Erlent

Banda­menn fá hótunar­bréf um 25 til 40 prósent toll

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Karoline Leavit, fjölmiðlafulltrúi Trump, heldur á erindi forsetans til stjórnvalda í Japan.
Karoline Leavit, fjölmiðlafulltrúi Trump, heldur á erindi forsetans til stjórnvalda í Japan. Getty/Andrew Harnik

Greint var frá því í gær að Bandaríkjamenn hygðust leggja 25 prósent toll á allar vörur frá Japan og Suður-Kóreu, nánum bandamönnum, 30 prósent toll á vörur frá Suður-Afríku og 36 prósent toll á vörur frá Taílandi.

Þá verða tollar á vörur frá Laos og Mjanmar 40 prósent.

Bréf þessa efnis voru send stjórnvöldum umræddra ríkja og þeim hótað undir rós að ganga til samninga.

Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði einnig forsetatilskipun í gær þar sem hann fyrirskipaði að gildistöku nýrra tolla yrði frestað frá 9. júlí til 1. ágúst. Þá sagði hann mögulegt að henni yrði frestað enn frekar ef ríki sýndu samningsvilja.

Þegar hefur verið gengið frá samningum við Bretland, Kína og Víetnam og stjórnvöld segja tugi annarra í vinnslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×