Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. júlí 2025 17:12 Benjamin Hawk var stutt kominn með lagið „One More Light“ þegar Richard Lindgren skaut hann til bana. Maður sem var staddur á karókíkvöldi með kærustu sinni í Buckeye Lake í Ohio var skotinn til bana af fyrrverandi eiginmanni hennar meðan þau sungu „One More Light“ eftir Linkin Park. Atvikið átti sér stað á veitingastaðnum Louie's Corner House föstudaginn 11. júlí síðastliðinn. Hinn 42 ára Benjamin „Donkey“ Hawk var staddur uppi á sviði þegar hinn 59 ára Richard Lindgren gekk inn á barinn og skaut Hawk í hnakkann. Benjamin Hawk var efnilegur karókísöngvari og fór alla leið í úrslit í ríkisbikar Ohio. Að sögn lögregluyfirvalda í Licking-sýslu er Lindgren fyrrverandi eiginmaður kærustu Hawk en þau höfðu verið að deita í nokkra mánuði. Kærustuparið var uppi á sviði saman þegar Hawk var skotinn til bana. Eftir skotárásina yfirgaf Lindgren barinn og flúði til Orangesburg í Suður-Karólínu sem er í um 900 kílómetra fjarlægð. Lindgren var handtekinn þar og situr nú í gæsluvarðhaldi þar sem hann bíður þess að vera fluttur til Ohio. Hawk skilur eftir sig tvær dætur og hafa aðstandendur hans stofnað styrktarsíðu fyrir jarðarför hans. Að sögn bróður Hawk var hann dáður og elskaður í karókísamfélagi bæjarins en hann fór alla leið í úrslit í ríkisbikarkeppni í karókí. „Hann gekk bara inn, skaut hann og gekk út“ Plötusnúðurinn Robert Humble var á staðnum þegar skotárásin átti sér stað og sagði við fréttastofu ABC 6 að það hefðu ekki verið nein átök eða spenna í aðdraganda skotárásarinnar. „Hann gekk bara inn, skaut hann og gekk út,“ sagði Humble um hegðun Lindgren. Þrátt fyrir að það hefðu ekki verið nein átök þennan dag segir Humble að Lindgren hafi reglulega áður svívirt fyrrverandi konu sína á meðan hún var uppi á sviði með því að hreyta fúkyrðum í hana. „Hann uppnefndi hana, gerði lítið úr persónu hennar,“ sagði Humble við fréttamiðilinn. Tveimur vikum áður hafði plötusnúðurinn varað Lindgren við því að ef hann héldi áfram að haga sér svona þá fengi hann ekki að koma aftur inn á staðinn. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Sjá meira
Atvikið átti sér stað á veitingastaðnum Louie's Corner House föstudaginn 11. júlí síðastliðinn. Hinn 42 ára Benjamin „Donkey“ Hawk var staddur uppi á sviði þegar hinn 59 ára Richard Lindgren gekk inn á barinn og skaut Hawk í hnakkann. Benjamin Hawk var efnilegur karókísöngvari og fór alla leið í úrslit í ríkisbikar Ohio. Að sögn lögregluyfirvalda í Licking-sýslu er Lindgren fyrrverandi eiginmaður kærustu Hawk en þau höfðu verið að deita í nokkra mánuði. Kærustuparið var uppi á sviði saman þegar Hawk var skotinn til bana. Eftir skotárásina yfirgaf Lindgren barinn og flúði til Orangesburg í Suður-Karólínu sem er í um 900 kílómetra fjarlægð. Lindgren var handtekinn þar og situr nú í gæsluvarðhaldi þar sem hann bíður þess að vera fluttur til Ohio. Hawk skilur eftir sig tvær dætur og hafa aðstandendur hans stofnað styrktarsíðu fyrir jarðarför hans. Að sögn bróður Hawk var hann dáður og elskaður í karókísamfélagi bæjarins en hann fór alla leið í úrslit í ríkisbikarkeppni í karókí. „Hann gekk bara inn, skaut hann og gekk út“ Plötusnúðurinn Robert Humble var á staðnum þegar skotárásin átti sér stað og sagði við fréttastofu ABC 6 að það hefðu ekki verið nein átök eða spenna í aðdraganda skotárásarinnar. „Hann gekk bara inn, skaut hann og gekk út,“ sagði Humble um hegðun Lindgren. Þrátt fyrir að það hefðu ekki verið nein átök þennan dag segir Humble að Lindgren hafi reglulega áður svívirt fyrrverandi konu sína á meðan hún var uppi á sviði með því að hreyta fúkyrðum í hana. „Hann uppnefndi hana, gerði lítið úr persónu hennar,“ sagði Humble við fréttamiðilinn. Tveimur vikum áður hafði plötusnúðurinn varað Lindgren við því að ef hann héldi áfram að haga sér svona þá fengi hann ekki að koma aftur inn á staðinn.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Sjá meira