Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2025 08:32 Ensk knattspyrnukona á fullu í líkamsræktarsal en myndin tengist fréttinni ekki beint. Gety/Harriet Lander Parakeppnir geta vissulega reynt á samböndin keppi kærustupar saman í liði. En hvenær er keppnisskapið orðið of mikið? Það er ekki vitað hvort umrætt samband hafi lifað af atvikið sem um ræðir en keppnisskap kærastans var einum of mikið að mati flestra sem á horfðu. HYROX hreysti keppni um síðustu helgi í Sydney í Ástralíu vakti nefnilega mjög mikla athygli eftir að myndband komst á flug á samfélagsmiðlum. Myndbandið sýnir karlmann halda áfram keppni þótt að kærasta hans og liðsfélagi í parakeppninni, lægi á sama tíma meðvitundarlaus ó gólfinu. View this post on Instagram A post shared by LADbible (@ladbible) Læknalið mótsins var komið á staðinn til að huga að konunni en kærasti hennar virtist ekki hafa meiri áhyggjur af henni en það að hann hélt bara áfram. Sá sem tók upp myndbandið heitir Aaron Boundy en hann deildi því á netinu. Hann sagði að konan hefði hnigið niður og farið að kippast til. Myndbandið fór á mikið flug á TikTok og margir voru þar gagnrýnir á hegðun kærastans. Einhver lýsti því yfir að þetta væri það versta sem hann hafði séð. Kærastinn var þarna að kasta bolta þegar konan fór í gólfið. Þegar hann fékk að vita það frá dómara keppninnar að hann gæti haldið áfram án hennar, þá gerði hann það. Læknaliðið brást fljótt við og konunni var ráðlagt að leita sér frekari læknishjálpar. Það kom líka í ljós að dómarinn gaf kærastanum rangar upplýsingar því í parakeppni þurfa báðir aðilar að klára keppnina til að fá gildan tíma. Hann hefði því aldrei fengið gildan tíma án kærustunnar sem gerir þetta auðvitað enn verra ef það var hægt. CrossFit Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
Það er ekki vitað hvort umrætt samband hafi lifað af atvikið sem um ræðir en keppnisskap kærastans var einum of mikið að mati flestra sem á horfðu. HYROX hreysti keppni um síðustu helgi í Sydney í Ástralíu vakti nefnilega mjög mikla athygli eftir að myndband komst á flug á samfélagsmiðlum. Myndbandið sýnir karlmann halda áfram keppni þótt að kærasta hans og liðsfélagi í parakeppninni, lægi á sama tíma meðvitundarlaus ó gólfinu. View this post on Instagram A post shared by LADbible (@ladbible) Læknalið mótsins var komið á staðinn til að huga að konunni en kærasti hennar virtist ekki hafa meiri áhyggjur af henni en það að hann hélt bara áfram. Sá sem tók upp myndbandið heitir Aaron Boundy en hann deildi því á netinu. Hann sagði að konan hefði hnigið niður og farið að kippast til. Myndbandið fór á mikið flug á TikTok og margir voru þar gagnrýnir á hegðun kærastans. Einhver lýsti því yfir að þetta væri það versta sem hann hafði séð. Kærastinn var þarna að kasta bolta þegar konan fór í gólfið. Þegar hann fékk að vita það frá dómara keppninnar að hann gæti haldið áfram án hennar, þá gerði hann það. Læknaliðið brást fljótt við og konunni var ráðlagt að leita sér frekari læknishjálpar. Það kom líka í ljós að dómarinn gaf kærastanum rangar upplýsingar því í parakeppni þurfa báðir aðilar að klára keppnina til að fá gildan tíma. Hann hefði því aldrei fengið gildan tíma án kærustunnar sem gerir þetta auðvitað enn verra ef það var hægt.
CrossFit Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira