Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. júlí 2025 08:35 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Inga Sæland, félgas- og húsnæðismálaráðherra. Samsett/Vilhelm Landsmenn eru helst ánægðir með störf Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra af ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Fæstir eru ánægðir með störf Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Í nýrri könnun Gallup, sem RÚV greindi frá, sýnir að 62,5 prósent landsmanna séu ánægðir með störf Kristrúnar en rétt rúmlega 22 prósent eru óánægðir með forsætisráðherrann. Þar á eftir koma tveir aðrir ráðherrar Samfylkingarinnar, Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Alma Möller, heilbrigðisráðherra. Um 45 prósent eru ánægð með Jóhann Pál og tæplega 48 prósent eru ánægðir með Ölmu. Í þremur neðstu sætum listans sitja ráðherrar Flokks fólksins, Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra, Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra og Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Um 46,6 prósent þátttakenda eru óánægðir með störf Ingu Sæland sem ráðherra á meðan 29,4 prósent eru ánægðir. Þá eru 31 prósent óánægt með Guðmund Inga og hans störf en önnur 31 prósent eru ánægð. Tæp fjörutíu prósent sögðust hvorki ánægð né óánægð. 25,8 prósent þátttakenda eru óánægðir með innviðaráðherrann Eyjólf en tæp 29 prósent ánægð. Ráðherrar Viðreisnar sitja á miðjum listanum en Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra er í fjórða sæti og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra í því fimmta. Þar á eftir er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og svo Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Þátttakendur telja Loga Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hafa staðið sig verst af samflokksmönnum og er hann í áttunda sæti listans þar sem 35 prósent eru ánægð með hans störf. Vert er að taka fram að þingmönnum er raðað upp á listann eftir meðaltali og fer því eftir hversu margir eru ánægðir og hve margir eru óánægðir með störf ráðherrans hvar hann situr á lista skoðanakönnunarinnar. Skoðanakannanir Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Sjá meira
Í nýrri könnun Gallup, sem RÚV greindi frá, sýnir að 62,5 prósent landsmanna séu ánægðir með störf Kristrúnar en rétt rúmlega 22 prósent eru óánægðir með forsætisráðherrann. Þar á eftir koma tveir aðrir ráðherrar Samfylkingarinnar, Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Alma Möller, heilbrigðisráðherra. Um 45 prósent eru ánægð með Jóhann Pál og tæplega 48 prósent eru ánægðir með Ölmu. Í þremur neðstu sætum listans sitja ráðherrar Flokks fólksins, Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra, Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra og Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Um 46,6 prósent þátttakenda eru óánægðir með störf Ingu Sæland sem ráðherra á meðan 29,4 prósent eru ánægðir. Þá eru 31 prósent óánægt með Guðmund Inga og hans störf en önnur 31 prósent eru ánægð. Tæp fjörutíu prósent sögðust hvorki ánægð né óánægð. 25,8 prósent þátttakenda eru óánægðir með innviðaráðherrann Eyjólf en tæp 29 prósent ánægð. Ráðherrar Viðreisnar sitja á miðjum listanum en Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra er í fjórða sæti og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra í því fimmta. Þar á eftir er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og svo Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Þátttakendur telja Loga Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hafa staðið sig verst af samflokksmönnum og er hann í áttunda sæti listans þar sem 35 prósent eru ánægð með hans störf. Vert er að taka fram að þingmönnum er raðað upp á listann eftir meðaltali og fer því eftir hversu margir eru ánægðir og hve margir eru óánægðir með störf ráðherrans hvar hann situr á lista skoðanakönnunarinnar.
Skoðanakannanir Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Sjá meira