Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. júlí 2025 18:43 Einari Bárðarsyni rann kalt vants milli skinns og hörunds þegar hann las fréttir um áframhaldandi stapp Hygge og heilbrigðiseftirlitsins. Vísir/Anton Brink/Vilhelm Eigendur bakarísins Hygge við Barónsstíg hafa enn ekki fengið rekstrarleyfi afhent en 231 dagur er síðan þeir lögðu fram umsókn. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði veltir því fyrir sér hvort ákvörðun þeirra um að ræða mál sitt opinberlega hafi orðið þeim að falli. Mbl.is greindi frá því í dag að bakaríið Hygge hefði enn ekki fengið leyfið afhent. Í samtali við Vísi í síðasta mánuði sá Axel Þorsteinsson eigandi Hygge fyrir sér að geta opnað bakaríið þann 24. júní, en þá hafði hann beðið í rúma tvö hundruð daga eftir leyfinu. Fyrirtækið hafi orðið fyrir gríðarlegu tekjutapi meðan á biðinni hefur staðið og keypt Brauðhúsið í Grímsbæ til að geta haldið framleiðslu á matvælunum áfram til að fyrirtækið færi ekki á hausinn. Heilbrigðiseftirlit, ekki heilbrigðisforvarnir Einari Bárðarsyni framkvæmdastjóra Sveit rann kalt vatn milli skinns og hörunds í morgun þegar hann las tíðindin. Hann ræddi málið í Reykjavík síðdegis. „Ef rekstraraðili er í rekstrarstöðvun í 230 daga útaf leyfismálum, og gerði kannski ráð fyrir að vera í sex vikur, þá er allur rekstrargrundvöllur farinn undir þessa starfsemi. Hann er eiginlega gjaldþrota áður en hann fer í loftið,“ segir Einar. Það er varla ásetningur? „Nei en það er eitthvað að. Maður leyfir sér að efast um að fólk fari í vinnuna með það hugarfar að koma í veg fyrir að aðrir geti farið í vinnuna. Það gengur ekki upp. Í nafninu er það heilbrigðiseftirlit, en ekki heilbrigðisforvarnir.“ Fókusinn áður á öðru Í samtali við fréttastofu í síðasta mánuði sagði Einar að veitingamenn óttist sumir að styggja viðkomandi stofnanir eða stjórnsýslu sem hafa umsókn þeirra til meðferðar. „Svo fannst manni það, er ástæða fyrir því að óttast þetta svona? Er þetta ekki full dramatískt? Svo sér maður fyrirtæki sem fer í opinbera umræðu til að opna á umræðuna, og fjórum vikum seinna er búið að útiloka það frá því að opna veitingastað á þessum stað. Nota bene þar sem það var veitingastaður, í húsi sem var teiknað með veitingastað í kjallaranum í huga. En strandar núna á því, ef maður skilur fréttaflutning rétt, að það þurfi að vera sorp frá veitingastað fyrir aftan húsið,“ segir Einar. Það megi líta svo á að ákvörðun eigenda Hygge um að ræða opinberlega um mál þeirra hafi fellt það. „Það leit þannig út, þú getur sett það fram þannig, nema ef einhver getur sagt okkur að það sé einhvern veginn öðruvísi.“ Einar segir málið ekki hafa snúist um sorp fyrr en eigendur Hygge fóru að heyra í sér. Axel, eigandi Hygge, sagði í samtali við fréttastofu á sínum tíma að leyfisveitingin strandaði einna helst á tveimur gifsveggjum sem ákveðið var að reisa inni í bakaríinu. „Fókusinn á málinu var allt annars staðar í húsinu þar til þetta varð. Þetta er búið að fara í gegnum ýmis stig þangað til,“ segir Einar. Veitingastaðir Heilbrigðiseftirlit Rekstur hins opinbera Reykjavík síðdegis Bakarí Stjórnsýsla Mest lesið Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Mbl.is greindi frá því í dag að bakaríið Hygge hefði enn ekki fengið leyfið afhent. Í samtali við Vísi í síðasta mánuði sá Axel Þorsteinsson eigandi Hygge fyrir sér að geta opnað bakaríið þann 24. júní, en þá hafði hann beðið í rúma tvö hundruð daga eftir leyfinu. Fyrirtækið hafi orðið fyrir gríðarlegu tekjutapi meðan á biðinni hefur staðið og keypt Brauðhúsið í Grímsbæ til að geta haldið framleiðslu á matvælunum áfram til að fyrirtækið færi ekki á hausinn. Heilbrigðiseftirlit, ekki heilbrigðisforvarnir Einari Bárðarsyni framkvæmdastjóra Sveit rann kalt vatn milli skinns og hörunds í morgun þegar hann las tíðindin. Hann ræddi málið í Reykjavík síðdegis. „Ef rekstraraðili er í rekstrarstöðvun í 230 daga útaf leyfismálum, og gerði kannski ráð fyrir að vera í sex vikur, þá er allur rekstrargrundvöllur farinn undir þessa starfsemi. Hann er eiginlega gjaldþrota áður en hann fer í loftið,“ segir Einar. Það er varla ásetningur? „Nei en það er eitthvað að. Maður leyfir sér að efast um að fólk fari í vinnuna með það hugarfar að koma í veg fyrir að aðrir geti farið í vinnuna. Það gengur ekki upp. Í nafninu er það heilbrigðiseftirlit, en ekki heilbrigðisforvarnir.“ Fókusinn áður á öðru Í samtali við fréttastofu í síðasta mánuði sagði Einar að veitingamenn óttist sumir að styggja viðkomandi stofnanir eða stjórnsýslu sem hafa umsókn þeirra til meðferðar. „Svo fannst manni það, er ástæða fyrir því að óttast þetta svona? Er þetta ekki full dramatískt? Svo sér maður fyrirtæki sem fer í opinbera umræðu til að opna á umræðuna, og fjórum vikum seinna er búið að útiloka það frá því að opna veitingastað á þessum stað. Nota bene þar sem það var veitingastaður, í húsi sem var teiknað með veitingastað í kjallaranum í huga. En strandar núna á því, ef maður skilur fréttaflutning rétt, að það þurfi að vera sorp frá veitingastað fyrir aftan húsið,“ segir Einar. Það megi líta svo á að ákvörðun eigenda Hygge um að ræða opinberlega um mál þeirra hafi fellt það. „Það leit þannig út, þú getur sett það fram þannig, nema ef einhver getur sagt okkur að það sé einhvern veginn öðruvísi.“ Einar segir málið ekki hafa snúist um sorp fyrr en eigendur Hygge fóru að heyra í sér. Axel, eigandi Hygge, sagði í samtali við fréttastofu á sínum tíma að leyfisveitingin strandaði einna helst á tveimur gifsveggjum sem ákveðið var að reisa inni í bakaríinu. „Fókusinn á málinu var allt annars staðar í húsinu þar til þetta varð. Þetta er búið að fara í gegnum ýmis stig þangað til,“ segir Einar.
Veitingastaðir Heilbrigðiseftirlit Rekstur hins opinbera Reykjavík síðdegis Bakarí Stjórnsýsla Mest lesið Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent