Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. júlí 2025 12:00 Guðni Kristinsson og félagar hjá 2Go Iceland hafa farið með ferðamenn að eldgosum á Reykjanesi undanfarin ár. Ferðaþjónustuaðili segir aðstæður á gossvæðinu á Reykjanesi vera með besta móti, svo minni á fyrsta eldgosið við Fagradalsfjall frá árinu 2021. Auðvelt sé að fara með ferðamenn að gosinu en bílastæði séu sneisafull og líklegt að bregðast þurfi við. Vel gengur að ferja ferðamenn að eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta segir Guðni Kristinsson einn eigenda ferðaskrifstofunnar 2Go Iceland. Hann segir aðstæður á vettvangi góðar en segir bílastæði við Fagradalsfjall og Grindavíkurveg þétt setin. „Þetta er mjög vel staðsett. Við erum búin að vera að ganga að gosinu síðan '21 síðan í Fagradalsfjalli og þetta er auðveldari ganga heldur en þá. Þetta er þægileg ganga og mjög góðar aðstæður. Auðvitað þarf að passa sig á gasinu,“ segir Guðni sem tekur fram að ferðir fyrirtækisins séu ávallt farnar með gasgrímur við hönd. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum hefur gossvæðið verið vel sótt af ferðamönnum um helgina. Lögregla hefur sett upp merkingar við Grindavíkurveg og fylgist með stöðunni og hvetur fólk til að fara að öllu með gát og minnir á að um hættusvæði er að ræða. Guðni segir tímaspursmál hvenær bílastæði á svæðinu fyllist. „Það er orðin mikil fjölgun síðan í gær. Við sjáum það strax. Það er bílastæði þarna sem hefur verið fyrir Fagradalsfjall, svokallað P1. En það verður alveg fullt örugglega núna. Ég er búinn að sjá myndir núna, það er strax orðið mikið. Það þarf að fara að gera eitthvað eins og var gert fyrir síðustu gos, '21, '22 og '23 þá þarf að fara að laga aðstæður eða opna fleiri bílastæði í kring. Það er undir stjórnvöldum komið.“ Hann hvetur fólk sem ætlar sér á gossvæðið að gleyma ekki að kíkja til Grindavíkur. „Ef það er að fara að labba, þá líka fara inn í Grindavík. Fara og fá sér að borða, byggja upp Grindavík, hjálpa fyrirtækjunum sem eru þar. Það er mjög mikilvægt. Ef þú ætlar að fara að gosinu, endilega farðu þá inn í Grindavík líka, það er frábært að fara að fá sér að borða þar, fara á fjórhjól, gista eða hvað sem er hægt að gera inn í Grindavík líka.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðaþjónusta Grindavík Bílastæði Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Sjá meira
Vel gengur að ferja ferðamenn að eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta segir Guðni Kristinsson einn eigenda ferðaskrifstofunnar 2Go Iceland. Hann segir aðstæður á vettvangi góðar en segir bílastæði við Fagradalsfjall og Grindavíkurveg þétt setin. „Þetta er mjög vel staðsett. Við erum búin að vera að ganga að gosinu síðan '21 síðan í Fagradalsfjalli og þetta er auðveldari ganga heldur en þá. Þetta er þægileg ganga og mjög góðar aðstæður. Auðvitað þarf að passa sig á gasinu,“ segir Guðni sem tekur fram að ferðir fyrirtækisins séu ávallt farnar með gasgrímur við hönd. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum hefur gossvæðið verið vel sótt af ferðamönnum um helgina. Lögregla hefur sett upp merkingar við Grindavíkurveg og fylgist með stöðunni og hvetur fólk til að fara að öllu með gát og minnir á að um hættusvæði er að ræða. Guðni segir tímaspursmál hvenær bílastæði á svæðinu fyllist. „Það er orðin mikil fjölgun síðan í gær. Við sjáum það strax. Það er bílastæði þarna sem hefur verið fyrir Fagradalsfjall, svokallað P1. En það verður alveg fullt örugglega núna. Ég er búinn að sjá myndir núna, það er strax orðið mikið. Það þarf að fara að gera eitthvað eins og var gert fyrir síðustu gos, '21, '22 og '23 þá þarf að fara að laga aðstæður eða opna fleiri bílastæði í kring. Það er undir stjórnvöldum komið.“ Hann hvetur fólk sem ætlar sér á gossvæðið að gleyma ekki að kíkja til Grindavíkur. „Ef það er að fara að labba, þá líka fara inn í Grindavík. Fara og fá sér að borða, byggja upp Grindavík, hjálpa fyrirtækjunum sem eru þar. Það er mjög mikilvægt. Ef þú ætlar að fara að gosinu, endilega farðu þá inn í Grindavík líka, það er frábært að fara að fá sér að borða þar, fara á fjórhjól, gista eða hvað sem er hægt að gera inn í Grindavík líka.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðaþjónusta Grindavík Bílastæði Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Sjá meira