Innlent

Al­menn and­staða við sjókvíaeldi og nei­kvætt við­horf til þéttingar byggðar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum okkar segjum við frá nýrri könnun sem leiðir í ljós að mikill meirihluti kjósenda ríkisstjórnarflokkanna er mótfallinn sjókvíaeldi.

Gallup framkvæmdi könnunina fyrir Íslenska náttúruverndarsjóðinn. Aðeins 13,5 prósent svarenda segjast jákvæð gagnvart eldi í opnum sjókvíum. 

Þá fjöllum við um gosmóðuna sem hefur hrellt íbúa höfuðborgarsvæðisins og raunar víðar um land. Við ræðum við veðurfræðing sem segir að á morgun muni hvessa sem gefi þá frí frá móðunni um tíma hið minnsta. 

Einnig segjum við frá annarri nýrri könnun sem kannar hug fólks til þéttingar byggðar á höfuðborgarsvæðinu og heyrum í þungarokksfræðingi um arfleifð Ozzy Osbourne sem lést í gær, saddur lífdaga. 

Í sportpakka dagsins verður tap Breiðabliks gegn pólsku meisturunum gert upp og næstu leikir ræddir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×