Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júlí 2025 11:22 Teikning af innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga vill að við gerð svæðisskipulags Suðurnesja fyrir tímabilið 2024 til 2040 verði tekið jákvætt í tillögu starfshóps innviðaráðuneytis um að svæði í Hvassahrauni verði tekið frá undir framtíðarflugvallarstæði. Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs síðastliðinn miðvikudag. Svandís Svavarsdóttir, þáverandi innviðaráðherra, og Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri, kynntu niðurstöðu starfshópsins þann 1. október síðastliðinn. Þar kom fram að starfshópurinn teldi að svæðið hentaði veðurfarslega undir flugvöll og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. Hölluðust Svandís og Einar bæði að því að haldið yrði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni. Frá kynningu á niðurstöðu starfshóps um Hvassahraunsflugvöll síðastliðið haust. Frá vinstri eru Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins, Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri, Svandís Svavarsdóttir, þáverandi innviðaráðherra, og til hægri er Daði Baldur Ottósson, verkefnisstjóri starfshóps um almenningssamgöngur.Vilhelm Gunnarsson Eftir að þessi niðurstaða var kynnt gerðist það í síðustu eldsumbrotum á Sundhnúksgígaröðinni í byrjun aprílmánaðar að kvikugangur var að mati sérfræðinga Veðurstofunnar talinn hafa náð langleiðina að Kúagerði og fyrirhuguðu flugvallarstæði í Hvassahrauni. Kvikugangurinn braut sér á endanum leið til yfirborðs mun sunnar á gossprungunni með litlu eldgosi í útjaðri Grindavíkur en fjallað var um þessa ógn í þessari frétt: Í drögum að nýju svæðisskipulagi fyrir Suðurnes er ekki tekin afstaða til Hvassahraunsflugvallar en vísað til þeirrar tillögu starfshóps innviðaráðuneytisins frá því síðastliðið haust að svæðið verði tekið frá undir flugvöll. „Svæðisskipulagsnefnd hefur ekki mótað sér afstöðu til slíkrar landnotkunar. Í kynningu þessarar vinnslutillögu er sérstaklega óskað eftir athugasemdum við þá landnotkun eins og hún er kynnt og rökstudd í skýrslunni. Þær hugmyndir eru ekki reifaðar frekar hér heldur vísar nefndin í skýrslu starfshóps innviðaráðuneytisins,“ segir í greinargerð svæðisskipulagsnefndar. Kvikugangurinn sem myndaðist í byrjun aprílmánaðar náði langleiðina að fyrirhuguðu flugvallarstæði í Hvassahrauni, miðað við þá mynd sem teiknaðist upp af skjálftavirkninni.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Sveitarfélagið Vogar kom á framfæri ábendingu við svæðisskipulag Suðurnesja þar sem segir: „Er vert að benda á að niðurstöður starfshóps um byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru þær helstar að ólíklegt sé að náttúruvá hafi áhrif á flugvöll á svæðinu, engin veðurskilyrði mæli gegn valinu og líklega verði ekki mikil langtímaáhrif á eftirspurn í innanlandsflugi ef af flutningi þess verður í Hvassahraun. Það er lagt til að tekið verði jákvætt í uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni sem myndi þjóna kennslu-, æfinga- og einkaflugi, innanlandsflugi og sem varaflugvöllur millilandaflugs. Það yrði mikill akkur fyrir svæðið ef starfsemin hér að framan yrði flutt frá Reykjavík.“ Ráðamenn Icelandair létu á sínum tíma skoða hvernig sameinaður innanlands- og millilandaflugvöllur gæti litið út í Hvassahrauni. Þeir hafa síðan fallið frá stuðningi við Hvassahraunsflugvöll og sagðist forstjóri Icelandair í fyrra afskrifa flugvöll þar.Mynd/Goldberg Partners International. Bæjarráð Voga fylgir svo ábendingunni eftir með svohljóðandi samþykkt í síðustu viku um tillögu að svæðisskipulagi Suðurnesja: „Bæjarráð samþykkir tillöguna samhljóða en bendir á að í skipulagsáætlunum sveitarfélagsins er gert ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni og er það vilji sveitarfélagsins að tekið verði jákvætt í það.“ Vogar Skipulag Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Samgöngur Tengdar fréttir Landris heldur áfram í Svartsengi Landris og jarðskjálftavirkni halda áfram í Svartsengi og hefur virkni verið stöðug síðustu vikur. Kvikusöfnun í hólfinu undir Svartsengi hefur haldið áfram, en ekki hafa orðið breytingar sem gefa tilefni til endurskoðunar á hættumati. 1. júlí 2025 13:00 Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Vísindamenn Veðurstofunnar áætla að kvikugangurinn sem myndaðist í gær sé hátt í tuttugu kílómetra langur. Þeir telja enn möguleika á nýju gosi á norðausturhluta kvikugangsins en taka þó fram að það sé að verða ólíklegra með tímanum. 2. apríl 2025 21:43 Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, þáverandi innviðaráðherra, og Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri, kynntu niðurstöðu starfshópsins þann 1. október síðastliðinn. Þar kom fram að starfshópurinn teldi að svæðið hentaði veðurfarslega undir flugvöll og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. Hölluðust Svandís og Einar bæði að því að haldið yrði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni. Frá kynningu á niðurstöðu starfshóps um Hvassahraunsflugvöll síðastliðið haust. Frá vinstri eru Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins, Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri, Svandís Svavarsdóttir, þáverandi innviðaráðherra, og til hægri er Daði Baldur Ottósson, verkefnisstjóri starfshóps um almenningssamgöngur.Vilhelm Gunnarsson Eftir að þessi niðurstaða var kynnt gerðist það í síðustu eldsumbrotum á Sundhnúksgígaröðinni í byrjun aprílmánaðar að kvikugangur var að mati sérfræðinga Veðurstofunnar talinn hafa náð langleiðina að Kúagerði og fyrirhuguðu flugvallarstæði í Hvassahrauni. Kvikugangurinn braut sér á endanum leið til yfirborðs mun sunnar á gossprungunni með litlu eldgosi í útjaðri Grindavíkur en fjallað var um þessa ógn í þessari frétt: Í drögum að nýju svæðisskipulagi fyrir Suðurnes er ekki tekin afstaða til Hvassahraunsflugvallar en vísað til þeirrar tillögu starfshóps innviðaráðuneytisins frá því síðastliðið haust að svæðið verði tekið frá undir flugvöll. „Svæðisskipulagsnefnd hefur ekki mótað sér afstöðu til slíkrar landnotkunar. Í kynningu þessarar vinnslutillögu er sérstaklega óskað eftir athugasemdum við þá landnotkun eins og hún er kynnt og rökstudd í skýrslunni. Þær hugmyndir eru ekki reifaðar frekar hér heldur vísar nefndin í skýrslu starfshóps innviðaráðuneytisins,“ segir í greinargerð svæðisskipulagsnefndar. Kvikugangurinn sem myndaðist í byrjun aprílmánaðar náði langleiðina að fyrirhuguðu flugvallarstæði í Hvassahrauni, miðað við þá mynd sem teiknaðist upp af skjálftavirkninni.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Sveitarfélagið Vogar kom á framfæri ábendingu við svæðisskipulag Suðurnesja þar sem segir: „Er vert að benda á að niðurstöður starfshóps um byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru þær helstar að ólíklegt sé að náttúruvá hafi áhrif á flugvöll á svæðinu, engin veðurskilyrði mæli gegn valinu og líklega verði ekki mikil langtímaáhrif á eftirspurn í innanlandsflugi ef af flutningi þess verður í Hvassahraun. Það er lagt til að tekið verði jákvætt í uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni sem myndi þjóna kennslu-, æfinga- og einkaflugi, innanlandsflugi og sem varaflugvöllur millilandaflugs. Það yrði mikill akkur fyrir svæðið ef starfsemin hér að framan yrði flutt frá Reykjavík.“ Ráðamenn Icelandair létu á sínum tíma skoða hvernig sameinaður innanlands- og millilandaflugvöllur gæti litið út í Hvassahrauni. Þeir hafa síðan fallið frá stuðningi við Hvassahraunsflugvöll og sagðist forstjóri Icelandair í fyrra afskrifa flugvöll þar.Mynd/Goldberg Partners International. Bæjarráð Voga fylgir svo ábendingunni eftir með svohljóðandi samþykkt í síðustu viku um tillögu að svæðisskipulagi Suðurnesja: „Bæjarráð samþykkir tillöguna samhljóða en bendir á að í skipulagsáætlunum sveitarfélagsins er gert ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni og er það vilji sveitarfélagsins að tekið verði jákvætt í það.“
Vogar Skipulag Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Samgöngur Tengdar fréttir Landris heldur áfram í Svartsengi Landris og jarðskjálftavirkni halda áfram í Svartsengi og hefur virkni verið stöðug síðustu vikur. Kvikusöfnun í hólfinu undir Svartsengi hefur haldið áfram, en ekki hafa orðið breytingar sem gefa tilefni til endurskoðunar á hættumati. 1. júlí 2025 13:00 Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Vísindamenn Veðurstofunnar áætla að kvikugangurinn sem myndaðist í gær sé hátt í tuttugu kílómetra langur. Þeir telja enn möguleika á nýju gosi á norðausturhluta kvikugangsins en taka þó fram að það sé að verða ólíklegra með tímanum. 2. apríl 2025 21:43 Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Landris heldur áfram í Svartsengi Landris og jarðskjálftavirkni halda áfram í Svartsengi og hefur virkni verið stöðug síðustu vikur. Kvikusöfnun í hólfinu undir Svartsengi hefur haldið áfram, en ekki hafa orðið breytingar sem gefa tilefni til endurskoðunar á hættumati. 1. júlí 2025 13:00
Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Vísindamenn Veðurstofunnar áætla að kvikugangurinn sem myndaðist í gær sé hátt í tuttugu kílómetra langur. Þeir telja enn möguleika á nýju gosi á norðausturhluta kvikugangsins en taka þó fram að það sé að verða ólíklegra með tímanum. 2. apríl 2025 21:43
Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20