Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2025 10:02 Sveindísi Jane Jónsdóttur hefur gengið afar illa að skapa sér eitthvað á Evrópumótinu, bæði í ár og líka í Englandi fyrir þremur árum síðan. Getty/Aitor Alcalde Sveindís Jane Jónsdóttir er hættulegasti sóknarmaður íslenska kvennalandsliðsins og hefur verið það undanfarin ár. Frammistaða hennar á tveimur Evrópumótum hefur alls ekki staðið undir væntingum. Hverju er um að kenna? Er hún ekki eins góð og við höldum? Hentar leikstíll liðsins henni ekki? Eru mótherjarnir að leggja ofurkapp á það að stoppa hana? Er hún ekki að fá nægilega góða aðstoð frá liðsfélögunum? Það er auðvitað nóg af spurningum enda er tölfræði Sveindísar sláandi slök. Hún hefur nú spilað samtals fimm leiki í úrslitakeppni EM, þrjá á EM í Englandi 2022 og tvo leiki á þessu Evrópumóti. Ekkert mark - engin stoðsending Sveindís hefur hvorki skorað mark né lagt upp mark í þessum leikjum. Ísland hefur skorað þrjú mörk samtals og Sveindís kom hvergi nálægt þeim. Á þeim 419 mínútum sem hún hefur spilað þá hefur hún reynt tíu skot en aðeins eitt þeirra hefur farið á markið. Hún er aðeins með 0,5 í áætluðum mörkum (xG) í þessum fimm leikjum. Skotin hennar hafa líka að meðaltali verið fyrir utan teig eða af 17,6 metra færi að meðaltali. Hún er ekki að komast í góð skotfæri inn í teig. Á þessu móti hefur ekkert af fjórum skotum Sveindísar hitt markið. Hún er með aðeins 0,2 í áætluðum mörkum (xG) í þessum tveimur leikjum. Hún hefur níu sinnum reynt að taka leikmann á og aðeins tvisvar hefur það heppnast. Sjö leikmenn íslenska liðsins komu við boltann inn í teig Svisslendinga í leiknum en Sveindís var ekki ein af þeim. Þar hjálpaði auðvitað ekki að hún var sjálf að taka innköst sem voru hættulegustu sóknaraðgerðir íslenska liðsins. Fjögur skotanna og það eina sem fór á markið kom í fyrsta leik hennar á EM 2022 sem var á móti Belgíu. Fjórir í röð án þess að eiga skot á mark Síðan þá hefur hún ekki aðeins leikið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu án þess að skora heldur fjóra leiki í röð án þess að hitta markið. Skotin eru aðeins sex samtals á 329 mínútum í þessum fjórum leikjum eða skot á 54 mínútna fresti. Það hlýtur bara að fara að koma að því að hlutirnir fari að ganga upp hjá Sveindísi á EM. Hæfileikarnir eru það miklir að vonandi brestur stíflan í Noregsleiknum. Þá verður þetta bara góða gamla tómatsósan, ekki satt? Ef íslenska landsliðið þarf á einhverju að halda þá er það að sjá Sveindísi okkar í ham. Það er löngu kominn tími á að laga aðeins þessa sláandi tölfræði. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Hverju er um að kenna? Er hún ekki eins góð og við höldum? Hentar leikstíll liðsins henni ekki? Eru mótherjarnir að leggja ofurkapp á það að stoppa hana? Er hún ekki að fá nægilega góða aðstoð frá liðsfélögunum? Það er auðvitað nóg af spurningum enda er tölfræði Sveindísar sláandi slök. Hún hefur nú spilað samtals fimm leiki í úrslitakeppni EM, þrjá á EM í Englandi 2022 og tvo leiki á þessu Evrópumóti. Ekkert mark - engin stoðsending Sveindís hefur hvorki skorað mark né lagt upp mark í þessum leikjum. Ísland hefur skorað þrjú mörk samtals og Sveindís kom hvergi nálægt þeim. Á þeim 419 mínútum sem hún hefur spilað þá hefur hún reynt tíu skot en aðeins eitt þeirra hefur farið á markið. Hún er aðeins með 0,5 í áætluðum mörkum (xG) í þessum fimm leikjum. Skotin hennar hafa líka að meðaltali verið fyrir utan teig eða af 17,6 metra færi að meðaltali. Hún er ekki að komast í góð skotfæri inn í teig. Á þessu móti hefur ekkert af fjórum skotum Sveindísar hitt markið. Hún er með aðeins 0,2 í áætluðum mörkum (xG) í þessum tveimur leikjum. Hún hefur níu sinnum reynt að taka leikmann á og aðeins tvisvar hefur það heppnast. Sjö leikmenn íslenska liðsins komu við boltann inn í teig Svisslendinga í leiknum en Sveindís var ekki ein af þeim. Þar hjálpaði auðvitað ekki að hún var sjálf að taka innköst sem voru hættulegustu sóknaraðgerðir íslenska liðsins. Fjögur skotanna og það eina sem fór á markið kom í fyrsta leik hennar á EM 2022 sem var á móti Belgíu. Fjórir í röð án þess að eiga skot á mark Síðan þá hefur hún ekki aðeins leikið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu án þess að skora heldur fjóra leiki í röð án þess að hitta markið. Skotin eru aðeins sex samtals á 329 mínútum í þessum fjórum leikjum eða skot á 54 mínútna fresti. Það hlýtur bara að fara að koma að því að hlutirnir fari að ganga upp hjá Sveindísi á EM. Hæfileikarnir eru það miklir að vonandi brestur stíflan í Noregsleiknum. Þá verður þetta bara góða gamla tómatsósan, ekki satt? Ef íslenska landsliðið þarf á einhverju að halda þá er það að sjá Sveindísi okkar í ham. Það er löngu kominn tími á að laga aðeins þessa sláandi tölfræði.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn