Innlent

Blámóðan þyngdi róður slökkvi­liðs­manna

Agnar Már Másson skrifar
Gosmóðan gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir að aka á vettvang.
Gosmóðan gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir að aka á vettvang. Slökkvilið í Vesturbyggð

Eldur kom upp í skemmu í Breiðavík í nótt en gosmóða gerði slökkviliðsmönnum erfiðara fyrir að mæta á vettvang. Engan sakaði en rífa þrufti skemmuna fyrir.

Slökkvilið í Vest­ur­byggð var kallað út um klukkan eitt í nótt vegna bruna í skemmu í Breiðavík. Í skemmunni er varaaflsstöð að sögn Davíðs Rún­ars Gunn­ars­son­ar, slökkviliðsstjóra í Vest­ur­byggð. Í skemmunni sé ljósa­vél sem er þó nokkuð frá öðrum hús­um í Breiðavík.

Bóndinn á næsta bæ kom til aðstoðar. Hann mætti á traktornum til að rífa niður skemmuna.Slökkvilið í Vesturbyggð

Hann segir að aðkoman hafi verið erfið þegar slökkviliðsmenn frá þrem­ur stöðvum — Pat­reks­firði, Tálknafirði og Bíldu­dal — mættu á vettvang. Því skapaðist ekki hætta fyr­ir gesti á Hót­el Breiðavík sem voru látn­ir vita af brun­an­um.

Slökkviliðsbíl­ar hafi þyrft að keyra lélega vegi í um 50 kíló­metra í þykkri gosmóðu, sem gerði slökkviliðsmönnum erfiðar fyrir. Mengun hefur borist frá eldgosinu sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni aðfaranótt miðvikudags.

„Við vorum bara mun lengur á leiðinni heldur en hérna heldur en við hefðum verið,“ segir Davíð. „Þó svo við séum á stórum bílum, þá komumst við bara alls ekki hratt niður hvað? Hérna, já, er bara hrikalegur, hrikalegur vandamál var það með þennan veg,“ segir hann.

Slökkvilið í Vesturbyggð sinnit útkallinu.Slökkvilið í Vesturbyggð

Skúrinn var sæmilega mikið bruninn þegar slökkviliðs mætti á vettvang. „Og þá var húsið í raun og veru að hrynja. Þannig að ég gat nú ekki farið inn. Það var náttúrulega bara slökkt utan dyra en síðan sko var það mikið hrunið,“ segir hann.

„Það var ekki fyrr en að við fengum bara gröfu til þess að í raun taka húsið niður að við gátum farið að slökkva í öllum glæðum,“ bætir Davíð við. Bóndinn á bænum hafi komið til hjálpar, þar sem hann átti stóran traktor með skóflu sem hægt var að nota við að niðurrif hússins.

Slökkviliðsstarfinu hafi lokið á áttunda tímanum. Eldsupptökin eru óljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×