Forstjóri X hættir óvænt Agnar Már Másson skrifar 9. júlí 2025 15:42 Elon Musk, eigandi X, (t.v.) með Lindu Yaccarino, fráfarandi forstjóra fyrirtækisins. AP/Rebecca Blackwell Linda Yaccarino mun óvænt stíga til hliðar sem forstjóri samfélagsmiðilsins X, sem hét reyndar Twitter þegar auðkýfingurinn Elon Musk réð hana inn árið 2023 svo hann gæti sjálfur lagt frekari áherslu á rekstur Tesla. Í hennar forstjóratíð hefur X tekist að halda velli sem vinsælasti samfélagsmiðillinn í Bandaríkjunum hvað samfélagsumræðu varðar, að því er Axios greinir frá. Á sama tíma hefur auglýsingasala dregist verulega saman frá því að Musk keypti miðilinn en Yaccarino kemur einmitt úr auglýsingabransanum. eMarketer spáir því þó að auglýsingatekjur miðilsins aukist í ár, í fyrsta sinn á fjórum árum. Afsögn Yaccarino má því teljast nokkuð óvænt. „Þegar ég og [Musk] ræddum fyrst saman um hans sýn fyrir X vissi ég að það yrði einstakt tækifæri til að ráðast í þetta sérstaka verkefni þessa fyrirtækis,“ skrifar Yaccarino á X. Kveðst hún þakklát Musk fyrir að treysta sér með „þeirri ábyrgð að vernda málfrelsi“. „Ég er ótrúlega stolt af X-teyminu - sá sögulegi viðsnúningur í viðskiptum sem okkur hefur tekist að ná er hreint út sagt eftirtektarverður,“ bætir hún við. Yaccarino var ráðin 2023 en á undan því hafði hún stýrt auglýsingaarmi NBC Universal í áratug. Musk réð hana meðal annars til að slá á áhyggjur Tesla-hluthafa sem höfðu lýst áhyggjum af því að Musk sýndi bílaframleiðandum ekki eins mikla athygli meðan hann var sjálfur forstjóri X um hríð. Musk og X vakti sviðsljós fjölmiðla í dag þar sem fyrirtæki í eigu Musks þurfti óviðeigandi færslum frá X-spjallmenninu Grok þar sem spjallmennið lofaði Adolf Hitler, kallaði sjálfan sig Mecha Hitler og gerði ýmsar athugasemdir við fyrirspurnir notenda sem lýstu gyðingahatri. Afsögn Yaccarino kemur á erfiðum tíma fyrir Musk þar sem sölutölur Tesla hafa dregist saman auk þess sem hann á í orðastríði við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Elon Musk X (Twitter) Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Í hennar forstjóratíð hefur X tekist að halda velli sem vinsælasti samfélagsmiðillinn í Bandaríkjunum hvað samfélagsumræðu varðar, að því er Axios greinir frá. Á sama tíma hefur auglýsingasala dregist verulega saman frá því að Musk keypti miðilinn en Yaccarino kemur einmitt úr auglýsingabransanum. eMarketer spáir því þó að auglýsingatekjur miðilsins aukist í ár, í fyrsta sinn á fjórum árum. Afsögn Yaccarino má því teljast nokkuð óvænt. „Þegar ég og [Musk] ræddum fyrst saman um hans sýn fyrir X vissi ég að það yrði einstakt tækifæri til að ráðast í þetta sérstaka verkefni þessa fyrirtækis,“ skrifar Yaccarino á X. Kveðst hún þakklát Musk fyrir að treysta sér með „þeirri ábyrgð að vernda málfrelsi“. „Ég er ótrúlega stolt af X-teyminu - sá sögulegi viðsnúningur í viðskiptum sem okkur hefur tekist að ná er hreint út sagt eftirtektarverður,“ bætir hún við. Yaccarino var ráðin 2023 en á undan því hafði hún stýrt auglýsingaarmi NBC Universal í áratug. Musk réð hana meðal annars til að slá á áhyggjur Tesla-hluthafa sem höfðu lýst áhyggjum af því að Musk sýndi bílaframleiðandum ekki eins mikla athygli meðan hann var sjálfur forstjóri X um hríð. Musk og X vakti sviðsljós fjölmiðla í dag þar sem fyrirtæki í eigu Musks þurfti óviðeigandi færslum frá X-spjallmenninu Grok þar sem spjallmennið lofaði Adolf Hitler, kallaði sjálfan sig Mecha Hitler og gerði ýmsar athugasemdir við fyrirspurnir notenda sem lýstu gyðingahatri. Afsögn Yaccarino kemur á erfiðum tíma fyrir Musk þar sem sölutölur Tesla hafa dregist saman auk þess sem hann á í orðastríði við Donald Trump Bandaríkjaforseta.
Elon Musk X (Twitter) Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira