Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. júlí 2025 09:56 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Vísir/Anton brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kallaði Kristrúnu Frostadóttir forsætisráðherra nafni Bandaríkjaforseta, Trump, í ræðustól á Alþingi í gær. Mikið hefur gengið á þinginu undanfarna daga eftir að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, beitti 71. grein þingskapalaga og lauk þar með annarri umræðu um frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum. Þriðja umræða heldur áfram á þingfundi í dag en tókst í gær að semja um þinglok þann 14. júlí. Margir þingmenn tóku til máls undir liðnum fundarstjórn forseta í gær og ræddu meðal annars samningaviðræður og minnisblað sem starfsmenn Flokks fólksins óskuðu eftir. Sjá nánar: Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Sigmundur Davíð tók einnig til máls undir liðnum fundarstjórn forseta seinnipart gærdagsins. „Allt er þetta orðið hin mesta furða og verður sífellt fuðrulegri með hverjum deginum og raunar hverri klukkustundinni. Hæstvirtur forsætisráðherra tókst ekki að ljúka þingstörfum, tókst ekki að semja um þinglok líkt og forverar hennar hafa gert áratugum saman. Beitti því sem að stundum er kallað kjarnorkuákvæðinu til að binda enda á þingstörfin en það dugði ekki til,“ sagði hann. Þá líkti hann Kristrúnu saman við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem náði á dögunum „stóra og fallega“ frumvarpi sínu í gegnum bandaríska þingið. Sjá nánar: Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum „Hæstvirtur forsætisráðherra, Kristrúnu Frostadóttur, Trump okkar Íslendinga, tekst ekki enn að ljúka þingstörfum. Þó verð ég að gæta sanngirni gagnvart Bandaríkjaforseta. Hann er nýbúinn að koma í gegn stærsta frumvarpinu sínu en gerði það eftir marga sólarhringa af samtölum við þingmenn til að reyna að miðla málum og semja um framgang málsins. Því er ekki að fara fyrir hæstvirtum forsætsráðherra Íslands,“ sagði Sigmundur Davíð. Líkt og sjá má á myndskeiðinu var Kolbrúnu Áslaugar Baldursdóttir, varaforseti Alþingis, brugðið er Sigmundur lét samlíkinguna falla. Alþingi Donald Trump Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Mikið hefur gengið á þinginu undanfarna daga eftir að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, beitti 71. grein þingskapalaga og lauk þar með annarri umræðu um frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum. Þriðja umræða heldur áfram á þingfundi í dag en tókst í gær að semja um þinglok þann 14. júlí. Margir þingmenn tóku til máls undir liðnum fundarstjórn forseta í gær og ræddu meðal annars samningaviðræður og minnisblað sem starfsmenn Flokks fólksins óskuðu eftir. Sjá nánar: Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Sigmundur Davíð tók einnig til máls undir liðnum fundarstjórn forseta seinnipart gærdagsins. „Allt er þetta orðið hin mesta furða og verður sífellt fuðrulegri með hverjum deginum og raunar hverri klukkustundinni. Hæstvirtur forsætisráðherra tókst ekki að ljúka þingstörfum, tókst ekki að semja um þinglok líkt og forverar hennar hafa gert áratugum saman. Beitti því sem að stundum er kallað kjarnorkuákvæðinu til að binda enda á þingstörfin en það dugði ekki til,“ sagði hann. Þá líkti hann Kristrúnu saman við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem náði á dögunum „stóra og fallega“ frumvarpi sínu í gegnum bandaríska þingið. Sjá nánar: Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum „Hæstvirtur forsætisráðherra, Kristrúnu Frostadóttur, Trump okkar Íslendinga, tekst ekki enn að ljúka þingstörfum. Þó verð ég að gæta sanngirni gagnvart Bandaríkjaforseta. Hann er nýbúinn að koma í gegn stærsta frumvarpinu sínu en gerði það eftir marga sólarhringa af samtölum við þingmenn til að reyna að miðla málum og semja um framgang málsins. Því er ekki að fara fyrir hæstvirtum forsætsráðherra Íslands,“ sagði Sigmundur Davíð. Líkt og sjá má á myndskeiðinu var Kolbrúnu Áslaugar Baldursdóttir, varaforseti Alþingis, brugðið er Sigmundur lét samlíkinguna falla.
Alþingi Donald Trump Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira