Sport

Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kíló­metra hlaup

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kærastinn bað hennar í markinu en hún var ein tilfinningahrúga eftir hundrað kílómetra hlaup.
Kærastinn bað hennar í markinu en hún var ein tilfinningahrúga eftir hundrað kílómetra hlaup. @nouchka.diet

Ofurhlauparinn Nouchka Simic kláraði 100 kílómetra hlaup í fyrsta sinn á ferlinum X-Apline hlaupinu á dögunum en hún trúði því varla hvað beið hennar í markinu.

Simic kom alveg hoppandi í glöð í markið í ellefta sætinu og ánægð með afrekið. Stuttu síðar hafði kærastinn hins vegar komið henni algjörlega í opna skjöldu.

Kærasti Simic bað hennar nefnilega í markinu og hún átti greinilega í miklum vandræðum með tilfinningarnar þegar hún sá hann taka fram hringinn og fara niður á annað hnéð.

Það geta ekki allir sett sig í hennar spor enda líkamlegt og andlegt þrekvirki að klára hundrað kílómetra í Ölpunum. Hver veit hver staðan er á hug og sál eftir slíka raun.

Að fá síðan bónorð í kaupbæti fengi eflaust flesta til að brotna niður eins og var raunin hjá Simic.

Simic sneri sér frá kærastanum og hélt upp höfuð sér. Hún trúði þessu ekki.

Simic var þó fljót að jafna sig, sagði já og kyssti kærastann. Heldur betur eftirminnilegur dagur en það má sjá þetta á myndbandi hér eða á myndum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×