„Þær eru bara of dýrar“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. júlí 2025 13:10 Páll Pálsson fasteignasali segir þróunina á húsnæðismarkaðnum sorglega. vísir/vilhelm Fasteignasali segir gjá hafa myndast milli verðs á nýbyggingum og eldri fasteignum sem verður til þess að nýjar íbúðir seljist í mun minna magni. Áttatíu prósent einstaklinga komast ekki í gegnum greiðslumat fyrir nýrri íbúð. Fasteignamarkaðurinn hefur kólnað síðustu mánuði þrátt fyrir að virkni á markaði sé enn töluverð. Færri íbúðir seljast á yfirverði og algengt er að verð sé lækkað í söluferli. Nýjum íbúðum á markaði fjölgar þar sem fáar þeirra seljast. Fjórtán hundruð nýjar íbúðir eru á sölu á höfuðborgarsvæðinu og hafa þær ekki verið fleiri frá upphafi mælinga 2018. Of stórt bil Páll Pálsson fasteignasali segir mun á meðalverði eldri íbúða og nýbygginga vera orðinn of mikinn, en munurinn er tæp þrjátíu prósent. „Bilið má ekki vera mikið meira en fimmtán til tuttugu prósent svo eignir á nýbyggingamarkaði seljist. Þannig það er stærsta ástæðan, þær eru bara of dýrar þó það séu líka aðrar ástæður. Það er ekki verið að byggja rétt, sem er ekki endilega verktökunum að kenna, svo er fjármagnskostnaður ofboðslega dýr. Um áttatíu prósent af öllum sem reyna að kaupa sér nýbyggingu eiga ekki möguleika á að kaupa,“ segir Páll. Fastur á leigumarkaði Páll vísar þarna í mánaðarskýrslu HMS sem kom út fyrir helgi, en einungis tekjuhæstu tuttugu prósent landsmanna stæðust greiðslumat fyrir nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu með lágmarks eigið fé. „Ég er að eiga við einstakling þessa dagana sem hefur ekki efni á því að eiga íbúð, ekki að greiða af íbúðinni þó hann eigi nóg eigið fé. Hann er samt að leigja og nær að borga leiguna í hverjum mánuði en kemst ekki í gegnum greiðslumat. Þetta er ummerki þess að þessi einstaklingur sé fastur á leigumarkaði. Þú þarft að vera með tvennar tekjur. Til að eiga möguleika þurfa kaupendur að vera par og taka verðtryggt lán. Það eru allir að bíða eftir lækkun vaxta sem er ólíklegt að gerist á þessu ári,“ segir Páll. Neytendur Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Fasteignamarkaðurinn hefur kólnað síðustu mánuði þrátt fyrir að virkni á markaði sé enn töluverð. Færri íbúðir seljast á yfirverði og algengt er að verð sé lækkað í söluferli. Nýjum íbúðum á markaði fjölgar þar sem fáar þeirra seljast. Fjórtán hundruð nýjar íbúðir eru á sölu á höfuðborgarsvæðinu og hafa þær ekki verið fleiri frá upphafi mælinga 2018. Of stórt bil Páll Pálsson fasteignasali segir mun á meðalverði eldri íbúða og nýbygginga vera orðinn of mikinn, en munurinn er tæp þrjátíu prósent. „Bilið má ekki vera mikið meira en fimmtán til tuttugu prósent svo eignir á nýbyggingamarkaði seljist. Þannig það er stærsta ástæðan, þær eru bara of dýrar þó það séu líka aðrar ástæður. Það er ekki verið að byggja rétt, sem er ekki endilega verktökunum að kenna, svo er fjármagnskostnaður ofboðslega dýr. Um áttatíu prósent af öllum sem reyna að kaupa sér nýbyggingu eiga ekki möguleika á að kaupa,“ segir Páll. Fastur á leigumarkaði Páll vísar þarna í mánaðarskýrslu HMS sem kom út fyrir helgi, en einungis tekjuhæstu tuttugu prósent landsmanna stæðust greiðslumat fyrir nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu með lágmarks eigið fé. „Ég er að eiga við einstakling þessa dagana sem hefur ekki efni á því að eiga íbúð, ekki að greiða af íbúðinni þó hann eigi nóg eigið fé. Hann er samt að leigja og nær að borga leiguna í hverjum mánuði en kemst ekki í gegnum greiðslumat. Þetta er ummerki þess að þessi einstaklingur sé fastur á leigumarkaði. Þú þarft að vera með tvennar tekjur. Til að eiga möguleika þurfa kaupendur að vera par og taka verðtryggt lán. Það eru allir að bíða eftir lækkun vaxta sem er ólíklegt að gerist á þessu ári,“ segir Páll.
Neytendur Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira