Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. júlí 2025 09:26 Sleðinn Rosebud leikur lykilhlutverk í Citizen Kane, sem kom út árið 1941. Getty/Michael Buckner Sleðinn Rosebud úr verðlaunamyndinni Citizen Kane frá 1941 seldist fyrir 14,75 milljarða Bandaríkjadala á uppboði á dögunum, eða tæplega 1,8 milljarða króna. Hann er þar með orðinn næstdýrasti leikmunur úr kvikmynd sem selst hefur á uppboði. Kaupandi sleðans er óþekktur en seljandinn er leikstjórinn Joe Dante, sem fékk gripinn að gjöf við gerð kvikmyndarinnar Explorers on the Paramount lot, sem kom út árið 1984. „Maður út tökuliðinu sem vissi að ég væri hrifinn af gömlum kvikmyndum kom til mín með viðarleikmun í hönd og sagði: Það er verið að henda fullt af dóti hérna, kannski að þig langi í þennan,“ hefur Guardian eftir Dante. „Ég er ekki viss um að hann hafi vitað hvaða sleði þetta var. En hann hlýtur að hafa fengið einhvers konar hugboð, af hverju hefði hann annars spurt mig?“ Sleðinn er einn af nokkrum sem voru framleiddir fyrir gerð myndarinnar en ekki liggur fyrir hversu margir sleðar léku hlutverk Rosebud. Samkvæmt upplýsingum frá uppboðhúsinu keypti leikstjórinn Steven Spielberg einn sleðanna á uppboði árið 1982 fyrir rúmar sjö milljónir króna. Fjórtán árum síðar seldist annar sleði á uppboði fyrir 28 milljónir króna en sá kaupandi er óþekktur. Sem fyrr segir er sleðinn næstverðmætasti leikmunur sem seldur hefur verið á uppboði svo vitað sé. Rúbínrauðu skór Dóróteu sem Judy Garland klæddist í Galdrakarlinum í Oz seldust á uppboði í Dallas í fyrra fyrir 28 milljónir Bandaríkjadala, um 3,875 milljarða íslenskra króna. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Kaupandi sleðans er óþekktur en seljandinn er leikstjórinn Joe Dante, sem fékk gripinn að gjöf við gerð kvikmyndarinnar Explorers on the Paramount lot, sem kom út árið 1984. „Maður út tökuliðinu sem vissi að ég væri hrifinn af gömlum kvikmyndum kom til mín með viðarleikmun í hönd og sagði: Það er verið að henda fullt af dóti hérna, kannski að þig langi í þennan,“ hefur Guardian eftir Dante. „Ég er ekki viss um að hann hafi vitað hvaða sleði þetta var. En hann hlýtur að hafa fengið einhvers konar hugboð, af hverju hefði hann annars spurt mig?“ Sleðinn er einn af nokkrum sem voru framleiddir fyrir gerð myndarinnar en ekki liggur fyrir hversu margir sleðar léku hlutverk Rosebud. Samkvæmt upplýsingum frá uppboðhúsinu keypti leikstjórinn Steven Spielberg einn sleðanna á uppboði árið 1982 fyrir rúmar sjö milljónir króna. Fjórtán árum síðar seldist annar sleði á uppboði fyrir 28 milljónir króna en sá kaupandi er óþekktur. Sem fyrr segir er sleðinn næstverðmætasti leikmunur sem seldur hefur verið á uppboði svo vitað sé. Rúbínrauðu skór Dóróteu sem Judy Garland klæddist í Galdrakarlinum í Oz seldust á uppboði í Dallas í fyrra fyrir 28 milljónir Bandaríkjadala, um 3,875 milljarða íslenskra króna.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira