Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2025 09:33 Þorsteinn Halldórsson gefur sínum konum fyrirmæli í tapleiknum á móti Sviss í Bern í gær. Getty/Marcio Machado Framtíð Þorsteins Halldórssonar, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var til umræðu eftir svekkjandi tap á móti Sviss á Evrópumótinu í gær. Eftir tvo leiki á móti slakari liðum riðilsins þá standa íslensku stelpurnar uppi stigalausar og eru úr leik fyrir lokaleikinn. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir mættu í Besta sætið, hlaðvarpsþátt Íþróttadeildar Sýnar, og ræddu svekkjandi tap Íslands gegn Sviss á Evrópumótinu í fótbolta með Ágústi Orra Arnarsyni. Umræðan barst meðal annars að Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara. Íslenska liðið hefur nú leikið fimm leiki undir hans stjórn á stórmóti án þess að fagna sigri og hefur ekki unnið alvöru landsleik á árinu 2025. „Það eru margir að gagnrýna þjálfarann. Árangurinn er undir væntingum þjóðarinnar. Var þetta örlagaleikur fyrir Þorstein Halldórsson,“ spurði Ágúst Orri. „Já, ég get alveg ímyndaði mér að sætið hans sé heitt. Þetta eru enn ein vonbrigðin núna,“ sagði Ásta. Sætið hans á að vera heitt „Sætið hans á að vera heitt og það á að vera sett spurningarmerki við starfið hans,“ greip Bára inn í. „Ég velti því samt fyrir mér hvort hann verði bara látinn klára sinn samning. Það er ár eftir af honum. Tekur næstu undankeppni og hættir svo. Er KSÍ búið að tala um það að þetta séu vonbrigði fyrir þeim? Ég er ekkert viss um það. Við erum að fara á stórmót og það lítur rosalega vel út á blaði,“ sagði Bára. „Steini er alltaf búinn að vera að tala um væntingarstjórnun í viðtölum. Ég skil alveg að þú þarft að væntingastýra inn í leikmannahópinn þinn. Af hverju erum við hrædd við að vera með kassann úti og setja pressu á okkur sjálf. Þá er ég að tala um sambandið. Ég á erfitt með að átta mig á því hvar þeir standa gagnvart þessu,“ sagði Bára. Eðlilega var fólk að hafa áhyggjur „Við sáum myndir af leikmönnum eftir leikinn. Þetta eru mjög mikil vonbrigði. Við erum ekki búnar að skora mark. Eðlilega var fólk að hafa áhyggjur af því fyrir mótið að liðið var ekki búið að vinna í tíu leikjum í röð. Þær virtust ekki hafa neinar áhyggjur af því sem ég set alveg spurningarmerki við,“ sagði Ásta. „Þær koma inn í mótið með sigur á bakinu gegn Serbíu sem er ekki gott lið. Maður vonaðist til þess að það myndi gefa þeim aðeins meira en það gerði. Við sem erum búin að vera að fylgjast með höfðum áhyggjur fyrir þetta mót því þetta var ekki búið að vera sannfærandi svolítið lengi,“ sagði Ásta. „Mikið um jafntefli. Gott að vera ekki alltaf að tapa en jafntefli gefur ekkert rosalega mikið,“ sagði Ásta. „Ef við förum í þessa leiki sem voru spilaðir, þessa jafnteflisleiki og þessa tapleiki, þá vorum við ekki að tengja saman tvo góða hálfleika. Við vorum að spila frábærlega og fá svo draslhálfleik í andlitið eftir það,“ sagði Bára. Óstöðugleikinn „Það voru leikir sem maður horfi á og hugsaði eftir hálfleikinn: Vá hvað við erum miklu betri. Svo var liggur við eins og það hefði verið skipt út ellefu leikmönnum eftir hálfleikinn og þetta væri eitthvað nýtt lið,“ sagði Bára. „Óstöðugleikinn í spilamennsku liðsins. Mér finnst það ekki bara vera það að þær hafi ekki unnið eða að það hafi verið mikið af jafnteflum eða töpum. Mér finnst það verra að þetta hafi verið svona ósannfærandi,“ sagði Bára. Það má hlusta á alla umræðuna í Besta sætinu hér fyrir neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir mættu í Besta sætið, hlaðvarpsþátt Íþróttadeildar Sýnar, og ræddu svekkjandi tap Íslands gegn Sviss á Evrópumótinu í fótbolta með Ágústi Orra Arnarsyni. Umræðan barst meðal annars að Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara. Íslenska liðið hefur nú leikið fimm leiki undir hans stjórn á stórmóti án þess að fagna sigri og hefur ekki unnið alvöru landsleik á árinu 2025. „Það eru margir að gagnrýna þjálfarann. Árangurinn er undir væntingum þjóðarinnar. Var þetta örlagaleikur fyrir Þorstein Halldórsson,“ spurði Ágúst Orri. „Já, ég get alveg ímyndaði mér að sætið hans sé heitt. Þetta eru enn ein vonbrigðin núna,“ sagði Ásta. Sætið hans á að vera heitt „Sætið hans á að vera heitt og það á að vera sett spurningarmerki við starfið hans,“ greip Bára inn í. „Ég velti því samt fyrir mér hvort hann verði bara látinn klára sinn samning. Það er ár eftir af honum. Tekur næstu undankeppni og hættir svo. Er KSÍ búið að tala um það að þetta séu vonbrigði fyrir þeim? Ég er ekkert viss um það. Við erum að fara á stórmót og það lítur rosalega vel út á blaði,“ sagði Bára. „Steini er alltaf búinn að vera að tala um væntingarstjórnun í viðtölum. Ég skil alveg að þú þarft að væntingastýra inn í leikmannahópinn þinn. Af hverju erum við hrædd við að vera með kassann úti og setja pressu á okkur sjálf. Þá er ég að tala um sambandið. Ég á erfitt með að átta mig á því hvar þeir standa gagnvart þessu,“ sagði Bára. Eðlilega var fólk að hafa áhyggjur „Við sáum myndir af leikmönnum eftir leikinn. Þetta eru mjög mikil vonbrigði. Við erum ekki búnar að skora mark. Eðlilega var fólk að hafa áhyggjur af því fyrir mótið að liðið var ekki búið að vinna í tíu leikjum í röð. Þær virtust ekki hafa neinar áhyggjur af því sem ég set alveg spurningarmerki við,“ sagði Ásta. „Þær koma inn í mótið með sigur á bakinu gegn Serbíu sem er ekki gott lið. Maður vonaðist til þess að það myndi gefa þeim aðeins meira en það gerði. Við sem erum búin að vera að fylgjast með höfðum áhyggjur fyrir þetta mót því þetta var ekki búið að vera sannfærandi svolítið lengi,“ sagði Ásta. „Mikið um jafntefli. Gott að vera ekki alltaf að tapa en jafntefli gefur ekkert rosalega mikið,“ sagði Ásta. „Ef við förum í þessa leiki sem voru spilaðir, þessa jafnteflisleiki og þessa tapleiki, þá vorum við ekki að tengja saman tvo góða hálfleika. Við vorum að spila frábærlega og fá svo draslhálfleik í andlitið eftir það,“ sagði Bára. Óstöðugleikinn „Það voru leikir sem maður horfi á og hugsaði eftir hálfleikinn: Vá hvað við erum miklu betri. Svo var liggur við eins og það hefði verið skipt út ellefu leikmönnum eftir hálfleikinn og þetta væri eitthvað nýtt lið,“ sagði Bára. „Óstöðugleikinn í spilamennsku liðsins. Mér finnst það ekki bara vera það að þær hafi ekki unnið eða að það hafi verið mikið af jafnteflum eða töpum. Mér finnst það verra að þetta hafi verið svona ósannfærandi,“ sagði Bára. Það má hlusta á alla umræðuna í Besta sætinu hér fyrir neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira