Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. júlí 2025 09:56 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Vísir/Anton brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kallaði Kristrúnu Frostadóttir forsætisráðherra nafni Bandaríkjaforseta, Trump, í ræðustól á Alþingi í gær. Mikið hefur gengið á þinginu undanfarna daga eftir að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, beitti 71. grein þingskapalaga og lauk þar með annarri umræðu um frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum. Þriðja umræða heldur áfram á þingfundi í dag en tókst í gær að semja um þinglok þann 14. júlí. Margir þingmenn tóku til máls undir liðnum fundarstjórn forseta í gær og ræddu meðal annars samningaviðræður og minnisblað sem starfsmenn Flokks fólksins óskuðu eftir. Sjá nánar: Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Sigmundur Davíð tók einnig til máls undir liðnum fundarstjórn forseta seinnipart gærdagsins. „Allt er þetta orðið hin mesta furða og verður sífellt fuðrulegri með hverjum deginum og raunar hverri klukkustundinni. Hæstvirtur forsætisráðherra tókst ekki að ljúka þingstörfum, tókst ekki að semja um þinglok líkt og forverar hennar hafa gert áratugum saman. Beitti því sem að stundum er kallað kjarnorkuákvæðinu til að binda enda á þingstörfin en það dugði ekki til,“ sagði hann. Þá líkti hann Kristrúnu saman við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem náði á dögunum „stóra og fallega“ frumvarpi sínu í gegnum bandaríska þingið. Sjá nánar: Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum „Hæstvirtur forsætisráðherra, Kristrúnu Frostadóttur, Trump okkar Íslendinga, tekst ekki enn að ljúka þingstörfum. Þó verð ég að gæta sanngirni gagnvart Bandaríkjaforseta. Hann er nýbúinn að koma í gegn stærsta frumvarpinu sínu en gerði það eftir marga sólarhringa af samtölum við þingmenn til að reyna að miðla málum og semja um framgang málsins. Því er ekki að fara fyrir hæstvirtum forsætsráðherra Íslands,“ sagði Sigmundur Davíð. Líkt og sjá má á myndskeiðinu var Kolbrúnu Áslaugar Baldursdóttir, varaforseti Alþingis, brugðið er Sigmundur lét samlíkinguna falla. Alþingi Donald Trump Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Mikið hefur gengið á þinginu undanfarna daga eftir að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, beitti 71. grein þingskapalaga og lauk þar með annarri umræðu um frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum. Þriðja umræða heldur áfram á þingfundi í dag en tókst í gær að semja um þinglok þann 14. júlí. Margir þingmenn tóku til máls undir liðnum fundarstjórn forseta í gær og ræddu meðal annars samningaviðræður og minnisblað sem starfsmenn Flokks fólksins óskuðu eftir. Sjá nánar: Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Sigmundur Davíð tók einnig til máls undir liðnum fundarstjórn forseta seinnipart gærdagsins. „Allt er þetta orðið hin mesta furða og verður sífellt fuðrulegri með hverjum deginum og raunar hverri klukkustundinni. Hæstvirtur forsætisráðherra tókst ekki að ljúka þingstörfum, tókst ekki að semja um þinglok líkt og forverar hennar hafa gert áratugum saman. Beitti því sem að stundum er kallað kjarnorkuákvæðinu til að binda enda á þingstörfin en það dugði ekki til,“ sagði hann. Þá líkti hann Kristrúnu saman við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem náði á dögunum „stóra og fallega“ frumvarpi sínu í gegnum bandaríska þingið. Sjá nánar: Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum „Hæstvirtur forsætisráðherra, Kristrúnu Frostadóttur, Trump okkar Íslendinga, tekst ekki enn að ljúka þingstörfum. Þó verð ég að gæta sanngirni gagnvart Bandaríkjaforseta. Hann er nýbúinn að koma í gegn stærsta frumvarpinu sínu en gerði það eftir marga sólarhringa af samtölum við þingmenn til að reyna að miðla málum og semja um framgang málsins. Því er ekki að fara fyrir hæstvirtum forsætsráðherra Íslands,“ sagði Sigmundur Davíð. Líkt og sjá má á myndskeiðinu var Kolbrúnu Áslaugar Baldursdóttir, varaforseti Alþingis, brugðið er Sigmundur lét samlíkinguna falla.
Alþingi Donald Trump Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira