Erlent

Ní­tján ára ferða­maður fannst látinn

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Hann lagði af stað í göngu við Svínafell og fannst þar látinn.
Hann lagði af stað í göngu við Svínafell og fannst þar látinn.

Nítján ára ferðamaður fannst látinn við Svínafell síðastliðið föstudagskvöld. Hópur ferðamanna óskaði eftir aðstoðar lögreglunnar við leit að manninum unga sem hafði lagt af stað í göngu og ekki komið til baka innan eðlilegra tímamarka.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi að aðstoðarbeiðnin hafi borist um tíuleytið síðastliðið föstudagskvöld. Björgunarsveit í Öræfum var kölluð út þegar í stað til leitar sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. 

Kort af svæðinu.Map.is

Eftir skamma leit í krefjandi landslagi fannst ferðamaðurinn sem leitað var að en hann reyndist þá vera látinn. Þyrluáhöfn landhelgisgæslu og björgunarsveitarfólk fluttu hinn látna af vettvangi.

Lögreglan á Suðurlandi hefur atvikið til rannsóknar. Ekkert hefur komið fram sem bendir til annars en að maðurinn hafi látist af slysförum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×