Innlent

Jökul­hlaupið í rénun

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Undanfarna daga hefur rafleiðni og vatnshæð hækkað í Leirá syðri.
Undanfarna daga hefur rafleiðni og vatnshæð hækkað í Leirá syðri. Vísir/Jóhann K.

Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá syðri og Skálm er enn í gangi en er í rénun. Náttúruvársérfræðingar segja þó ekki hægt að útiloka að vatnshæð í ánum aukist á ný. 

Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að rafleiðni og vatnshæð í Leirá syðri og Skálm hafi farið hægt vaxandi í nótt í kjölfar aukningar síðustu daga. Undir morgun hafi vatnshæð og rafleiðni tekið að lækka. Hámarki í Leirá virðist því hafa verið náð í gærkvöldi og í Skálm við brúna yfir þjóðveg 1 í morgun. 

Þá hafi dregið úr óróa við Austmannsbungu frá því í morgun.

Líklegast sé að hlaupið haldi áfram í rénum og að rennsli hverfi aftur að venjulegu sumarrennsli. Þó sé ekki hægt að útiloka að hvellsuða í jarðhitakerfum við jökulbotn verði af völdum þrýstingsléttingar í kjölfar hlaupsins. Slíkt geti leitt til ísbráðnunar og aukins hlaupvatns.

Enn sé of snemmt að segja til um framvinduna að svo stöddu. Sólarhringsvakt Veðurstofunnar fylgist áfram með þróun mælinga á svæðinu. 

Ferðamenn eru enn beðnir um að sýna aðgát í grennd við árnar þar sem gasmengun gæti verið á svæðinu. Þá bendir Veðurstofan á að alltaf skuli fara varlega nærri árfarvegum.


Tengdar fréttir

Jökul­hlaup úr Mýr­dals­jökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi

Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm er enn í gangi. Vatnshækkun og rafleiðni hefur farið mjög hægt vaxandi í nótt samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar. Þar kemur jafnframt fram að náið sé fylgst með aðstæðum og að uppfærsla um hlaupið verði birt á heimasíðu þeirra í dag.

Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins

Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá syðri og Skálm sem hófst í dag heldur áfram. Vegfarendum er ráðlagt dvelja ekki að óþörfu við árfarvegi, þar sem gasmengun gæti verið á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×