur en karlar hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi. Á myndinni má sjá kyn og aldursskiptingu svara við spurningunni um hvort fólk hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, t.d. verið þvingað til kynferðislegra athafna, svo sem samfara eða snertingar, gegn vilja sínum. Mynd 1: Hlutfall kvenna og karla sem hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi einu sinni eða oftar um ævina - eftir aldri Eins og sést á myndinni er yngra fólk líklegra til að verða fyrir kynferðisofbeldi en eldra fólk og konur eru í miklum meirihluta brotaþola. Rannsóknin Áfallasaga kvenna sýnir sama aldursmynstur meðal kvenna en þar er þó hlutfall kvenna sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi mun hærra í öllum aldurshópum, nema í þeim yngstu þar sem það er svipað, samaborið við könnunina Heilsa og líðan. Þegar spurt er hver hafi beitt ofbeldinu kemur fram að flest hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu einhverra sem þau þekkja en miklu fleiri konur en karlar hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í nánum samböndum eða af hálfu fyrrum maka eða kærasta. Ekki var spurt um kyn geranda. Karlar eru oftast gerendur í kynferðisbrotamálum Samkvæmt Ríkislögreglustjóra voru 568 kynferðisbrot skráð hjá lögregluembættum landsins árið 2024. Mynd 2: Fjöldi skráðra kynferðisbrota hjá lögreglunni, 2024 Þegar litið er til kyns brotaþola og gerenda eru konur í miklum meirihluta brotaþola og karlar í miklum meirihluta gerenda. Kynjahlutföllin eru enn ýktari vegna nauðgunarbrota. Mynd 3: Hlutfall brotaþola kynferðisbrota eftir kyni, 2024 Mynd 4: Hlutfall grunaðra gerenda í kynferðisbrotamálum eftir kyni, 2024 Flestir af grunuðum gerendum eru karlar á aldrinum 18-35 ára og er þetta í samræmi við tölfræði frá Stígamótum um gerendur. Frekari upplýsingar um gerendur er að finna í skýrslu samtakanna um ofbeldismenn sem gefin var út árið 2023. Fæst kynferðisbrot komast til dómstóla Að meðaltali voru 544 kynferðisbrot skráð árlega hjá lögreglu 2014-2023. Á sama tímabili rötuðu að meðaltali 312 kynferðisbrot á borð ákæruvaldsins samkvæmt ársskýrslum Ríkissaksóknara. Mynd 5: Fjöldi kynferðisbrotamála sem afgreidd voru af ákæruvaldinu á árunum 2014-2023 og fjöldi mála sem leiddu til ákæru Að meðaltali leiddu 43% þeirra kynferðisbrotamála sem ákæruvaldið afgreiddi á árunum 2014-2023 til ákæru en árin 2018 og 2019 skera sig úr bæði vegna fjölda mála og þess að meirihluti mála leiddi til ákæru. Alls leiddu 1.420 mál til ákæru á árunum 2014-2023. Um afdrif þeirra fyrir dómstólum vitum við ekki því þær upplýsingar er ekki er hægt að nálgast miðlægt á vefnum. Kröfur Kvennaárs og Druslugangan Kröfur Kvennaárs snúa m.a. að því að endurskoða lög um nauðganir og kynferðisbrot og stórauka fræðslu dómara, ákærenda og lögreglu um kynbundið ofbeldi og afleiðingar þess. Kröfurnar endurspegla þann raunveruleika að fjórðungur kvenna verður fyrir kynferðisofbeldi, mun lægra hlutfall brotanna kemur inn á borð lögreglu og enn færri mál til dómstóla. Án breytinga erum við að viðhalda heimsfaraldri kynbundins ofbeldis. Druslugangan fer fram laugardaginn 26. júlí. Við hvetjum öll til að taka þátt í göngunni, taka afstöðu gegn kynferðisofbeldi og krefjast samfélags þar sem konur og stúlkur geta lifað óhultar. Höfundar eru Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB, og Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun