„Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2025 14:03 Dagbjartur Brynjarsson sérfræðingur öryggismála hjá Ferðamálastofu. Vísir/Ragnar Ferðamálastofa hefur hefur birt tölfræði á vefsíðu sinni um slys og hættuatvik sem tengjast ferðafólki í íslenskri náttúru. Sérfræðingur öryggismála hjá stofnuninni vonast til að miðlægur gagnagrunnur um slys í ferðaþjónustu verði tekinn í notkun í haust. Á vefsíðu Ferðamálastofu má nú sjá tölfræði yfir hættuatvik og slys í íslenskri náttúru. Tölfræðin byggir á atvikum sem fundust með leit á vefsíðum og er markmiðið að varpa ljósi á þær hættur sem geta fylgt ferðum um íslenska náttúru. Dagbjartur Brynjarsson sérfræðingur öryggismála hjá Ferðamálastofu segir tölfræðina gefa góða yfirsýn. „Klárlega, það eru ákveðin hitavæði sem eru heitari en önnur þar sem verða fleiri tilfelli en önnur. Það er hægt að skoða þetta því samhengi.“ Dagbjartur segir að þó tölfræðin sé góð, hún sé ekki tæmandi og hafa þurfi í huga hvaðan upplýsingarnar koma. „Þetta er fengið úr fjölmiðlum. Þetta eru fréttir um slys á ferðamönnum og eins ef upplýsingar hafa verið settar á opinberar vefsíður líkt og hjá lögreglunni, Landhelgisgæslunni eða Slysavarnarfélagið Landsbjörg.“ Byrja með nokkrum fyrirtækjum og taka hnökrana af Hann segir Ísland standa þokkalega í upplýsingagjöf til erlendra ferðamanna og að erlendir aðilar horfi til vefsíðunnar Safetravel sem fyrirmyndar í þeim efnum. Hann segir engan kominn hingað til lands sem ætli sér að slasast en því miður sé eins með erlenda ferðamenn og Íslendinga að þegar í fríið sé komið þá slaki menn á. „Ísland er með öruggustu löndum í heimi. Náttúran okkar er stórbrotin, náttúran okkar er sérstök og einstök og gerir það að verkum að menn þurfa svolítið að vara sig og vera meðvitaðir um hvað er að gerast.“ Í október tók til starfa starfshópur sem gerði það að tillögu sinni að koma á miðlægu atvikaskráningakerfi um slys í ferðaþjónustunni. „Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga, persónugögn og þess háttar. Við erum nú að bíða eftir tilboði í fyrstu skref að takmarkaðri opnun á þessu.“ Dagbjartur segir vinnu í gangi hjá Ferðamálastofu í að koma slíku kerfi á og vonandi verði það hægt með haustinu. „Við viljum byrja þetta ekki með öllum fyrirtækjum, heldur byrja með nokkrum þar sem við byrjum í því að taka saman og taka hnökrana af áður en við opnum þetta.“ Fjallamennska Björgunarsveitir Ferðalög Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Á vefsíðu Ferðamálastofu má nú sjá tölfræði yfir hættuatvik og slys í íslenskri náttúru. Tölfræðin byggir á atvikum sem fundust með leit á vefsíðum og er markmiðið að varpa ljósi á þær hættur sem geta fylgt ferðum um íslenska náttúru. Dagbjartur Brynjarsson sérfræðingur öryggismála hjá Ferðamálastofu segir tölfræðina gefa góða yfirsýn. „Klárlega, það eru ákveðin hitavæði sem eru heitari en önnur þar sem verða fleiri tilfelli en önnur. Það er hægt að skoða þetta því samhengi.“ Dagbjartur segir að þó tölfræðin sé góð, hún sé ekki tæmandi og hafa þurfi í huga hvaðan upplýsingarnar koma. „Þetta er fengið úr fjölmiðlum. Þetta eru fréttir um slys á ferðamönnum og eins ef upplýsingar hafa verið settar á opinberar vefsíður líkt og hjá lögreglunni, Landhelgisgæslunni eða Slysavarnarfélagið Landsbjörg.“ Byrja með nokkrum fyrirtækjum og taka hnökrana af Hann segir Ísland standa þokkalega í upplýsingagjöf til erlendra ferðamanna og að erlendir aðilar horfi til vefsíðunnar Safetravel sem fyrirmyndar í þeim efnum. Hann segir engan kominn hingað til lands sem ætli sér að slasast en því miður sé eins með erlenda ferðamenn og Íslendinga að þegar í fríið sé komið þá slaki menn á. „Ísland er með öruggustu löndum í heimi. Náttúran okkar er stórbrotin, náttúran okkar er sérstök og einstök og gerir það að verkum að menn þurfa svolítið að vara sig og vera meðvitaðir um hvað er að gerast.“ Í október tók til starfa starfshópur sem gerði það að tillögu sinni að koma á miðlægu atvikaskráningakerfi um slys í ferðaþjónustunni. „Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga, persónugögn og þess háttar. Við erum nú að bíða eftir tilboði í fyrstu skref að takmarkaðri opnun á þessu.“ Dagbjartur segir vinnu í gangi hjá Ferðamálastofu í að koma slíku kerfi á og vonandi verði það hægt með haustinu. „Við viljum byrja þetta ekki með öllum fyrirtækjum, heldur byrja með nokkrum þar sem við byrjum í því að taka saman og taka hnökrana af áður en við opnum þetta.“
Fjallamennska Björgunarsveitir Ferðalög Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira