Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Agnar Már Másson skrifar 19. júlí 2025 10:32 Tvennt hélt til fjalla við Ytrárfjall norður af Ólafsfirði á föstudagseftirmiðdegi en lentu í sjálfheldu. Fjallabjörgun þurfti til, línur og tryggingar. Björgunarmenn hjálpuðu í nótt tveimur göngumönnum sem höfðu komið sér í sjálfheldu í Ytrárfjalli norðan við Ólafsfjörð. Björgunarmenn sigu með fólkið niður fjallið og komust allir óhultir af. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi hafi björgunarsveitum borist aðstoðarbeiðni frá tveimur sem höfðu komist í sjálfheldu í Ytrárfjalli vestan Rauðskarða, sem eru rétt norður af Ólafsfirði. Fólkið hafi verið á göngu frá því fyrr um daginn, verið sæmilega búið og óslasað, en ekki treyst sér ekki áfram né sömu leið til baka. Björgunarsveitir frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri voru boðaðar út til aðstoðar. Veður var sæmilegt, þokkalegur hiti og lítill vindur, en ljóst að þoka gæti lagst yfir svæðið. Fyrstu björgunarmenn komust að fólkinu upp úr miðnætti og var það orðið frekar stirt og aðeins farin að finna fyrir kulda. Landsbjörg segir aðstæður á svæðinu hafa verið erfiðar, talsvert brattlendi, klettar og laust grjót. Því hafi þurft að tryggja aðstæður eins og kostur var með öryggi allra í huga. Einnig hafi heitir drykkir fluttir að vettvangi. Á meðan björgunarfólk fetaði sig upp brattann að fólkinu var hugað að því að koma ökutækjum inn dalinn til að auðvelda niðurför að aðgerð lokinni og var hægt að keyra buggy-bíl og mikið breytta björgunarsveitarbíla upp torfarin slóða í dalnum. Siglínur voru notaðar við björgunaraðgerðina. Þegar hópur björgunarmanna voru komnir upp brattann að fólkinu var hafist handa við að tryggja aðstæður og undirbúa niðurför. Siglínur voru festar í bergið og fólkinu komið í sigbelti og undirbúið til niðurfarar. Síga þurfti niður fjallið í þremur spönnum, eða þremur hlutum, þar sem sigið var niður hverja spönn fyrir sig áður en haldið var áfram. Verkið vannst hægt, fyrst og fremst vegna aðstæðna í fjallinu, en einnig lagðist þoka yfir svæðið um tíma og gerði björgunarfólki erfiðara fyrir. Hægt og rólega var fólkið aðstoðað niður hverja spönn fyrir sig. Rétt fyrir fjögur í nótt var búið að aðstoða fólkið niður mesta brattann, en hluti björgunarmanna var enn í fjallinu. Þegar allir voru komnir niður þessa þriðju spönn, var hópurinn kominn á svæði þar sem göngufært var niður í dalinn, þar sem bílar björgunarsveita biðu eftir að flytja fólk og björgunarmenn niður dalinn. Það var svo á sjötta tímanum í morgun að allir voru komnir niður dalinn. Síðustu björgunarmenn skiluðu sér í bækistöðvar rétt fyrir sjö í morgun. Björgunarsveitir Fjallabyggð Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi hafi björgunarsveitum borist aðstoðarbeiðni frá tveimur sem höfðu komist í sjálfheldu í Ytrárfjalli vestan Rauðskarða, sem eru rétt norður af Ólafsfirði. Fólkið hafi verið á göngu frá því fyrr um daginn, verið sæmilega búið og óslasað, en ekki treyst sér ekki áfram né sömu leið til baka. Björgunarsveitir frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri voru boðaðar út til aðstoðar. Veður var sæmilegt, þokkalegur hiti og lítill vindur, en ljóst að þoka gæti lagst yfir svæðið. Fyrstu björgunarmenn komust að fólkinu upp úr miðnætti og var það orðið frekar stirt og aðeins farin að finna fyrir kulda. Landsbjörg segir aðstæður á svæðinu hafa verið erfiðar, talsvert brattlendi, klettar og laust grjót. Því hafi þurft að tryggja aðstæður eins og kostur var með öryggi allra í huga. Einnig hafi heitir drykkir fluttir að vettvangi. Á meðan björgunarfólk fetaði sig upp brattann að fólkinu var hugað að því að koma ökutækjum inn dalinn til að auðvelda niðurför að aðgerð lokinni og var hægt að keyra buggy-bíl og mikið breytta björgunarsveitarbíla upp torfarin slóða í dalnum. Siglínur voru notaðar við björgunaraðgerðina. Þegar hópur björgunarmanna voru komnir upp brattann að fólkinu var hafist handa við að tryggja aðstæður og undirbúa niðurför. Siglínur voru festar í bergið og fólkinu komið í sigbelti og undirbúið til niðurfarar. Síga þurfti niður fjallið í þremur spönnum, eða þremur hlutum, þar sem sigið var niður hverja spönn fyrir sig áður en haldið var áfram. Verkið vannst hægt, fyrst og fremst vegna aðstæðna í fjallinu, en einnig lagðist þoka yfir svæðið um tíma og gerði björgunarfólki erfiðara fyrir. Hægt og rólega var fólkið aðstoðað niður hverja spönn fyrir sig. Rétt fyrir fjögur í nótt var búið að aðstoða fólkið niður mesta brattann, en hluti björgunarmanna var enn í fjallinu. Þegar allir voru komnir niður þessa þriðju spönn, var hópurinn kominn á svæði þar sem göngufært var niður í dalinn, þar sem bílar björgunarsveita biðu eftir að flytja fólk og björgunarmenn niður dalinn. Það var svo á sjötta tímanum í morgun að allir voru komnir niður dalinn. Síðustu björgunarmenn skiluðu sér í bækistöðvar rétt fyrir sjö í morgun.
Björgunarsveitir Fjallabyggð Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira