Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar 11. júlí 2025 15:30 Það er grátbroslegt að lesa grein formanns Blaðamannafélags Íslands, Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, eftir dóm Landsréttar sem á dögunum hreinsaði bloggarann Pál Vilhjálmsson af ásökunum blaðamannsins Aðalsteins Kjartanssonar. Samkvæmt Landsrétti verður Aðalsteinn að þola beinskeytta gagnrýni líkt og hann leyfir sér beina að öðrum. Í stað þess að líta í eigin barm, veður Sigríður Dögg úr einu yfir í annað til að beina athyglinni frá niðurstöðunni. Langar mig að fara hér yfir nokkur atriði þar sem Sigríður Dögg reynir að afvegaleiða almennings og fórnarlambavæða blaðamenn. Stutta svarið við grein Sigríðar er nei, niðurstaða Landsréttar grefur ekki undan fjölmiðlafrelsi né veitir hún skotleyfi á blaðamenn. Þeir verða hins vegar, eins og aðrir sem tjá sig á opinberum vettvangi, að þola gagnrýni. Að mínu mati verða þeir að gera meira, þar sem þeim er ljáð rýmra tjáningarfrelsi en öðrum. Þeir verða að læra að taka gagnrýni og viðurkenna þegar þeir fara með rangt mál. Þar greinir okkur Sigríði Dögg heldur betur á. Fyrir henni er jörðin flöt, sama hvað sýnt er fram á og blaðamenn geta aldrei gert mistök. Gott dæmi um það er á upphafsdögum lögreglurannsóknra á hendur téðum Aðalsteini Kjartanssyni vegna símastulds- og byrlunarmálsins. Ég þekki það mál vel enda brotaþoli. Aðalsteinn taldi í málinu blaðamenn stikkfría frá lögreglurannsóknum og fékk héraðsdómarann Arnbjörgu Sigurðardóttur til að samþykkja það. Arnbjörg þessi er eiginkona núverandi menningarmálaráðherra og þáverandi formanns Samfylkingarinnar, Loga Einarssonar. Ég nefni þessa tengingu vegna þess að ekki aðeins er Aðalsteinn fyrrum frambjóðandi samfylkingarinnar heldur eru tveir af nánustu samverkamönnum hans, Þórður Snær Júlíusson og Arnar Þór Ingólfsson starfsmenn flokksins í dag! Það er nefnilega ekki langt á milli pólitíkur og blaðamennsku eins og dæmin sanna. Úrskurðurinn hélt vitaskuld ekki vatni. Landsréttur sneri honum við og Hæstiréttur sá enga ástæðu til að skoða þá afstöðu nánar. Það eru svona tækifærisdómar sem draga úr trausti og tiltrú á dómskerfinu. Í viðleitni sinni til að fórnarlambavæða blaðamenn heldur formaður Blaðamannafélagsins því enn einu sinni fram að skrif Aðalsteins og samverkamanna hans árið 2021 um hugarburð þeirra “skæruliðadeild Samherja” hafi ekki verið mótmælt. Það hef ég oftsinnis gert. Ég hef gert það í mörgum færslum á Facebook, í viðtölum í sjónvarpi og hlaðvarpi, í aðsendum greinum. Þá bauðst ég meira að segja til þess að mæta á svokallað pressukvöld hjá Blaðamannafélaginu þar sem ræða átti málið en formaðurinn bannaði mér að mæta. Pressukvöldið varð því pressulaust með öllu og líktist öðru fremur bergmálshelli. Í sama tilgangi, að fórnarlambavæða blaðamenn, heldur formaðurinn einnig áfram að reyna að tengja sakamál blaðamannanna við Samherja, enda erfitt að kalla sig fórnarlamb ef andstæðingurinn er sjómaður út í bæ og fórnarlömbin ríkisstyrkt með gjallarhorn. Þetta mál snýst ekki um Samherja nema ef vera skyldi vegna þráhyggju tiltekinna blaðamanna gagnvart félaginu og einbeittan vilja þeirra til að klekkja á því, eigendum þess og starfsmönnum. Nei, þetta snýst um vinnubrögð blaðamanna og ekkert annað. Meira að segja einn sakborningur í símastulds- og byrlunarmálinu, Þóra Arnórsdóttir, sagði í blaðaviðtali við Heimildina að málið hefði ekkert með Samherja að gera. Formaðurinn hlýtur að trúa eigin félagsmanni um það? Við skulum líka halda því til haga að Samherji baðst ekki afsökunar á mér eða mínum vinnubrögðum enda vann ég ekki hjá fyrritækinu á þessum tíma. Það leiðir hugan að annari afsökunarbeiðni en einn af stærstu fjölmiðlum Noregs bað Samherja afsökunar, eins og frægt er. Á hverju baðst sá fjölmiðill afsökunar? Jú það var grein sem var skrifuð um Samherja og mig. Hverjir skyldu nú hafa verið heimildarmenn blaðamannsins sem skrifaði þá grein? Engir aðrir en Sigríður Dögg, formaður Blaðamannafélagsins, og Atli Thor Fanndal, fyrrverandi framkvæmdarstjóra Transparency International,og þáverandi ritstjóri Heimildarinar, Þórður Snær Júlíusson. Þá er líka ágætt að rifja upp að hann þurfti siðar að biðjast afsökunar og segja af sér þingmennsku eftir að hafa verið afhjúpaður sem netniðingur. Í þessari afsökunarbeiðni kemur meðal annars fram „Þá segir ritstjórn tímaritsins að yfirheyrsla íslenskra blaðamanna hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra hafi „ekki tengst umfjöllun þessara blaðamanna um umrætt mál og kemur þannig málinu ekki við“. Með öðrum orðum meira að segja erlendir miðlar virðast gera sér betur grein fyrir málvöxtum en formaður Blaðamannafélagsins. Til að beina sjónum almennings frá starfsháttum blaðamanna reynir Sigríður Dögg að klappa þann stein að rannsóknin í símastulds- og byrlunarmálinu hafi snúist um heimildarmann. Þetta heitir á góðri íslensku að afvegaleiða. Lögreglan var mjög skýr í greinargerð sinni um þetta: „Lögregla óskaði ekki eftir því við sakborninga að þeir upplýstu um heimildarmenn sína enda lá það fyrir frá upphafi rannsóknar hver heimildarmaðurinn var í máli þessu.” Þá reynir Sigríður Dögg að þyrla upp ryki með því að segja að „Það að eiginkona Páls hafi mögulega tekið gögnin í leyfisleysi úr síma hans, líkt og Páll heldur fram, staðfestir ekki þar með að hún sé heimildarmaður blaðamannanna.“ Þetta eru en ein ósannindi formannsins því það hefur margoft komið fram að síminn var afhentur fyrrverndi samstarfsmanni Aðalsteinns sem var á þeim tíma starfsmaður RÚV, eða eins og segir í greinargerð lögreglu: „Í júlí síðastliðnum upplýsti sakborningur um að hafa afhent fréttamanni RÚV símann í húsnæði RÚV í Reykjavík. Sá hafi kallað til annan starfsmann RÚV sem tók við símanum og fór með hann til þriðja aðila sem hann gat ekki upplýst um hver hefði verið. Þessir starfsmenn RÚV hefðu verið með símann í sólarhring og sakborningur hefði komið daginn eftir á RÚV og fengið símann afhentan aftur.” Hverjir skyldu nú hafa verið á fundinum upp í Efstaleiti, þann 5 mai 2021, þegar símanum var skilað en á sama tíma voru læknar hinum megin við götuna ennþá að berjast við að halda mér á lífi. Þau sem sátu fundin vissu þá af því að ég lægi inn á spítala en það er staðfest með framburði. Þennan fund sátu, Arnar Þórisson, Þóra Arnórsdóttir og Helgi Seljan og eins leit Rakel Þorbergs við og fór yfir stöðunna. Þetta eru staðreyndir sem liggja fyrir hvað sem formaðurinn segir. Samskiptin sem blaðamennirnir hnýstust í gátu bara komið frá einum stað: Símanum mínum. Ég var ekki með þessi samskipti í neinni tölvu. Þá gátu þau ekki komið úr símum annarra, þ.e. viðmælenda minna, enda sást skýrlega í skjáskotum í fréttunum að viðmælendurnir hétu þeim nöfnum sem ég gaf þeim. Enda hringdu blaðamennirnir Aðalsteinn og Þórður Snær í mig, hvers vegna gerður þeir það ef gögnin komu annarsstaðr frá ? En ég þykist geta fullyrt að Arna kallar sig ekki Samherja-Arna í símanum sínum. Þá held ég að ef blaðamennirnir hefðu komist yfir samskipti í símum annarra þá hefði þeim þótt margt fróðlegra en samskipti þessa fólks við mig! Eins og ég segi, þetta heitir að afvegaleiða og er formanni blaðamannafélagsins til mikillar minnkunar að leggjast svo lágt. Formaðurinn lætur ekki staðar numið þarna heldur segir blákalt að það sé lygi að blaðamenn hafi “framið alvarlegt og refsivert brot og lagt sig fram við að eyða sönnunargögnum um það.” Þetta er nú ekki meiri lygi en svo að í greinargerð lögreglu stendur: „Ekki tókst að afla fullnægjandi stafrænna gagna þar sem þeim hafði verið eytt og réttarbeiðnir sem sendar voru erlendum tölvuþjónustu fyrirtækjum hafa enn ekki skilað árangri.” Til viðbótar eru samskipti Þóru Arnórsdóttur við mína fyrrverandi, sem kom símanum mínum í hendur starfsmanna Ríkisútvarpsins, þar sem Þóra vill fá síma hennar til að afhenda ótilgreindum aðila með tæknikunnáttu. Til hvers í ósköpunum? Ég skal viðurkenna að mér gremst einnig að lesa orð formannsins um að símastulds- og byrlunarmálið hafi verið fellt niður. Það er rangt. Rannsókn var hætt. Við fyrstu sýn kann að virðast um hártoganir að ræða en svo er nefnilega ekki. Lögregla fellir niður mál ef það er ekki líklegt til sakfellis. Rannsókn er hætt af öðrum ástæðum. Er rétt að vísa enn og aftur í greinargerð lögreglu: „Þar er afstaða Lögreglustjóraembættisins á Norðurlandi eystra að allir sakborningar í málinu gætu hafa sýnt af sér atferli sem getur flokkast undir brot á framangreindum ákvæðum“. Ég hef áður þurft að leiðrétta formanninn en hún lætur sér það í léttu rúmi liggja enda virðist viðhorf hennar að blaðamenn séu yfir lög og gagnrýni hafnir. Því er ég af öllu hjarta ósammála. Það er hins vegar eitt sem ég get verið sammála Sigríði Dögg um: „Það er verulega alvarlegt í sjálfu sér að veita slíkt svigrúm til að brigsla mönnum um refsiverða háttsemi sem ekki hefur sannast með dómi.” Enn og aftur virðist sem önnur lögmál eigi að gilda um blaðamenn og Samherja. Hún hefur ekki séð neitt athugavert við ásakanir kollega hennar í garð félagsins og einstaklinga sem því tengjast. Skrifaði einn fyrrum sakborningurinn t.d.: „Það var gert með mútugreiðslum til tveggja ráðherra í landinu og annarra manna úr þeirra nánasta hring.” Þarna er enginn fyrirvari og því miður eru svona skrif sumra blaðamanna ekki einsdæmi. Hún ætti kannski að biðja suma blaðamenn um að gæta meiri nærgætni í skrifum sínum um aðra. Sigríður hikar ekki að höggva til þeirra sem voga sér að gagnrýna vinnubrögð blaðamanna. Það þekkir bloggarinn Páll Vilhjálmsson sem hefur þurft að verjast fordæmalausum þöggunartilburðum blaðamanna sem gjarnan líta á sig sem kyndilbera málfrelsis! Til allrar hamingju hafði nafni minn sigur úr bítum. Það er sigur fyrir almenna skynsemi á Íslandi. En ég þekki þöggunartilburði og kælingu formannsins sjálfur á eigin skinni. Hélt hún málþing sumarið 2021 til að ófræja mig og vini mína sem höfðum rætt okkar á milli um menn og málefni – í einkaspjalli. Með réttu má kalla það ófrægingarherferð! Þá er það grátbroslegt að horfa upp á formanninn vísa í siðareglur þegar hún reynir að rakka niður Pál Vilhjálmsson. Siðareglur sem samverkamaður hennar gerðist sekur um að hafa brotið alvarlega gegn. Í siðareglum íslenskra blaðamanna segir meðal annars að þeir „hafi sannleikann að leiðarljósi og setji upplýsingar fram á heiðarlegan og sanngjarnan hátt, hagræði ekki staðreyndum og setji ekki fram órökstuddar ásakanir“. Þá segir í siðareglum „að blaðamaður geri greinarmun á staðreyndum og skoðunum og gangi úr skugga um áreiðanleika upplýsinga.” Ég velti alvarlega fyrir mér hvort Sigríður hafi nokkurn tímann lesið þessar reglur eða skilji inntak þeirra? Ég skora á Sigríði Dögg að mæta mér hjá Stefáni Einari í Spursmálum. Hún hlýtur að geta varið vinnubrögð blaðamanna í eigin persónu eða þarf hún skjöld einhliða aðsendra yfirlýsinga eða aðkeypts lögmanns til að verja sig og málstað sinn? Höfundur er skipstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Steingrímsson Samherjaskjölin Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Það er grátbroslegt að lesa grein formanns Blaðamannafélags Íslands, Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, eftir dóm Landsréttar sem á dögunum hreinsaði bloggarann Pál Vilhjálmsson af ásökunum blaðamannsins Aðalsteins Kjartanssonar. Samkvæmt Landsrétti verður Aðalsteinn að þola beinskeytta gagnrýni líkt og hann leyfir sér beina að öðrum. Í stað þess að líta í eigin barm, veður Sigríður Dögg úr einu yfir í annað til að beina athyglinni frá niðurstöðunni. Langar mig að fara hér yfir nokkur atriði þar sem Sigríður Dögg reynir að afvegaleiða almennings og fórnarlambavæða blaðamenn. Stutta svarið við grein Sigríðar er nei, niðurstaða Landsréttar grefur ekki undan fjölmiðlafrelsi né veitir hún skotleyfi á blaðamenn. Þeir verða hins vegar, eins og aðrir sem tjá sig á opinberum vettvangi, að þola gagnrýni. Að mínu mati verða þeir að gera meira, þar sem þeim er ljáð rýmra tjáningarfrelsi en öðrum. Þeir verða að læra að taka gagnrýni og viðurkenna þegar þeir fara með rangt mál. Þar greinir okkur Sigríði Dögg heldur betur á. Fyrir henni er jörðin flöt, sama hvað sýnt er fram á og blaðamenn geta aldrei gert mistök. Gott dæmi um það er á upphafsdögum lögreglurannsóknra á hendur téðum Aðalsteini Kjartanssyni vegna símastulds- og byrlunarmálsins. Ég þekki það mál vel enda brotaþoli. Aðalsteinn taldi í málinu blaðamenn stikkfría frá lögreglurannsóknum og fékk héraðsdómarann Arnbjörgu Sigurðardóttur til að samþykkja það. Arnbjörg þessi er eiginkona núverandi menningarmálaráðherra og þáverandi formanns Samfylkingarinnar, Loga Einarssonar. Ég nefni þessa tengingu vegna þess að ekki aðeins er Aðalsteinn fyrrum frambjóðandi samfylkingarinnar heldur eru tveir af nánustu samverkamönnum hans, Þórður Snær Júlíusson og Arnar Þór Ingólfsson starfsmenn flokksins í dag! Það er nefnilega ekki langt á milli pólitíkur og blaðamennsku eins og dæmin sanna. Úrskurðurinn hélt vitaskuld ekki vatni. Landsréttur sneri honum við og Hæstiréttur sá enga ástæðu til að skoða þá afstöðu nánar. Það eru svona tækifærisdómar sem draga úr trausti og tiltrú á dómskerfinu. Í viðleitni sinni til að fórnarlambavæða blaðamenn heldur formaður Blaðamannafélagsins því enn einu sinni fram að skrif Aðalsteins og samverkamanna hans árið 2021 um hugarburð þeirra “skæruliðadeild Samherja” hafi ekki verið mótmælt. Það hef ég oftsinnis gert. Ég hef gert það í mörgum færslum á Facebook, í viðtölum í sjónvarpi og hlaðvarpi, í aðsendum greinum. Þá bauðst ég meira að segja til þess að mæta á svokallað pressukvöld hjá Blaðamannafélaginu þar sem ræða átti málið en formaðurinn bannaði mér að mæta. Pressukvöldið varð því pressulaust með öllu og líktist öðru fremur bergmálshelli. Í sama tilgangi, að fórnarlambavæða blaðamenn, heldur formaðurinn einnig áfram að reyna að tengja sakamál blaðamannanna við Samherja, enda erfitt að kalla sig fórnarlamb ef andstæðingurinn er sjómaður út í bæ og fórnarlömbin ríkisstyrkt með gjallarhorn. Þetta mál snýst ekki um Samherja nema ef vera skyldi vegna þráhyggju tiltekinna blaðamanna gagnvart félaginu og einbeittan vilja þeirra til að klekkja á því, eigendum þess og starfsmönnum. Nei, þetta snýst um vinnubrögð blaðamanna og ekkert annað. Meira að segja einn sakborningur í símastulds- og byrlunarmálinu, Þóra Arnórsdóttir, sagði í blaðaviðtali við Heimildina að málið hefði ekkert með Samherja að gera. Formaðurinn hlýtur að trúa eigin félagsmanni um það? Við skulum líka halda því til haga að Samherji baðst ekki afsökunar á mér eða mínum vinnubrögðum enda vann ég ekki hjá fyrritækinu á þessum tíma. Það leiðir hugan að annari afsökunarbeiðni en einn af stærstu fjölmiðlum Noregs bað Samherja afsökunar, eins og frægt er. Á hverju baðst sá fjölmiðill afsökunar? Jú það var grein sem var skrifuð um Samherja og mig. Hverjir skyldu nú hafa verið heimildarmenn blaðamannsins sem skrifaði þá grein? Engir aðrir en Sigríður Dögg, formaður Blaðamannafélagsins, og Atli Thor Fanndal, fyrrverandi framkvæmdarstjóra Transparency International,og þáverandi ritstjóri Heimildarinar, Þórður Snær Júlíusson. Þá er líka ágætt að rifja upp að hann þurfti siðar að biðjast afsökunar og segja af sér þingmennsku eftir að hafa verið afhjúpaður sem netniðingur. Í þessari afsökunarbeiðni kemur meðal annars fram „Þá segir ritstjórn tímaritsins að yfirheyrsla íslenskra blaðamanna hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra hafi „ekki tengst umfjöllun þessara blaðamanna um umrætt mál og kemur þannig málinu ekki við“. Með öðrum orðum meira að segja erlendir miðlar virðast gera sér betur grein fyrir málvöxtum en formaður Blaðamannafélagsins. Til að beina sjónum almennings frá starfsháttum blaðamanna reynir Sigríður Dögg að klappa þann stein að rannsóknin í símastulds- og byrlunarmálinu hafi snúist um heimildarmann. Þetta heitir á góðri íslensku að afvegaleiða. Lögreglan var mjög skýr í greinargerð sinni um þetta: „Lögregla óskaði ekki eftir því við sakborninga að þeir upplýstu um heimildarmenn sína enda lá það fyrir frá upphafi rannsóknar hver heimildarmaðurinn var í máli þessu.” Þá reynir Sigríður Dögg að þyrla upp ryki með því að segja að „Það að eiginkona Páls hafi mögulega tekið gögnin í leyfisleysi úr síma hans, líkt og Páll heldur fram, staðfestir ekki þar með að hún sé heimildarmaður blaðamannanna.“ Þetta eru en ein ósannindi formannsins því það hefur margoft komið fram að síminn var afhentur fyrrverndi samstarfsmanni Aðalsteinns sem var á þeim tíma starfsmaður RÚV, eða eins og segir í greinargerð lögreglu: „Í júlí síðastliðnum upplýsti sakborningur um að hafa afhent fréttamanni RÚV símann í húsnæði RÚV í Reykjavík. Sá hafi kallað til annan starfsmann RÚV sem tók við símanum og fór með hann til þriðja aðila sem hann gat ekki upplýst um hver hefði verið. Þessir starfsmenn RÚV hefðu verið með símann í sólarhring og sakborningur hefði komið daginn eftir á RÚV og fengið símann afhentan aftur.” Hverjir skyldu nú hafa verið á fundinum upp í Efstaleiti, þann 5 mai 2021, þegar símanum var skilað en á sama tíma voru læknar hinum megin við götuna ennþá að berjast við að halda mér á lífi. Þau sem sátu fundin vissu þá af því að ég lægi inn á spítala en það er staðfest með framburði. Þennan fund sátu, Arnar Þórisson, Þóra Arnórsdóttir og Helgi Seljan og eins leit Rakel Þorbergs við og fór yfir stöðunna. Þetta eru staðreyndir sem liggja fyrir hvað sem formaðurinn segir. Samskiptin sem blaðamennirnir hnýstust í gátu bara komið frá einum stað: Símanum mínum. Ég var ekki með þessi samskipti í neinni tölvu. Þá gátu þau ekki komið úr símum annarra, þ.e. viðmælenda minna, enda sást skýrlega í skjáskotum í fréttunum að viðmælendurnir hétu þeim nöfnum sem ég gaf þeim. Enda hringdu blaðamennirnir Aðalsteinn og Þórður Snær í mig, hvers vegna gerður þeir það ef gögnin komu annarsstaðr frá ? En ég þykist geta fullyrt að Arna kallar sig ekki Samherja-Arna í símanum sínum. Þá held ég að ef blaðamennirnir hefðu komist yfir samskipti í símum annarra þá hefði þeim þótt margt fróðlegra en samskipti þessa fólks við mig! Eins og ég segi, þetta heitir að afvegaleiða og er formanni blaðamannafélagsins til mikillar minnkunar að leggjast svo lágt. Formaðurinn lætur ekki staðar numið þarna heldur segir blákalt að það sé lygi að blaðamenn hafi “framið alvarlegt og refsivert brot og lagt sig fram við að eyða sönnunargögnum um það.” Þetta er nú ekki meiri lygi en svo að í greinargerð lögreglu stendur: „Ekki tókst að afla fullnægjandi stafrænna gagna þar sem þeim hafði verið eytt og réttarbeiðnir sem sendar voru erlendum tölvuþjónustu fyrirtækjum hafa enn ekki skilað árangri.” Til viðbótar eru samskipti Þóru Arnórsdóttur við mína fyrrverandi, sem kom símanum mínum í hendur starfsmanna Ríkisútvarpsins, þar sem Þóra vill fá síma hennar til að afhenda ótilgreindum aðila með tæknikunnáttu. Til hvers í ósköpunum? Ég skal viðurkenna að mér gremst einnig að lesa orð formannsins um að símastulds- og byrlunarmálið hafi verið fellt niður. Það er rangt. Rannsókn var hætt. Við fyrstu sýn kann að virðast um hártoganir að ræða en svo er nefnilega ekki. Lögregla fellir niður mál ef það er ekki líklegt til sakfellis. Rannsókn er hætt af öðrum ástæðum. Er rétt að vísa enn og aftur í greinargerð lögreglu: „Þar er afstaða Lögreglustjóraembættisins á Norðurlandi eystra að allir sakborningar í málinu gætu hafa sýnt af sér atferli sem getur flokkast undir brot á framangreindum ákvæðum“. Ég hef áður þurft að leiðrétta formanninn en hún lætur sér það í léttu rúmi liggja enda virðist viðhorf hennar að blaðamenn séu yfir lög og gagnrýni hafnir. Því er ég af öllu hjarta ósammála. Það er hins vegar eitt sem ég get verið sammála Sigríði Dögg um: „Það er verulega alvarlegt í sjálfu sér að veita slíkt svigrúm til að brigsla mönnum um refsiverða háttsemi sem ekki hefur sannast með dómi.” Enn og aftur virðist sem önnur lögmál eigi að gilda um blaðamenn og Samherja. Hún hefur ekki séð neitt athugavert við ásakanir kollega hennar í garð félagsins og einstaklinga sem því tengjast. Skrifaði einn fyrrum sakborningurinn t.d.: „Það var gert með mútugreiðslum til tveggja ráðherra í landinu og annarra manna úr þeirra nánasta hring.” Þarna er enginn fyrirvari og því miður eru svona skrif sumra blaðamanna ekki einsdæmi. Hún ætti kannski að biðja suma blaðamenn um að gæta meiri nærgætni í skrifum sínum um aðra. Sigríður hikar ekki að höggva til þeirra sem voga sér að gagnrýna vinnubrögð blaðamanna. Það þekkir bloggarinn Páll Vilhjálmsson sem hefur þurft að verjast fordæmalausum þöggunartilburðum blaðamanna sem gjarnan líta á sig sem kyndilbera málfrelsis! Til allrar hamingju hafði nafni minn sigur úr bítum. Það er sigur fyrir almenna skynsemi á Íslandi. En ég þekki þöggunartilburði og kælingu formannsins sjálfur á eigin skinni. Hélt hún málþing sumarið 2021 til að ófræja mig og vini mína sem höfðum rætt okkar á milli um menn og málefni – í einkaspjalli. Með réttu má kalla það ófrægingarherferð! Þá er það grátbroslegt að horfa upp á formanninn vísa í siðareglur þegar hún reynir að rakka niður Pál Vilhjálmsson. Siðareglur sem samverkamaður hennar gerðist sekur um að hafa brotið alvarlega gegn. Í siðareglum íslenskra blaðamanna segir meðal annars að þeir „hafi sannleikann að leiðarljósi og setji upplýsingar fram á heiðarlegan og sanngjarnan hátt, hagræði ekki staðreyndum og setji ekki fram órökstuddar ásakanir“. Þá segir í siðareglum „að blaðamaður geri greinarmun á staðreyndum og skoðunum og gangi úr skugga um áreiðanleika upplýsinga.” Ég velti alvarlega fyrir mér hvort Sigríður hafi nokkurn tímann lesið þessar reglur eða skilji inntak þeirra? Ég skora á Sigríði Dögg að mæta mér hjá Stefáni Einari í Spursmálum. Hún hlýtur að geta varið vinnubrögð blaðamanna í eigin persónu eða þarf hún skjöld einhliða aðsendra yfirlýsinga eða aðkeypts lögmanns til að verja sig og málstað sinn? Höfundur er skipstjóri.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar