Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Magnús Jochum Pálsson og Smári Jökull Jónsson skrifa 12. júlí 2025 22:30 Börnin eru kampakát á sumarnámskeiðinu í Hússtjórnarskólanum. Þrátt fyrir að hefðbundið skólastarf sé ekki í gangi í Hússtjórnarskólanum yfir sumartímann er nóg um að vera í skólanum um þessar mundir þar sem börnum er kennt að sauma út, baka og elda. Fréttastofa kíkti við í Hússtjórnarskólann við Sólvallagötu þar sem ungir krakkar eru á námskeiði þar sem þau læra meðal annars að sauma út, baka og elda. Hugmynd að námskeiðum barna í skólanum vaknaði árið 2023 og fóru fyrstu námskeiðin fram ári seinna. Námskeiðin eru fyrir börn á öllum aldri og segir umsjónarmaður að áhuginn sé mikill. „Við leggjum aðaláherslu á matreiðsluna og handavinnu og það er mismunandi handavinna eftir aldri. Við reynum að miða þetta að því sem er áhugi fyrir,“ segir Kristín Lára Torfadóttir, Hún segir mikilvægt að halda gildum Hússtjórnarskólans á lofti. „Mér finnst það algjörlega og ég elska að vinna hérna. Það er alltaf æðisleg stemning og börnunum finnst gaman og mér finnst þetta góð gildi sem vert er að kenna,“ segir Kristín. „Allt gaman“ Þegar fréttastofa kíkti í heimsókn voru nemendur úr yngsta hópi í óðaönn að sauma. Fyrr um morguninn höfðu þau verið í eldhúsinu. „Við erum búin að læra til dæmis að sauma, elda og taka til,“ segir Sólveig. Hvað finnst þér skemmtilegast af þessu öllu? „Mér finnst bara allt, mér finnst bara allt gaman,“ segir Katrín. Krakkarnir sauma út. Strákarnir voru ekki síður áhugasamir og munaði ekki um að segja frá matreiðslunni á sama tíma og þeir saumuðu. „Stundum þá er einhver matur eins og í dag þá vorum við að gera kjötbollur og skinkuhorn. Okkar hópur var að gera kjötbollur og hinn hópurinn var að gera skinkuhorn,“ segir Kári Berg. Strákunum finnst gaman að sauma. Eruð þið svolítið góðir bakarar? „Já, við erum alveg dálítið góðir,“ segja Kári Berg og Birnir Blær í kór. Fréttamaður fékk svo kennslustund í saumaskap en stelpurnar voru ekki alveg sannfærðar um hæfileikana og fannst hann heldur hægur. „Svo telur þú bara hérna, einn tveir og stingur bara þar ofan í. Þá ertu komin með kross.“ Börn og uppeldi Frístund barna Skóla- og menntamál Krakkar Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Fréttastofa kíkti við í Hússtjórnarskólann við Sólvallagötu þar sem ungir krakkar eru á námskeiði þar sem þau læra meðal annars að sauma út, baka og elda. Hugmynd að námskeiðum barna í skólanum vaknaði árið 2023 og fóru fyrstu námskeiðin fram ári seinna. Námskeiðin eru fyrir börn á öllum aldri og segir umsjónarmaður að áhuginn sé mikill. „Við leggjum aðaláherslu á matreiðsluna og handavinnu og það er mismunandi handavinna eftir aldri. Við reynum að miða þetta að því sem er áhugi fyrir,“ segir Kristín Lára Torfadóttir, Hún segir mikilvægt að halda gildum Hússtjórnarskólans á lofti. „Mér finnst það algjörlega og ég elska að vinna hérna. Það er alltaf æðisleg stemning og börnunum finnst gaman og mér finnst þetta góð gildi sem vert er að kenna,“ segir Kristín. „Allt gaman“ Þegar fréttastofa kíkti í heimsókn voru nemendur úr yngsta hópi í óðaönn að sauma. Fyrr um morguninn höfðu þau verið í eldhúsinu. „Við erum búin að læra til dæmis að sauma, elda og taka til,“ segir Sólveig. Hvað finnst þér skemmtilegast af þessu öllu? „Mér finnst bara allt, mér finnst bara allt gaman,“ segir Katrín. Krakkarnir sauma út. Strákarnir voru ekki síður áhugasamir og munaði ekki um að segja frá matreiðslunni á sama tíma og þeir saumuðu. „Stundum þá er einhver matur eins og í dag þá vorum við að gera kjötbollur og skinkuhorn. Okkar hópur var að gera kjötbollur og hinn hópurinn var að gera skinkuhorn,“ segir Kári Berg. Strákunum finnst gaman að sauma. Eruð þið svolítið góðir bakarar? „Já, við erum alveg dálítið góðir,“ segja Kári Berg og Birnir Blær í kór. Fréttamaður fékk svo kennslustund í saumaskap en stelpurnar voru ekki alveg sannfærðar um hæfileikana og fannst hann heldur hægur. „Svo telur þú bara hérna, einn tveir og stingur bara þar ofan í. Þá ertu komin með kross.“
Börn og uppeldi Frístund barna Skóla- og menntamál Krakkar Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira