Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Agnar Már Másson skrifar 9. júlí 2025 22:04 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Getty/Tasos Katopodis Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að leggja 50 prósenta tolla á vörur framleiddar í Brasilíu, meðal annars vegna „nornaveiða“ á fyrrverandi forseta Brasilíu. Hann tilkynnir áformin í tollabréfi sem hann deilir á samfélagsmiðlum, en í færslunni sakaði han stjórnvöld í Brasilíu um „árásir“ á bandarísk tæknifyrirtæki og sögðu stjórnvöld þar standa fyrir „nornaveiðum“ gegn fyrrverandi forsetanum Jair Bolsonaro, sem er bandamaður Trumps of bendlaður við öfga hægrið. Bolsonaro á yfir höfði sér ákæru fyrir meinta tilraun til að snúa við úrslitum kosninga árið 2022 — ekki ólíkt Trump, sem var ákærður fyrir tilraun til að hnekkja úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2020, en eins og frægt er var sú ákæra látin niður falla þegar hann steig aftur fæti inn í Hvíta húsið. Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu.AP/Luis Nova Trump hafði þegar átt í orðaskiptum við Luiz Inácio Lula da Silva Brasilíuforseta vegna réttarhalda yfir Bolsonaro fyrr í vikunni. Lula sagði að Brasilía myndi ekki samþykkja „afskipti“ frá neinum og bætti við: „Enginn er hafinn yfir lög.“ Trump hefur sent 22 bréf til landa um allan heim í þessari viku, þar á meðal vinaþjóða eins og Japans, Suður-Kóreu og Srí Lanka, þar sem hann lýsir yfir nýjum tollum á vörur þeirra sem taka gildi 1. ágúst, rétt tollar á Evrópusambandið sem hefðu tekið gildi í dag hefði Trump ekki frestað þeim aftur. Þessar tollayfirlýsingar hafa að mestu þjónað þeim tilgangi að endurvekja áætlanir sem Trump lagði fram í apríl en voru síðan settar á ís eftir að fjármálamarkaðir brugðust illa við og viðræður hófust milli Bandaríkjanna og 90 annarra þjóða um að draga úr tollunum. Skilaboðin til Brasilíu eru þó mun hvassari þar sem Trump hótar verulegri hækkun á tollunum sem hafa hingað til staðið í 10 prósentum, eins og á Íslandi. Donald Trump Brasilía Bandaríkin Skattar og tollar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Hann tilkynnir áformin í tollabréfi sem hann deilir á samfélagsmiðlum, en í færslunni sakaði han stjórnvöld í Brasilíu um „árásir“ á bandarísk tæknifyrirtæki og sögðu stjórnvöld þar standa fyrir „nornaveiðum“ gegn fyrrverandi forsetanum Jair Bolsonaro, sem er bandamaður Trumps of bendlaður við öfga hægrið. Bolsonaro á yfir höfði sér ákæru fyrir meinta tilraun til að snúa við úrslitum kosninga árið 2022 — ekki ólíkt Trump, sem var ákærður fyrir tilraun til að hnekkja úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2020, en eins og frægt er var sú ákæra látin niður falla þegar hann steig aftur fæti inn í Hvíta húsið. Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu.AP/Luis Nova Trump hafði þegar átt í orðaskiptum við Luiz Inácio Lula da Silva Brasilíuforseta vegna réttarhalda yfir Bolsonaro fyrr í vikunni. Lula sagði að Brasilía myndi ekki samþykkja „afskipti“ frá neinum og bætti við: „Enginn er hafinn yfir lög.“ Trump hefur sent 22 bréf til landa um allan heim í þessari viku, þar á meðal vinaþjóða eins og Japans, Suður-Kóreu og Srí Lanka, þar sem hann lýsir yfir nýjum tollum á vörur þeirra sem taka gildi 1. ágúst, rétt tollar á Evrópusambandið sem hefðu tekið gildi í dag hefði Trump ekki frestað þeim aftur. Þessar tollayfirlýsingar hafa að mestu þjónað þeim tilgangi að endurvekja áætlanir sem Trump lagði fram í apríl en voru síðan settar á ís eftir að fjármálamarkaðir brugðust illa við og viðræður hófust milli Bandaríkjanna og 90 annarra þjóða um að draga úr tollunum. Skilaboðin til Brasilíu eru þó mun hvassari þar sem Trump hótar verulegri hækkun á tollunum sem hafa hingað til staðið í 10 prósentum, eins og á Íslandi.
Donald Trump Brasilía Bandaríkin Skattar og tollar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent