Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. júlí 2025 13:02 Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir ekki hægt að hunsa alvarlegt ástand í heilbrigðiskerfinu. Vísir/Arnar Landspítalinn hefur verið á efsta viðbúnaðarstigi mánuðum saman og segir Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands ekki hægt að hunsa slíkt heldur þurfi að bregðast við. Til marks um ástandið þá hafi um tuttugu sjúklingar verið fastir á bráðamóttökunni að meðaltali fyrir nokkrum árum og þótti það afar hættulegt ástand. Nú séu sjúklingarnir orðnir sextíu og spyr hún hversu langt þetta eigi að ganga. Félag íslenska hjúkrunarfræðinga, Sjúkraliðafélag Íslands, Læknafélag Íslands og Ljósmæðrafélag Íslands, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í morgun þar sem þess er krafist að brugðist verði við alvarlegum niðurstöðum skýrslu Ríkisendurskoðunar um heilbrigðisþjónustu í landinu. Formenn félaganna skrifa undir yfirlýsinguna og vilja þeir að tímasett aðgerðaráætlun verði sett fram sem fyrst, að mönnunarmál í heilbrigðisþjónustu verði sett í forgang og fjármagn aukið. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins segir ástandið í heilbrigðiskerfinu fara versnandi.„Eins og kom fram í skýrslunni þá er Landspítalinn búinn að vera núna mánuðum saman á efsta viðbúnaðarstigi sem að auðvitað á að kalla á mjög skjót viðbrögð. Við erum meðal annars að benda á að það er ekki hægt að hunsa slíkt. Einhverja þýðingu hlýtur hæsta viðbúnaðarstig að hafa og ef að háskólasjúkrahúsið okkar er búið að vera á því mánuðum saman þá er það mjög ámælisvert ef að það er ekki gripið fljótt til aðgerða.“ Ein birtingarmynd ástandsins sé fjöldi sjúklinga sem séu fastir á bráðamóttökunni og komist ekki á aðrar deildir þar sem spítalinn sé yfirfullur. „Við sjáum það til dæmis ef við tökum bráðamóttökuna að það voru tuttugu að meðaltali inniliggjandi þar, það er að segja tilbúnir til innlagnar fyrir einhverjum árum, og það þótti afar hættulegt ástand og óásættanlegt. Núna erum við að heyra tölur eins og sextíu og maður hugsar hversu langt eigum við að láta þetta ganga.“ Ótækt sé að fólk sé dögum saman fast á bráðamóttökunni. „Ég er að heyra dæmi um eldra fólk sem jafnvel þarf að liggja þarna inni í tíu sólarhringa. Sem öldrunarlæknir þá veit ég að það er afskaplega heilsuspillandi og það er ekki víst að fólk nái sér eftir slíkt. Þannig við erum bara að hugsa fyrst og fremst um fólkið sem við erum að sinna og við höfum miklar áhyggjur af þessu.“ Félögin fjögur ætli að óska eftir fundi með heilbrigðisráðherra til ræða ástandið en mikilvægt sé að brugðist verði hratt við. „Við erum að eldast gríðarlega hratt sem þjóð. Því fylgir mjög mikill kostnaður í heilbrigðiskerfinu og kerfið hefur sem sagt eftir hrun í rauninni aldrei náð vopnum sínum. Við erum með mikla innviðaskuld í heilbrigðiskerfinu síðan þá og það þarf bara að gefa duglega í.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála á Íslandi við mönnunarvanda og afkastagetu heilbrigðiskerfisins hefur einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum að mati Ríkisendurskoðunar. Líta þurfi til stjórnunar í auknum mæli til þess að bæta úr mönnunar- og flæðisvanda Landspítalans. 2. júlí 2025 11:46 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Til marks um ástandið þá hafi um tuttugu sjúklingar verið fastir á bráðamóttökunni að meðaltali fyrir nokkrum árum og þótti það afar hættulegt ástand. Nú séu sjúklingarnir orðnir sextíu og spyr hún hversu langt þetta eigi að ganga. Félag íslenska hjúkrunarfræðinga, Sjúkraliðafélag Íslands, Læknafélag Íslands og Ljósmæðrafélag Íslands, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í morgun þar sem þess er krafist að brugðist verði við alvarlegum niðurstöðum skýrslu Ríkisendurskoðunar um heilbrigðisþjónustu í landinu. Formenn félaganna skrifa undir yfirlýsinguna og vilja þeir að tímasett aðgerðaráætlun verði sett fram sem fyrst, að mönnunarmál í heilbrigðisþjónustu verði sett í forgang og fjármagn aukið. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins segir ástandið í heilbrigðiskerfinu fara versnandi.„Eins og kom fram í skýrslunni þá er Landspítalinn búinn að vera núna mánuðum saman á efsta viðbúnaðarstigi sem að auðvitað á að kalla á mjög skjót viðbrögð. Við erum meðal annars að benda á að það er ekki hægt að hunsa slíkt. Einhverja þýðingu hlýtur hæsta viðbúnaðarstig að hafa og ef að háskólasjúkrahúsið okkar er búið að vera á því mánuðum saman þá er það mjög ámælisvert ef að það er ekki gripið fljótt til aðgerða.“ Ein birtingarmynd ástandsins sé fjöldi sjúklinga sem séu fastir á bráðamóttökunni og komist ekki á aðrar deildir þar sem spítalinn sé yfirfullur. „Við sjáum það til dæmis ef við tökum bráðamóttökuna að það voru tuttugu að meðaltali inniliggjandi þar, það er að segja tilbúnir til innlagnar fyrir einhverjum árum, og það þótti afar hættulegt ástand og óásættanlegt. Núna erum við að heyra tölur eins og sextíu og maður hugsar hversu langt eigum við að láta þetta ganga.“ Ótækt sé að fólk sé dögum saman fast á bráðamóttökunni. „Ég er að heyra dæmi um eldra fólk sem jafnvel þarf að liggja þarna inni í tíu sólarhringa. Sem öldrunarlæknir þá veit ég að það er afskaplega heilsuspillandi og það er ekki víst að fólk nái sér eftir slíkt. Þannig við erum bara að hugsa fyrst og fremst um fólkið sem við erum að sinna og við höfum miklar áhyggjur af þessu.“ Félögin fjögur ætli að óska eftir fundi með heilbrigðisráðherra til ræða ástandið en mikilvægt sé að brugðist verði hratt við. „Við erum að eldast gríðarlega hratt sem þjóð. Því fylgir mjög mikill kostnaður í heilbrigðiskerfinu og kerfið hefur sem sagt eftir hrun í rauninni aldrei náð vopnum sínum. Við erum með mikla innviðaskuld í heilbrigðiskerfinu síðan þá og það þarf bara að gefa duglega í.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála á Íslandi við mönnunarvanda og afkastagetu heilbrigðiskerfisins hefur einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum að mati Ríkisendurskoðunar. Líta þurfi til stjórnunar í auknum mæli til þess að bæta úr mönnunar- og flæðisvanda Landspítalans. 2. júlí 2025 11:46 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
„Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála á Íslandi við mönnunarvanda og afkastagetu heilbrigðiskerfisins hefur einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum að mati Ríkisendurskoðunar. Líta þurfi til stjórnunar í auknum mæli til þess að bæta úr mönnunar- og flæðisvanda Landspítalans. 2. júlí 2025 11:46